Velferð - 01.05.1989, Side 6
Jóhannes Proppé gjaldkeri L.H.S. og Rúrik Kristjánsson fomi. fjáröflunarnefndar L.H.S.
ingamiðstöð einn dag í viku, tvær
klukkustundir í senn, og mættu þar
alltaf sjálfboðaliðar úr samtökum
okkar. Þessu var haldið áfram í
rúmt ár eða fram í nóvemberlok
1984, er Landssamtökin fengu eig-
in skrifstofu í Hafnarhúsinu í
Reykjavík og færðu þangað upplýs-
ingastarfið. Þá var hægt að fara að
hyggja að frekari félagsstarfsemi.
Við erum enn til húsa í Hafnarhús-
inu og höfum opna skrifstofu dag-
lega kl. 13 til 17. Skrifstofustjóri er
Hallur Hermannsson.
Fyrstu tilraunir félagsins til fjár-
öflunar til kaupa á hjartasónartæki
til Landsspítalans voru samskot,
sem félagsmenn unnu að í sjálf-
boðavinnu og jafnframt var hafin
útgáfa minningarkorta. Þessi fjár-
söfnun hlaut góðar undirtektir og
minningarkortin eru nú seld á
tuttugu stöðum á landinu, en mest
af þeim er þó afgreitt um síma skrif-
stofunnar í Hafnarhúsinu.
Á árinu 1984 bárust félaginu
strax áheit og gjafir. Auk þessara
tekna voru svo árgjöld félags-
manna, kr. 300.00 á mann, en eru
nú kr. 500.00 árið 1989.
í júní-mánuði árið 1985 hóf
félagið merkjasölu undir slagorð-
inu: „Tökum á ... tækin vantar“.
Tilgangurinn var að safna fé til
tækjakaupa á fyrirhugaða hjarta-
skurðstofu á Landspítalanum. í
upphafi við stofnun L.H.S. 8. okt
1983, var það eitt af höfuðmark-
miðum samtakanna að vinna að því
af öllum kröftum, með umfjöllun í
fjölmiðlum, viðtölum við ráð-
herra, fjárveitinganefnd, áskorun-
um, fjáröflunum og alls kyns ráð-
um, að nýtt hjartaþræðingatæki
yrði keypt til landsins hið allra
fyrsta. Það var keypt og komið í
gagnið innan hálfs annars árs. Fjar-
lægur draumur en þó ákveðinn,
sem sérstaklega var tekið fram á
fyrsta fréttamannafundi samtak-
anna, að væri eitt af aðal markmið-
um þeirra, var að stuðla að því með
öllum ráðum að hjartaskurðlækn-
ingar yrðu fluttar heim á Land-
spítalann. Tæpum þrem árum síöar
eru fyrstu kransæðasjúklingarnir
skornir þar upp með prýðilegum
árangri. Óskir okkar og vonir hafa
því svo sannarlega ræst. Landssam-
tök hjartasjúklinga eiga sinn stóra
þátt í því að þetta er orðið að veru-
leika, enda telja forráðamenn Rík-
isspítalanna svo og læknar að nafn
samtaka okkar verði skráð meðal
þeirra helstu, sem þakka ber að
þessum dýrmæta árangri er náð.
Önnur merkjasala fór svo fram í
júní 1986 undir nýju slagorði: „Ert
þú hjarta-góður“. í þetta sinn var
söfnunarfénu varið til tækjakaupa
fyrir endurhæfingastöð hjarta-
sjúklinga að Reykjalundi. Báðar
þessar merkjasölur tókust mjög
vel.
Árin 1985, 1986, 1987 og 1988
var efnt til jólakortasölu á vegum
félagsins og gaf salan nokkrar tekj-
ur, einkum fyrir jólin 1987 og
1988. Það fé, sem safnaðist hjá
Landssamtökunum var fljótt að
hverfa á ný í tækja- og áhaldagjafir
til spítalanna, eins og sjá má á eftir-
farandi lista yfir þau tæki sem gefin
hafa verið.
ÁRIÐ 1984
Landspítalinn: Sónartæki (Ultra-
sound system for eardiac and ab-
dominal exam.) Segulbandstæki í
tengslum við Sónarinn 3 Holter-
tæki (greidd að hluta á árinu 1985).
Sónarinn hefur nú hlotiö nafnið
„Ómsjá", sbr. grein Snorra Páls
Snorrasonar próf. hér í blaðinu.