Stjarnan - 01.12.1933, Síða 9

Stjarnan - 01.12.1933, Síða 9
* STJARNAN 185 J i “LegÖu þaÖ fram fyrir Guð, LúSvík,” sagði Guðrún systir hans. 'L'alaÖu ekki meira um þaÖ, svaraðu því ekki og gjörðu enga álcvörðun því viðvíkjandi fyr en þú hefir lagt það fram fyrir Guð.” Lúðvík svaraði systur sinni engu en hélt áfram að ganga um gólf, hann var í rnjög æstu skapi. Það mátti sjá á útliti hans að hann var reiður, og það var ekld að ástæðulausu. Hann hélt á opnu bréfi i hendinni. Honum hafði verið næst skapi að rífa það í sundur og troða það undir fótum sér, en hann stilti sig. Ennþá hafði liann ekki ráðið það við sig hvort hann ætti að kasta þessu óþokka bréfi í eldinn, eða láta það ofan í skúffuna á skrifborði sínu. Meðan hann var að hugsa um þetta kom systir hans aftur inn. “Kæri Lúðvík,” sagði hún, “hafðu sömu aðferð og Esekías.” “Esekías, Esekías, hvað áttu við, Guð- rún?” spurði liann byrstur. Lúðvík hafði að vísu lesið í Biblíu sinni, en hann var svo frá sér af geðshræringu nú, að hann skildi ekki hvað hún fór með, hann heyrði að vísu orö hennar en þau höfðu engin áhrif á hann. “Er þó ekki þetta ógeðslegt bréf, Guð- rún, svaraðu mér,” sagði hann án þess að gefa nokkurn gaum því, sem hún hafði ráðlagt honum. “Nú, þó eg segði já, lrvað gagnaði það?” spurði Guðrún brosandi, jafnvel þó hún í rauninni væri sár yfir ranglæti því, sem bróðir hennar varð fyrir. “Jú, það sannfærði mig því betur um að maðurinn sem skrifaði þetta”—Nú kreisti hann saman bréfið með hendinni —“að maðurinn, sem slcrifaði þetta er óþoklvi.” “Lúðvík, Lúðvílr, minstu þess, að þar sem eru mörg orð, þar er syndin ekki langt í burtu,” tólí Guðrún fram í fyrir honum. “Synd, Guðrún, það er ekki synd að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.” “Og þó getur geðshræring sú verið syndug, sem hvetur oss til að nefna hlut- ina með sínum réttu nöfnum. Auk þess getur oss misskilist, og þó bréfið sé bæði óvingjarnlegt og ókristilegt, þá—” “Guðrún, þú getur eld<i neitað því að bréfið er óforskammað, livers vegna viltu þá vera að reyna að draga úr því ?” greip Lúðvík fram í fyrir henni. “Jæja, setjum þá svo að það sé svo ilt og ókristilegt sem mest má verða, en minstu þess þá að liér lrefir þú tækifæri til þess með hógværð og kærleilía að safna glóðum elds yfir höfuð óvinar þíns. Mundu það að þú ert lærisveinn hans, sem eigi illmælti þó honum væri illmælt, og hefndi sin ekki sjálfur, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir.” “Þú álítur þá að eg eigi að taka móti slíkum ranglátum ásökunum þegjandi og lofa þeim sem skrifaði bréfið að hlaupa hálfa leið kring um hnöttinn til að eyði- leggja nafn rnitt og mannorð.” “Kring um hálfan hnöttinn. Það er nú nokkuð löng leið, Lúðvík. En betra er að hann gjöri það heldur en að þú slryldir gjöra nokkuð sem ekki væri rétt. Önnur yfirsjón að þinni hálfu bætir ekki úr broti hans, það veiztu sjálfur.” Lúðvík hætti nú að ganga um gólf og settist við hlið systur sinnar. Hann var nú orðinn dálitið rólegri og spurði: “Hvað á eg þá að gjöra, Guð- rún ?” “Legðu það fram fyrir Guð,” sagði lrún aftur. “Reiðstu eklri svona ákaflega, en legðu bréf þitt fram fyrir Guð eins og

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.