Stjarnan - 01.02.1932, Page 14

Stjarnan - 01.02.1932, Page 14
3° STJARNAK aldrei. H'ann sagÖi um sjálfan sig: “Oss ber að vinna verk þess, er mig sendi með- an dagur er.” Texti vor sýnir hvernig Jesús öSlaSist kraftinn til starfsins, og vér vitum aÖ þegar Jesús bað, þá bað hann í orðsins fylsta skilningi. Bæn hans var alhuga og einhuga samtal við Guð meö fullkominni undirgefni undir hans heil- aga vilja, sem hinn eingetni sonur Föð- ursins stendur hann í sérstöku sambandi við Guö. Ef það er helgur staður þar sem helgur maður biður til Guðs, þá má sannarlega heimfæra það til þess staðar, þar sem Jesús er einsamall á bæn til Föð- ursins. Það er himnaríki á jörðu. Alstaðar þar, sem Jesús kemst að með náðarkraft sinn þar er himnaríki á jörðu. Texti vor ber vitni um þetta. Allir, sem heyrðu orð hans urðu gagnteknir af himneskum krafti, því hann talaði eins og sá sem vald hafði. Þeir, sem opna hjarta sitt fyrir orði hans, finna til þess hve lítilfjörlegir þeir eru í sjálfum sér, og hve yfirgnæfanleg er Guðs náð og hans kærleikur til þeirra. Syndin og náð- in var aðal inntakið i kenningum hans. Hann kom til að frelsa sitt fólk frá þess syndum. Hlann staðfesti orð sín með verkunum. Orð hans og verk voru í full- komnu samræmi. Orð hans höfðu skap- andi kraft, það varð öllum ljóst sem með honum voru þenna dag, sem textinn talar um. Fíf Krists var óþreytandi bæn og starf • semi. Þannig er einnig líf allra sannra lærisveina Krists. Hvernig notum vér timann? Biðjum vér án afláts og störfum í Jesú nafni? Höfum vér lært að telja vora daga svo að vér verðum forsjálir? Þá vitum vér einnig að bænastundir vorar kvöld og morgna, veita oss starfskraftana fyrir daginn. Þá þökkum vér Guði fyrir starf- ið, sem hann hefir gefið oss, og biðjum hann um náö til þess að nota tímann hon- um til dýrðar, sem lagði líf sitt í sölurnar svo að vér mættum öðlast í honum eilíft líf. T. H. Flóttinn frá Síberíu (Niðurlag frá bls. 27) þessu héraði, sem skipaði svo fyrir að vér vrðum fluttir til Kolguyak, til þess að koma í veg fyrir að vér héldum áfram með trúarbragðakenningar, sem gagn- stæðar væru kenningum ríkiskirkjunnar. Vörðurinn skipaði okkur að vera ferð- búnum morguninn eftir. Við pökkuðum saman það litla, sem við höfðum og vorum komnir niður að ánni í ákveðinn tíma. Sú hugsun vaknaði hjá m!ér, að við mættum hafa haldið trúar- brögðum vorum leyndum, og þannig kom- ist hjá þessum nýju erfiðleikum. Þa8 var alt annað en gleðileg tilhugsun að þurfa að fara lengra norður. En brátt fann eg aftur til gleði og friðar í sam- félagi við frelsara minn, mitt í þjáningun- um. --------------- “Eg get ekki flúið burt frá Guði” (Niðurlag frá bls. 28) Guði og móður sinni, en Jesús hafði liðið fyrir syndir hans svo honum var fyrir- gefið alt vegna Krists. Hann var frels- aður, af því Guð elskaði hann svo mikið að hann gaf sinn eingetinn son fyrir hann. Fyrsta bréfið sem hann skrifaði móð- ur sinni flutti þessi gleðilegu tíðindi: “Guð hefir fylgt mér til Skotlands og hann hefir frelsað sálu mína.” “Hvert get eg farið frá þínum anda, og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt eg stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt eg gjöri undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt eg lyfti mér á vængi morg- unroðans, og settist við hið yzta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig, og hægri hönd þín halda mér.” Sálm. 139:7- 10. ---------------- Alfonso, fyrverandi Spánarkonungur, fær aldrei framar að sjá uppáhaldsgripi sína, veðhlaupahestana. Eýðstjórn Spán- ar, sem hrifsaði undir sig allar eigur kon- ungsins, hefir selt hestana á uppboði.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.