Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 12

Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 12
 UM BRÁÐAÞJÓNUSTU OG ENDURLÍFGUN Eftir Gest Þorgeirsson sérfrœðing í almennum lyf- lœkningum og hjartasjúkdómum Nýlega gáfu Landssamtök hjarta- sjúklinga Borgarspítalanum full- komin tæki til endurlífgunar. Ann- ars vegar er um að ræða æfinga- dúkku, sem ber nafnið „Resusci Ann“ og er framleidd af Lærdal-fyr- irtækinu. Hún er mjög vel fallin til kennslu í grunnþjálfun endurlífg- unar einkum tindunarhjálp og hjartahnoði. Fram kemur á sérstök- um tækjum hvort hjartahnoð sé á réttum stað á brjóstkassanum, þrýstingur hæfilegur og hvort loft- inu sé blásið með réttum hætti. Hins vegar fylgir tölva, sem getur kallað fram á skjá hjartsláttar- og leiðslutruflanir af ýmsu tagi. Ekki þarf að fjölyrða um hvflíkt þarfa- þing hún er til þjálfunar í greiningu og meðferð á slíkum hjartsláttar- truflunum til dæmis fyrir lækna- nema, aðstoðarlækna og annað starfsfólk á hjarta- og gjörgæslu- deildum. Þessi kennslutæki eru nú í stöðugri notkun á skipulögðum námskeiðum í endurlífgun fyrir starfsfólk spítalans. Mestar líkur á lífshættulegum hjartsláttartruflunum eru á fyrstu klukkustundum eftir kransæða- stíflu. Vegna þess er mjög mikil- vægt að koma sjúklingi með bráða kransæðastíflu sem allra fyrst á spítala, þar sem unnt er að veita viðeigandi meðferð. Með nýjum segaleysandi lyfjum (streptokinasi, t-PA), sem geta í mörgum tilfellum leyst upp blóðtappann í kransæð- inni og dregið verulega úr skemmd- um á hjartavöðvanum er komin cinnur brýn ástæða til að flytja sjúklinginn með hraði á hjartadeild því lyfin eru lfldegri til að bera árangur, ef unnt er að gefa þau inn- an fárra klukkustunda frá því ein- kenni hófust. Allir á höfuðborgar- svæCiinu ættu því að þekkja síma- númerið 1-11-00, neyðarsíma á varðstofu slökkviliðsins í Reykja- vík. Ef hringt er í þetta símanúmer og tilkynnt um bráðatilfelli er sam- stundis gefið merki til neyðarbfls- ins og hann fer með hraði á við- komandi stað. í áhöfn bflsins er nú auk tveggja sjúkraflutningsmanna reyndur aðstoðarlæknir. Fyrstu ár- in var ekki læknir á bflnum að næt- urlagi en síðustu misserin hefur læknir verið allan sólarhringinn. Þessi neyðarbfll Rauða Krossins, stundum kallaður hjartabfllinn, er mjög vel útbúinn og nánast úr garði gerður sem lítil gjörgæsla og getur læknir því í flestum tilfellum veitt þá sérhæfðu læknisþjónustu, sem nauðsynleg er þar til sjúklingur kemst á spítala. Ef svo illa vill til að lífshættuleg hjartsláttartruflun veldur meðvit- undarmissi áður en neyðarbfll hef- ur komist á vettvang, þurfa nær- staddir að kunna grundvallaratriði endurlffgunar og hefja öndunar- hjálp og hjartahnoð þegar í stað. Það kann að vera jafnvel enn ríkari ástæða fyrir íbúa landsbyggðarinn- ar að geta veitt öndunarhjálp og hjartahnoð, þar sem oft getur liðið lengri tími þar til læknishjálp er til- tæk þar en á Reykjavíkursvæðinu. Þar á fólk einnig aci þekkja neyðar- síma staðarins eða eftir atvikum síma læknisins. Tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 60-70% svonefndra skyndidauðatilfella vegna hjartaá- falls verði utan spítala. Því fyrr sem endurlífgun er beitt í þessum tilfell- um þeim mun meiri vercla líkurnar á því að þessir sjúklingar nái heilsu. Þess vegna hefur Ameríska Hjarta- félagið (American Heart Associa- tion) lagt á það ríka áherslu að allur almenningur og ekki síst aðstand- endur hjartasjúklinga læri grund- vallaratriði endurlífgunar og með

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.