Velferð - 01.05.1989, Page 14
ENDURHÆFINGARSTÖÐIN ER
ORÐIN VERULEIKI
Það hefur komið í minn hlut sl. tvö
ár að flytja á fundum félagsins okk-
ar framhaldssöguna um undirbún-
ing endurhæfingarstöðvar fyrir
hjartasjúklinga.
Mér er því mikill léttir að geta nú
skýrt frá því, að þessi stofnun verð-
ur að veruleika 1. aprfl 1989- Þá
mun Endurhæfingastöð hjarta- og
lungnasjúklinga í Reykjavík taka til
starfa að Háaleitisbraut 11-13. Hún
byrjar að vísu í smáum stfl og leigu-
húsnæði — en mjór verður vænt-
anlega mikils vísir.
Mikið
undirbúningsstarf
Það er upphaf þessa máls, að stjórn
Landssamtaka hjartasjúklinga
ákvað fyrir tveimur árum að snúa
sér til nokkurra aðila um þá mála-
leitan, að undirbúa stofnun og
starfrækslu fullkominnar þjálfun-
ar- og heilsuræktarstöðvar, sem
einkum væri miðuð við þarfir
hjarta- og lungnasjúklinga.
Jákvæð svör bárust frá þeim sjö
samtökum og sjúkrastofnunum,
sem leitað var til, og allir tilnefndu
sína tvo fulltrúa í undirbúnings-
nefnd. Fulltrúar Landssamtaka
hjartasjúklinga í nefndinni voru
Haraldur Steinþórsson, sem var
formaður hennar og Ingólfur Vikt-
orsson.
Nefndin tók saman upplýsingar
um sjúklingafjölda, endurhæfinga-
Hluti fulltrúaráðsmanna á stofn-
fundi, talið frá vinstri: Steinn Jóns-
son, Davíð Gíslason, Kjartan
Guðnason, Sigurveig Halldórsdóttir,
Garðar P. Jónsson, Guðfinna
Björnsdóttir og Björn Magnússon,
lungnasérfrœðingur endurhœfingar-
stöðvarinnar.
aðstöðu, sem fyrir væri og mótaði
tillögur um meginþætti starfsem-
innar, þar sem bæði gæti verið um
að ræða endurhæfingu í beinu
framhaldi af sjúkradvöl og
almenna viðhaldsþjálfun og æf-
ingakerfi fyrir fyrrverandi sjúkl-
inga.
Áætlað var, að árlegur fjöldi
nýrra sjúklinga með hjarta- og æða-
sjúkdóma væri 400-500 manns, þar
af má reikna með að 200-250 fari í
þjálfun og endurhæfingu að
Reykjalundi og sjúkrahúsum . Ár-
leg fjölgun lungnasjúklinga var
áætluð allt að 100. — Útilokað er
að áætla fjölda þeirra, sem hefðu
hug á viðhaldsþjálfun, en skiln-
ingur á slíkri þörf fer sífellt vax-
andi.
Til þess að fullnægja þessari
brýnu þörf þyrfti sennilega að ráð-
ast í stofnkostnað vegna húsnæðis
og tækjakaupa, sem næmi að verð-
mæti í dag ca. 80-90 milljónum
króna. — Var rætt í undirbúnings-
nefndinni um möguleika á sam-
vinnu við aðra (m.a. opinbera að-
ila), en jafnframt að athuga um lík-
lega staði til að hefja starfrækslu
endurhæfingastöðvar til bráða-
birgða.
Eftir að heilbrigðisráðherra
hafði svarað því til, að ríkið vildi
ekki vera beinn aðili að slíku sam-
starfi og ekki virtist völ á öðrum til
samstarfs, þá ákváðu Landssamtök
hjartasjúklinga, Hjartavernd og
S.f.B.S. að stofna formlegan félags-
skap, sem gæti tekiö á sig fjárhags-
skuldbindingar, t.d. samið um leigu
á húsnæði, ráðið starfsfólk, keypt
nauðsynlegasta tækjakost og leitað
eftir styrktarframlagi á fjárlögum
svo og greiðsluþátttöku frá Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Stofnað
sameignarfélag
Undirbúningsnefnd sú, sem að
málinu hafði starfað, hélt síðasta
fund 6. október 1988 og þar undir-
rituöu fulltrúar stofnaðila skipu-
lagsskrá sjálfseignartofnunar fyrir
Endurhæfingarstöð hjarta- og
lungnasjúklinga í Reykjavík. — Var
hún síðan send dómsmálaráðu-
neytinu, sem staðfesti hana sam-
kvæmt skipun forseta íslands 28.
nóvember 1988. — Helstu ákvæðin
eru þessi.
Stofnendur eru Landssamtök
hjartasjúklinga, Hjartavernd og
Samband íslenskra berkla- og
brjóstholssjúklinga (S.Í.B.S.) —
Stofnfé hvers þeirra er 500 þús. kr.
og bera stofnendur engar aðrar
fjárhagslegar skuldbindingar
vegna sjálfseignarstofnunarinnar.
Markmið og hlutverk stofnunar-
innar er að veita hjarta- og lungna-
sjúklingum eftirfarandi þjónustu:
a) Endurhæfingu íbeinu framhaldi
af dvöl af sjúkrahúsi og/eða