Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 8

Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 8
Núverandi stjórn ásamt skrifstofu- stjóra samtakanna. Frá vinstri: Flallur Herttiannsson, Sigurveig Halldórsdóttir, Jóhannes Proppé, Haraldur Steinpórsson, Ingólfur Viktorsson og Alfreð G. Alfreðsson. ÁRIÐ 1989 Brompton-spítalinn i London: Styrkur til velunnara spítalans til að talsetja með íslensku fræðslumynd í þágu hjartasjúklinga. Landspítalinn: Styrkur til utan- ferðar og náms hjúkrunarfræðings á vegum hjartadeildar. Þá hefur einnig verið samþykkt nýskeð að gefa á næstu vikum: Landakotsspítalinn: Fullkomið Telemonitorkerfi, vegna hjarta- deildar. Landspítalinn: Videoprentari (há- gæða professional tæki) vegna hjartaskurðdeildar. Endurhœfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga: Þegar hefur stofnframlag verið greitt og fé lagt fram til tækjakaupa, svo sem fram kemur á öðrum stað í blaðinu. Öll þessi tæki og áhöld hafa verið keypt og gefin í samráði og sam- vinnu við yfirlækna viðkomandi stofnana, og í einstökum tilfellum hefur verið leitað til Landssamtak- anna um aðstoð í aðkallandi þörf fyrir tæki. Ég hef stiklað hér á stóru til að gefa dálitla hugmynd um starfsemi félagsins, en fjárhæðir þær sem við höfum getað látið af hendi rakna á þessum 5 árum nema um 20 millj- ónum króna. Auk þess höfum við fengið eftirgefin aðflutningsgjöld eins og önnur líknarfélög, og nema þau stundum álíka upphæð og inn- kaupsverðið. Það er því ekki fjarri lagi að ætla að tæki þau og áhöld, sem Landssamtökin hafa gefið, séu að verðmæti 40 til 42 milljónir króna. Síðasta merkjasala okkar undir slagorðinu „Söfnum kröftum" var í júní 1988 og gaf hún mjög góðan árangur. Söfnunarféð rennur allt til Endurhæfingarstöðvarinnar, sem hefur starfsemi núna 1. apríl, og sagt er nánar frá í grein Haraldar Steinþórssonar hér í blaðinu. Svo sem kunnugt er hófust hjartaskurðaðgerðir hér á Land- spítalanum í júní 1986 og gangast að jafnaði tveir sjúklingar á viku undir skurðaðgerð hér heima, en því miður er ekki aðstaða á Land- spítalanum til að taka fleiri viku- lega, því að talið er að minnst þyrfti 4 uppskurði á viku til að anna þörf- inni. Nú hefur myndast biðröð við skurðarborðið, og hafa undanfarið verið sendir þrír til fjórir sjúklingar á viku til London í uppskurð og/eða útvíkkun (blásningu), og nægir þó ekki til, enn er biðröð. Það munu vera um 160 til 170 sjúklingar, sem gengist hafa undir hjartauppskurði hér heima, en um 2000 sem sendir hafa verið utan, til London eða U.S.A. frá því slíkar skurðaðgerðir hófust um 1970. Félagsmenn í Landssamtökum hjartasjúklinga eru nú 1400. Félag okkar vill jafnt berjast fyrir því með forvarnarstarfi að hjarta- sjúklingum fækki, og hinu að veita alla þá hjálp sem við megnum, þeim er þegar eru komnir íhópinn. I.V. FUNDARBOÐ Aðalfundur Landssamtaka hjartasjúklinga verður haldinn ( hliðarsal Hótel Sögu þann 15. apríl 1989 og hefst hann kl. 14.00. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Skýrsla gjaldkera. 3. Umræður um skýrslu stjórnar og gjaldkera. 4. Kosning formanns. 5. Kosning tveggja meðstjórnenda og fimm til vara. 6. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 7. Erindi: Uggi Agnarsson, hjartasérfræðingur. 8. Samþykki nýrra félaga. 9. Ákveðin upphæð árgjalds næsta árs. 10. Önnur mál. Stjórnin

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.