Stjarnan - 01.12.1933, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.12.1933, Qupperneq 7
STJARNAN 183 gráta, konan í dýru loðkápunni og konan í bættu fötunum. “Við erum að missa heimilið okkar,” sagði aðkomukonan að lokum, “eg er al- veg niðurbrotin, eg græt ef litið er á mig.” “Eg kannast við það,” svaraði hin. “Við mistum okkar .... Hvílíkar áhyggjur, eg hefi reynt það alt saman. En nú finn eg ekki svo mikið til þess, svo lengi sem eg get haft börnin glöð og heilsugóð. Kvíðinn og áhyggjurnar var það versta. Það er yndislega fallegt hér á sumrin, og börnin leika sér úti allan daginn eins ham- ingjusöm og fuglarnir. Við fáum betra hús svo fljótt sem maðurinn minn getur komið því upp, hann er að höggva timbr- ið, og svo er garðurinn. Þetta er frum- byggjalíf með öllum framtíðarvonum þess, alt af eitthvað að hlakka til. Þér mun líða miklu betur þegar þú ert búin aÖ sleppa öllu. Það er þetta millibils- ástand og áhyggjur, sem er svo drepandi. Hún hafði sjálf verið niðri í dimma brunninum, hún vissi hvernig það var. Hún talaði ekki út í bláinn, heldur af sinni eigin reynslu, og orð hennar voru eins og græðismyrsl: “Eg hékk fast við heimilið mitt og endurminningarnar, eg flutti þangað inn nýgift, og börnin voru fædd þar. Svo fór eg einn dag að hugsa um að það var ekki húsið heldur félags- skapurinn, sem gjörði oss svo hamingju söm, og félagsskapar með ástvinum sin- um getur maður notið eins annarsstaðar. Vér getum bygt að nýju, flutt með oso endurminningarnar, leiðrétt yfirsjónirn- ar, en geymt það, sem okkur er dýrmæt- ast. Því meira, sem eg hugsaði um þetta, því minna fanst mér til um steinbygging- una sem viÖ höfðum kallað heimili okkar, því ljósara varð mér að lífið er fljótandi straumur, en eignir eru dauðir hlutir.” Elún hafði fengið lækning meina sinna. Líf aðkomukonunnar hafði mikið auðgast. Fátæka konan í bættu fötunum, með gleði- svip á andlitinu hafði dregið hana upp úr dýpinu og ný vináttubönd voru bundin þann dag úti í skóginum, sem varð báð- um til hjálpar og hughreystingar í hinum sérstöku erfiðleikum þeirra. Gamail maður sat einsamall í kofa sín- um og smíðaði örvar. Hann hafði þegar smíðað bogann. Hann var námamaður. Hann gat unnið í námum ennþá, hann vissi það, ef hann aðeins hefði eitthvað til aÖ byrja með. Hann gjörði ekki háar kröfur. Hann var ánægður ef hann hefði aðeins baunir, kjöt og mjöl, þá skyldi hann leggja af staÖ með bagga sinn á bakinu, þangað sem þeir voru að grafa eftir gulli. En hann gat ekki beðið um hjálp, allir áttu nóg með sig þar umhverfis. Konur og börn urðu að ganga fyrir að fá hjálp, hann skildi það. Hann var bara einhleyp- ur gamall maður, þaS varðaði minstu hvað um hann yrði, en hann elskaði lífið. Hann hafði mjög lítils neytt nú í tvo daga. Hann bjó til boga og örvar sér til dægra- styttingar, hann hafði alt af fengist við það á frístundum sínum. Hann gæti ef til vill skotið héra, ef örin var nógu odd- hvöss. Eitt er víst, hann ætlaði sér ekki að biðja um hjálp. Konur og börn fyrst. “Góðan daginn.” “Hver er þarna?” Það stóð einhver í dyrunum. Einn af þessum ferðamönnum, sem fara gangandi um fjöll og firnindi. Fallegt, ungt and- lit. “Ó, örvar og bogi, lofaSu mér að reyna hann.” Gamli maðurinn rétti henni bogann og örvarnar. Ungur maður stóð bak við hana og horfði yfir öxl henni, hann hafði ferðapoka á baki. Bæði reyndu bogann. “Væri ekki gaman að hafa þá fyrir stúlkurnar í vor? Það er líka búið til úr okkar eigin trjám.” Félagi hennar hélt það væri ágæt upp- ástunga. “Viltu selja þá?” Selja þá. Hann var ekki verslunarmað- ur. Hann hafði alt af gefið í burtu boga sína og örvar. Hann kunni aðeins aS grafa eftir gulli. Hann titraði samt af gleði yfir voninni um að fá dálítið af reglulegum peningum. Aðkomumaðurinn skildi hvers vegna gömlu hendurnar titruðu. “Getur þú búið til marga boga fyrir okkur—fyrir stúlkna- félagið ?”

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.