Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 4

Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 4
 OííKAR OG VONIR HAFA RÆST OSKIR Landssamtök hjartasjúklinga eru fimm ára gömul, þau voru stofnuð 8. okt. 1983, það er ekki langur tími í sögu félags- samtaka, en óhætt er að fullyrða að þau hafa staðið af sér alla erfiðustu byrjunarörðugleika, eflst og styrkst með hverju ári og staðið fyllilega við þau markmið og stefnu, sem þau settu sér í upphafi með lögum sínum. Ég vil nú í stuttu máli lýsa að- draganda að stofnun samtakanna, svo og starfi þeirra í stórum dráttum á þessu fimm ára tímabili: Eftir Ingólf Viktorsson formann Landssamtaka hjartasjúklinga Aðdragandi: Á síðustu áratugum hefur enginn sjúkdómaflokkur verið þunghöggari hérlendis en hjarta- og æðasjúkdómar. Á árabil- inu 1971 - 1980 mátti rekja tæplega helming dauðsfalla íslendinga til þessa ófögnuðar, hlutfallið mun þó hafa farið eilítið minnkandi hin síðari ár. Þrátt fyrir linnulausar rannsókn- ir og tilraunir hæfustu vísinda- manna vítt og breitt um heims- byggðina, hafa hvorki fundist óbrigðular lækningar á þessum mannskæða vágesti né óyggjandi niðurstöður um orsakavald hans, en engu að síður hefur lækningum á hjartasjúklingum fleygt fram á undanförnum árum bæði með lyfjagjöfum og skurðaðgerðum, og hafa framfarir orðið ótrúlega mikl- ar nú síðari ár. Eins og að líkum lætur hafði sú hugmynd oft skotið upp kollinum meðal íslenzkra hjartasjúklinga að stofna þyrfti til sjálfstæðra samtaka til að leggja lóð á vogaskálina í baráttunni við þennan óvíga stríðs- mann. Þá var jafnan hafður í huga sá árangur sem ýmis félög fatlaðra hafa skilað þjóðfélaginu og nægir að nefna grettistak það sem SÍBS hefur lyft. Það var þó ekki fyrr en árið 1982 sem skriður komst á nefnda hug- mynd. Fyrsta alvörusporið í áttina til stofnunar samtaka hjartasjúkl- inga var stigið sjöunda dag ágúst- mánaðar 1982 í samsæti sem hópur hjartasjúklinga, sem þurft höfðu að ganga undir aðgerð í London, hélt frú Önnu Cronin í Súlnasal Hótel Sögu til að sýna henni örlítinn þakkarvott og fagna því að frúin hafði verið sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ein- stæða ósérplægni við að veita sjúk- um lfkn, aðstoð og ómetanlega hjálp í sjúkrahúsum Lundúna- borgar. í þessu samkvæmi rituðu tæplega tvö hundruð manns nöfn sín á lista þar sem þeir lýstu yfir vilja sínum til að taka þátt í stofnun samtaka hjartasjúklinga. Framhald þessa máls var það, að boðað var til fundar í Domus Medica 26. maí 1983, og mættu þar um það bil hundrað manns. Á fundi þessum var samþykkt að hefjast handa um undirbúning stofnunar sjálfstæðra og óháðra samtaka hjartasjúklinga. Fundarmenn voru ásáttir um að stefnt yrði að því að samtökum þessum skyldi formlega komið á laggirnar um mánaða- mótin september og október að hausti. Til að hrinda þessum fund- arsamþykktum í framkvæmd var kjörin níu manna nefnd, og var henni falið að annast allan undir- búning stofnfundar. Sjá mynd á bls. 6. Stofnun Stofnfundur Landssamtaka hjartasjúklinga var haldinn í Domus Medica í Reykjavík 8. októ- ber 1983- Á fundinum voru mættir 230 stofnfélagar og voru það fleiri en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Stjórn samtakanna, sem kos- in var á stofnfundinum, var þannig skipuð eftir að stjórnin hafði skipt með sér verkum: Aðalstjórn: Ingólfur Viktorsson, formaður, Reykjavík; Alfreð G. Al- freðsson, varaformaður, Reykjavík;

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.