Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 9

Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 9
Frœgur lœknir hafði það fyrir sið, að láta sjúklinga þá, er til hans komu, afklœðast í herbergi, sem var á milli biðstofunnar og lœkningastofunnar. Dag nokkurn kemur alklœddur maður í dyrnar á lœkningastofunni. Lœknirinn rak hann straxfram fyrir og skiþ- aði honum að afklœðast. Eftir litla stund kemur maðurinn ber- stríþaður inn í lœkningastofuna rneð blað í hendinni, hneigir sig og segir: — Ég er hérna með reikning fyrir kirkjugjöld. ★ Sigurður gamli var lasinn og leitaði til lœknis. Lœknirinn sagði honum að koma næst með þvag- þrufu. Það fannst Sigurði hrein- asti óþarfi og hugsaði sér að leika á lœkninn og fœrði honum á flöskuþvagþrufu úr einni kúmni í fjósinu. Læknirinn rannsakaði innihaldið oggaf eftirfarandi úr- skurð: — Það er ekkert að nýranu í þér, Sigurður minn, en það er annað verra, þú gengur með kálf. ★ Sjúklingur var í heimsókn hjá frægum geðlækni, og læknirinn vildi komast að raun um sálar- ástandið. — Nú ætla ég að segja yður sögu og heyra álit yðar á henni. Þér eruð úti að ganga á sunnu- dagsmorgni og bíll ekuryfiryður. Við slysið losnar höfuðið frá boln- um og þér stingið því undirhend- ina og labbið yður til næsta aþóteks og biðjið um að það verði fest á aftur og það er gert. Finnst yður nokkuð óeðlilegt við þetta? — Já það finnst mér. — Hvers vegna? — Vegna þess að flest aþótek eru lokuð á sunnudögum. — Þegar ég var í Texas, sagði Texasbúi, staddur á veitingastofu í Alaska, — þá var ég ósvikinn Texasmaður, og nú þegar ég er í Alaska, vil ég vera eins og inn- fæddur. Hvernigget ég orðiðþað? — Það er ósköþ auðvelt, sagði veitingaþjónninn rólega. — Þú verður að leysa af hendi þrjár þrautir. ífyrsta lagi: Þú verðurað drekka hálfan þott af óblönduðu viský. í öðru lagi: Þú verður að kyssa eskimóastelþu. Lþriðja lagi: Þú verður að skjóta ísbjörn. — Þetta er allt barnaleikur, sagði Texasbúinn, þantaði drykk- inn þegar í stað og renndi honum niður í einum teig. Síðan hljóþ hann út til þess að framkvæma hin tvö stóru afrekin. Eftir tvo klukkutímakom Texasbúinn slag- andi inn á ktiæþuna allur rifinn og tættur með glóðarauga á báð- um og hróþaði: — Hvarerhelv... eskimóastelþ- an, sem ég á að skjóta! ★ Þér verðið að hætta að drekka kaffi, sagði læknirinn. Eg drekk aldrei kaffi. Og hætta að réykja. Ég reyki aldrei. Og hætta að drekka vín. Ég bragða það aldrei. Læknirinn andvarþaði. Þá er ég hræddur um að ég geti ekkert hjálþað yður. ★ Olsen var ekið á sjúkrahúsið í slæmu ástandi. Hann var sþurð- ur venjulegra sþurninga, þ.á m. hvort hann væri giftur. — Já, svaraði Olsen, en það var nú bíll íþetta skiþti. ★ Maður korn til læknis til rann- sóknar. ,,Hvar funduð þér fyrst til verkjarins?“ sþurði læknirinn. ,,Ég held það hafi verið mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur. ★ Stundum er bezt að varðveita leyndarmál, með því að leyna því, að það sé leyndarmál. Læknirinn var að vikta frúna, og fylgdist með örinni á voginni. Hm, sagði hann að lokum. Frúin virðist vera 2 metrum of stutt. ★ / Afríkustyrjöldinni hét Mont- gomery einhverju sinni einum shilling fyrir hvern Ltala, sem her- menn hans tækju tilfanga. Skozk- ur hermaður sem heyrði tilkynn- inguna, labbaði sig þegar út úr herbúðunum. Hans var saknað í heila viku, en þá kom hann loks- ins og rak á undan sér 500 ítali! — Hér hef ég unnið mér inn laglegan skilding, sagði Skotinn við Montgomery. — Hvar í ósköþunum náðirðu þeim? sþurði hershöfðinginn. — Ég keyþti þá af Þjóðverjum fyrir tvö þence stykkið. ★ Maður nokkur hafði samið skáldsögu, sem hann gaf út sjálf- ur, en salan gekk stirt og hann sá fram á stórtaþ. Honum datt þá það snjallræði í hug, að setja eft- irfarandi auglýsingu í víðlesið blað: ,,Ungur, laglegur maður í góð- um efnum óskar eftir að kynnast stúlku, sem líkist aðalkvenþersón- unni ískáldsögunni: ,,Vegir ástar- innar“. Hjónaband kemur til greina. “ Fyrsta litgáfa bókarinnar seld- ist uþþ á einum degi. ★ — Hvað kostar það? sþurði Skoti, sem kom til að tilkynna fæðingu sonar. — Ekkert, sagði maðurinn, sem skráiði barnsfæðingar. — Þá verð ég víst að viður- kenna að ég eignaðist tvíbura.

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.