Stjarnan - 01.02.1932, Blaðsíða 7
STJARNAN
23
skjótt til valda og sigra'ði heiminn, þar á
meðal Eigyptaland, en var seinna sigruð
sjálf af villimönnum aÖ nor'Öan. Ennþá
var Egyptaland au'Öugt, voldugt og fjöl-
ment. A'Ö lokum hófu Arabar strí'Ö á
móti því. HJfifu'Öborgin, Alexandría var
umsetin í 14 mánuöi, á því tímabili mistu
Arabar 23,000 menn. Svo féll borgin í
hendur umsátursmanna, ekki fyrir dugn-
að eða herkænsku þeirra, heldur fyrir
svikráð nokkurra, sem innanborgar voru.
Arabar undru'Öust yfir auð og fegurð
borgarinnar. Þeir brendu bókasafn borg-
arinnar, það veitti sigurvegurunum nógan
eldiviÖ í 6 mánu'Öi. Auður Alexandríu
bar vott um velgengni þjó'Öarinnar. ÞaÖ
hefÖi verið ómögulegt fyrir Araba, þrátt
fyrir hreysti þeirra, a'Ö ná landinu undir
sig, hef'Öu ekki landsmenn og borgarbúar
veri'Ö orðnir þreyttir á, og óánæg'Öir meö
yfirráð Grikkja, og því kosið heldur að
ganga á hönd umsátursmanna.
“Þótt spádómurinn hafi tekið langan
tíma þá er hann þó uppfyltur orðinn, þó
hægt hafi farið þá hefir Egyptaland lengi
verið á afturfara skeiði. Vér skulum hér
tilfæra nokkur orð frá Volney og Gibbon :
“Þannig er ástand Egyptalands,” segir
Volney í “Travels” 1. bindi, bls. 74, 103,
110, 198. “Þeir voru sviftir stjórnendum
sínum fyrir 2300 árum. Hin frjósömu
akurlönd þeirra urðu herfang fyrir
Persa, Makedóníumcnn, Rómverja,
Grikki, Araba eða Georgíumanna, loks
komst landið undir yfirráð Tyrkja. Þræl-
ar, sem gjörðir voru að hermönnum risu
upp, kusu sér höfðingja úr sínum eigin
flokki og hrifsuöu síðan völdin undir sig.
“Byrjun þessarar þrælastjórnar var ein-
kennileg og áframhald hennar ekki síður,
þvi eftir þá tóku aðrir þrælar við stjórn-
inni, sem hinir fyrri höfðu flutt inn, frá
hinu forna heimkynni sínu. Þeir hafa
reglubundna harðstjórn. Alt, sem fyrir
augun ber, minnir á, að maður er staddur
í landi þrældóms og harðstjórnar.”
“Gibbon segir að engin harðstjórn geti
verið ranglátari en sú, sem dæmir inn-
byggjendur landsins til ævarandi þræl-
dóms undir stjórn útlendinga og þræla.
En þetta hefir Egyptaiand orðið að líða
í meir en 500 ár.” (Decline and Fall of
the Roman Empire,” chapter 59).
“Þannig vitna vantrúaðir rithöfundar
um stöðuga afturför Egyptalands, þar til
hin síðastliðnu 500 ár, þaö hefir verið al-
veg í því ástandi sem spámaðurinn segir
fvrir, lítilf jörlegt ríki stjórnað af útlend-
ingum.
“Takið eftir því, að fyrst 2500 árum
eftir að spádómurinn var gefinn, fyrst á
vorum tímum geta menn séð hina undra-
verðu nákvæmni spádómsins. Því betur
sem hann er rannsakaður, því meir sann-
færist maður um áreiðanlegleika hans. Er
nokkur hér, sem ber á móti því, að
Egyptaland sé í því ástandi, sem spádóm-
urinn talar um? Ef ekki, hvaða ástæðu
getið þér þá gefið fyrir því, að hann tal-
aði sannleikann, því það verðið þér þá að
kannast við?”
Hr. Einarsson stóð nú upp og svaraði:
“Það er ekkert undravert í uppfyllingu
þessa spádóms. Rithöfundurinn hefir tek-
ið eftir því, að aðrar þjóðir hafa verið
yfirunnar, og þá orðið undirgefnar sigur-
vegurum sínum. Hánn hafði séð Assýríu,
Babýlon og ýms smærri ríki falla í óvina
hendur. Þótt Egyptaland væri gamalt ríki
og voldugt, gjörði hann sér hugmynd um,
að það einnig með tímanum mundi sæta
sömu kjörum.”
“Þér yfirsést i einu atriði, hr. Einars-
son, Egyptaland hefir ekki sætt sömu
kjörum og hin ríkin. Babýlon, Assýría og
önnur ríki umhverfis voru algjörlega eyöi-
lögð. Hefði Ezekíel bygt spádóm sinn á
reynslu þeirra, þá hefði hann sagt að
Egyptaland mundi verða eyðilagt. Setjum
nú svo að Ezekíel hefði spáð að Egypta-
land mundi alveg undir lok líða eins og
iBabýlon og Kaldea, og standa í eyði um
aldur og æfi, hversu hreyknir mundu þá
ekki vantrúarmennirnir benda á, að
Egyptaland hefir á yfirstandandi tíma
(Framh. á bls. 25)