Stjarnan - 01.02.1932, Page 16

Stjarnan - 01.02.1932, Page 16
Speki spekinganna Fyrir nokkru kom sænskur jar'Öfræ'Singur meÖ þá getgátu, aÖ “lífiö gæti haft uppruna sinn af engri flóknari samsetningu en heitum vatnspollum, sem myndu'Öust eftir fyrstu regnskúr heimsins.” Vér höfum íengið vitneskju um aÖ þessi undra- verða getgáta sé hátíölega og í allri alvöru skrásett af sprenglærðum vísindamönn- um og a'Ö hún hafi jafnvel birst í hinni árlegu skýrslu Smithsonian Institute. Þessi mjög svo lærði Svíi “heldur,” eftir því sem fréttablöSin staðhæfa, “a8 vatniÖ, hafi veriÖ hitað, og haft kemisk áhrif á öskuna og þannig framleitt hiö fyrsta form lífsins.” Maður, sem gjörir gys að hinni mjög svo sennilegu og skynsamlegu frásögu Biblíunnar um uppruna lífsins á jörðinni, getur snúið sér að shkri getgátu eins og þessari og skilyrðislaust veitt henni viðtöku sem heilögum sannleika, einungis af þeirri einföldu ástæðu að hún er framsett af lærðum vísindamanni. Vér erum sannfærðir um að ef sköpunarsaga Ritningarinnar hefði byrjað þannig: “1 upphaf i mynduðust vatnspollar i heitri ösku, sem varð fyrir kemiskum áhrifum og þannig framleiddi líf,”—þá mundu vantrúarmenn og guðleysingjar hafa haft ástæðu til að gjöra gys að Ritningunni. Þeir mundu geta bent oss á, að vís- indin hafi enn aldrei getað tundið neitt, þess konar getgátu til stuðnings, að líf skyldi hafa verið framleitt af dauðum efnum; því að líf getur aðeins sprottið af lilandi verum. En þegar Biblían kemur með skýring á uppruna hlutanna og segir að lífið hafi komið frá Guði—og sú skýring hefir enn aldrei komið í bága við neinar sannreyndir—þá snúa þeir vantrúarmenn, er skreyta sig sem lærisveina visindanna, sér í burtu frá hínni einu skynsamlegu skýringu á uppruna lífsins, úl þess að geta haldið á lofti fjarstæðum getgátum eins og þessari um hina heitu eldfjallaösku. Það einkennilega við þessa menn er, að þeir lita á þá, sem trúa á Bibliuna, eins og væru þeir brjóstumkennanlegir aumingjar, sem einungis trúa í blindni. Vér könnumst við það, að það tekur trú til að grípa hugsunina um hvernig vold- ugur og eilífur Guð skyldi beita afli sínu, til þess að veita lægri verum eitthvað af lífi sínu, til þess að einnig þær gætu haft tilveru; en að trúa því að heit eldfjalla- ösku-vatnsblanda skyldi geta framleitt allar þær mismunandi lífstegundir, sem finnast á jörðinni, æ, það útheimtir meiri trúgirni en Biblíutrúarmenn hafa til í eigu sinni. Fyrst vér höfum trú á uppruna allra hluta, þá fullvissumst vér fyrst og fremst um, að vér leggjum átrúnað vorn á rökfræðislega og skynsamlega orsök, færa um að framleiða hin undraverðu og margbreyttu áhrif, sem koma i ljós á margvíslegan hátt í öllum þeim lífstegundum, sem halda til á jörðinni, í loftinu, í sjónum og vötnunum. En ef einhverjir vantrúarmenn vilja byggja trú sína á eldf jallaösku og heitu vatni, þá ætlum vér alls ekki að öfunda þá af að eiga slika trú, því að hún er í sannleika mikil. Það er engin furða þótt Páll postuli riti á þessa leið: “Þvi að orö krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs; því að ritað er: Eg mun eyða speki spekinganna; og hygg- indi hyggindamannanna mun eg að engu gjöra. Hvar er vitringur? Hvar fræði- maður ? Hvar orðkappi þessarar aldar? H'efir Guð ekki gjört að heimsku speki heimsins. Þvi að þar eð heimurinn með speki sinni þekti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði aS gjöra hólpna með heimsku prédikunarinnar þá, er trúa. því að heimskan hjá Guði er mönnum vitrari, og veikleikinn hjá Guði mönnum sterkari.” x. Kor. i: 18-22. —D. G.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.