Stjarnan - 01.12.1933, Qupperneq 11
Lúðvíks hefSi komiÖ fyrir veraldlegan
rétt, þá hefði hann barist til hins síÖasta
fyrir máli sínu hvort sem hann hefÖi á
réttu eÖa röngu aÖ standa. En aö vera
stefnt fyrir dómstól Guðs svona fyrir-
varalaust, það var meira en hann gat
staðist. Hann kastaði því frá sér penn-
anum og reif bréfið í sundur. Hann vildi
ekkert meira eiga við þann mann, sem
gat lagt bréf sín fram fyrir Guð. Hann
var nærri því hræddur við þá hugsun.
Nú liðu fleiri vikur. Lúðvík R. var
orðinn forviða yfir því að hann haf'öi
ennþá ekkert heyrt frá mótstöðumanni
sínum.
“Eg hefi ekkert heyrt frá Mr. E. allan
þennan tíma,” sagði hann einn dag við
systur sína.
“Skrifaðir þú honum ekkert meira
seinna um þetta málefni ?”
“Nei, því þegar eg hugsaði rólega um
málið þá var það eiginlega engu að svara.
Það var hans að sanna orð sín. Hvað sem
eg hefði skrifað þá hefði það engin áhrif
haft á hann, svo eg áleit bezt að þegja.”
“Þú varst þó á annari skoðun til að
byrja með,” sagði Guðrún.
“Já, eg var svo reiður, en seinna fylgdi
eg þínum ráðum, og lagði bréfið fram
fyrir Guð. Það var það eina sem eg gat
gjört. Var það ekki líka bezt?”
“Eg vona það og trúi því, kæri LúSvík,
en ertu nú viss um að Mr. E. muni ekki
framkvæma það, sem hann hótaði þér?”
Eg er ekki viss um það, en þó held eg
að eg hefði heyrt um það fyrir þenna
tíma. Hvað mig snertir þá skiftir mig
litlu hvað hann gjörir.”
Lúðvík þurfti ekki lengi að vera í
óvissu þessu viðkomandi, því sama kvöld-
ið kom Mr. E. að heimsækja hann.
“Eg skrifaði þér ónotabréf fyrir
nokkru síðan,” sagði hann dræmt.
Lúðvík gat ekki borið á móti því, svo
hann þagði.
“Þú aftur á móti sendir mér ágætt
svar. Eg er kominn til að þakka þér fyr-
ir það.”
“Það gleður mig að þú lítur þann veg
á það,” svaraði Lúðvík.
“Eg leit öðru vísi á það fyrst. Mér
gramdist þaS meira en eg get með orðum
lýst, en það var ágætt svar, og nú kann-
ast eg við að eg hafði alveg á röngu að
standa. Viltu fyrirgefa mér og rétta mér
hönd þína?” Lúðvik tók með gleði í
höndina sem rétt var að honum.
“Eg hefi fleira, sem eg þarf að segja
þér,” hélt Mr. E. áfram, “eg hefi verið
veikur síðan eg skrifaði þér.” Nú veitti
Lúðvík því fyrst eftirtekt að gestur hans
var fölur og veiklulegur útlits. “Og þeg-
ar eg var veikastur-þá gjörði bréfið þitt
mig svo órólegan, þú sagðist hafa lagt
fram fyrir Guð bréf það, er eg skrifaði
þér, og það minti mig á að hann sér allar
mínar hugsanir, orð og gjörðir. Eg gat
ekki afborið þá hugsun.”
“Og hvað svo?”
“Eg lagði sjálfur alt mitt synduga líf-
erni fram fyrir hann, og hrópaði frá
djúpi sálar minnar: “Ó Guð, gakk þú
ekki í rétt við mig því eg hefi syndgað.”
“Og hvernig f ór það svo ?” spurði Lúð-
vik hrærður.
“Fyrir Guðs náð opnuðust augu mín
svo eg sá og skildi þetta dýrmæta fyrir-
heit: “En ef nokkur svndgar þá höfum
vér talsmann hjá Föðurnum, Jesúm Krist
hinn réttláta,” og “ef vér viðurkennum
vorar syndir, þá er hann trúfastur og rétt-
vís, svo hann fyrrigefur oss syndirnar og
hreinsar oss af öllu ranglæti.”
“Og nú bið eg þig aftur svo innilega að
fyrirgefa mér þetta ókristilega bréf, sem
eg skrifaði þér.”
Þess er varla þörf að taka það fram,
að þeir skildu sem vinir og bræður.
‘ T. L.
Bandaríkin hafa nú sem stendur 604
víðvarpsstöðvar.
Skýrslur sýna að tekjuskatturinn í
Bandaríkjunum fyrir 1933 hefir lækkað
um 29 af hundraði frá því sem hann var
árið sem leið.