Stjarnan - 01.02.1932, Síða 12

Stjarnan - 01.02.1932, Síða 12
28 STJARNAN “Eg get ekki flúið burt frá Guði” Fyrir löngu sí'Öan var ökuma'Öur nokk- ur í þjónustu háttstandandi fjölskyldu í Lundúnaborg. Honum leiÖ vel, húsbóndi hans var góður við hann, og borgaÖi hon- um hátt kaup. ÞaÖ var aðeins eitt, sem olli honum gremju, móðir hans bjó þar rétt hjá og heimsótti hann oft. Það virð- ist ef til vill óskiljanlegt að honum gæti gramist þetta, en ástæðan var sú, að hún talaði ávalt til hans um Jesúm og hans eigin eilífu velferð. “Mamma,” sagði hann að lokum, “ef þú hættir ekki að tala nm þetta þá sleppi eg vinnunni hér og fer burtu, svo eg þurfi ekki aS hlusta á þig.” “Sonur minn,” svaraði móðir hans, “svo lengi sem eg hefi mál og rænu mun eg ekki vanrækja að tala við þig um Guð, og við Guð um þig.” Pilturinn stóð við orð sín. Hann skrifaði kunningja sínum í Skotlandi og bað hann að útvega sér pláss þar. Hann vissi að móðir sín gat ekki skrifað, og hún gat ekki fylgt honum þangað. Hann sá eftir að sleppa góðri stööu, en sagði við sjálfan sig: “Eg vil alt til vinna að fá að vera í friði.” Hann duldi það ekki fyrir móður sinni að hann var glaður yfir því að komast í burtu frá henni. Þú segir ef til vill að það var illa farið að hún skyldi þannig rtka hann frá sér, með því stöðugt að tala við hann um and- leg efni. HefSi ekki verið betra fyrir hana að fara varlegar ? 'Hún trúði í hjartans einlægni að það væri skylda hennar að halda áfram í tíma og ótíma að brýna fyrir honum fagnaðarerindið. Fyrsta daginn sem ökumaðurinn var í nýju vistinni á Skotlandi, átti hann að keyra húsbónda sinn og fólk hans langan veg. Heimilisfólkið fór alt inn í vagninn, nema húsbóndinn, hann kvaðst ætla að sitja hjá ökumanni. “Hjann ætlar sjálfsagt að vita hvort eg er æfður í að fará með hesta,” hugsaði ökumaðurinn meö sjálfum sér, og hann vissi sjálfan sig vel færan um starf sitt. Þeir voru varla komnir út fyrir girðing- arnar þegar hsbóndi hans ávarpaði hann og sagði: “Eg ætla að spyrja þig að einni spurn- ingu: Ertu frelsaður?” Þó Guð hefði sjálfur komið niður frá himni, þá hefði piltinum ekki orðið meira. hverft við. “Guð hefir fylgt mér til Skotlands,” sagði hann við sjálfan sig. “Eg gat flúið burt frá móSur minni, en eg gat ekki flúið burt frá Guði.” Nú gat hann skilið hvernig Adam var innanbrjósts, þegar hann reyndi að fela sig fyrir Guði inn á milli trjánna. Hann gat ekki svarað spurningu húsbónda sins hann nötraði eins og hrísla svo hann gat varla stýrt hestunum. Húsbóndi hans fór nú að tala við hann um Jesúm, það var sami boðskapurinn, sem móðir hans hafði svo oft fært hon- um, en þetta skifti virtist það alt nýtt fyrir honum. Hann sá það alt svo skýrt, en það var enginn gleðiboðskapur fyrir hann, því samvikan sagði honum að hann væri fordæmdur, glataður syndari. Þegar heim kom varð hann svo veikur að hann lá í rúminu marga daga, en það voru blessunarríkir dagar fyrir hann. Húsbóndi hans kom inn til að tala við hann og lesa fyrir hann, og brátt varð náð og kærleiki Krists að lifandi veru- leika fyrir hann, smámsarnan hvarf ótti hans algjörlega. Hann sá, að Guðs náð er framboðin spotturum og syndurum, og að blóðið Jesú Krists hreinsar frá allri synd. Hann reyndi í sínu eigin lííi fögnuðinn sem felst í þessum orðum: “Vér elskum hann af því hann elskaði oss að fyrra bragði.” Hlann hafði forhert hjarta sitt móti (Framh. á bls. 30)

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.