Velferð - 01.05.1989, Side 15

Velferð - 01.05.1989, Side 15
Eftir Harald Steinþórsson formann Endurhcefingastöðvar hjarta- og lungna- sjúklinga í Reykjavík. Vinnuheimilinu að Reykjalundi skv. tilvísun lækna. b) Almenna framhaldsendurhæf- ingu, þar sem fyrrverandi sjúkl- ingum gefst kostur á viðhalds- þjálfun skv. æfingakerfum í samræmi við getu þeirra. c) Ráðgjafar- og upplýsingaþjón- usta um hjarta- og lungnasjúk- dóma, svo og lifnaðarhætti, mataræði, réttindi sjúklinga o.fl. Tekjustofnar eru þóknun fyrir þjónustu frá einstaklingum og op- inberum aðilum, gjafir og styrktar- fé frá stofnendum og önnur fram- lög, sem veitt er viðtöku eða aflað. Fulltrúaráð skipa 17 menn til- nefndir af stofnaðilum og stjórnum Landspítala, Borgarspítala, Landa- kots og Reykjalundar. Það skal hafa eftirlit með því, að framkvæmda- stjórn stofnunarinnar starfi að lög- um og í samræmi við skipulags- skrána. Framkvæmdastjórn er kosin af fulltrúaráðinu til þriggja ára, en hún stjórnar stofnuninni, ræður starfsfólk, sér um fjármál og reikn- ingshald og annast framkvæmdir. Á stofnfundi fulltrúaráðsins 12. desember 1988 var Stefán Júlíus- son, rithöfundur kosinn formaður þess, Davíð Gíslason, læknir var kosinn varaformaður og Guð- mundur K. Steinbach, verkfræð- ingur ritari. Hafist handa með stofnunina Þá kaus fulltrúaráð framkvæmda- stjóra, sem ætlað er að starfa fram að aðalfundi, sem verði í maí n.k. Formaður var kosinn Haraldur Steinþórsson, skrifstofumaður, gjaldkeri er Karl Friðrik Kristjáns- son, verslunarstjóri og ritari Björn Magnússon, læknir. — Meðstjórn- endur eru Kristín Fenger, yfir- sjúkraþjálfari, Magnús Karl Péturs- son, læknir og Valgerður Gunnars- dóttir, yfirsjúkraþjálfari. Framkvæmdastjórnin setti sér það markmið að reyna að hefja starfsemi eigi síðar en 1. apríl til að vera búin að fá nokkra reynslu af starfinu fyrir sumarleyfishlé, sem tekið yrði í júlí og ágústmánuði. Var ákveðið að hefjast handa í smáum stfl, þannig að endurhæf- ingastöðin væri aðeins starfandi um 15 klukkustundir á viku, og ekki væri ráðist í stórfelldan stofn- kostnað eða byggingaframkvæmd- ir. Leigusamningur hefur því verið gerður við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um afnot frá 1. aprfl af húsnæði þess að Háaleitisbraut 11- 13 frá kl. 17-20 alla virka daga. Er þar um að ræða æfingasal ásamt búningsklefum, tækjageymslu, anddyri og móttöku svo og afnot af lækningastofum og tækjum. Yfirlæknir hefur verið ráðinn Magnús B. Einarsson, endurhæf- ingalæknir á Reykjalundi. Auk hans munu væntanlega þrír hjarta- og lungnasérfræðingar starfa við end- urhæfingastöðina. Soffía Steinunn Sigurðardóttir hefur verið ráðin yfirsjúkraþjálfari og með henni munu starfa þrír sjúkraþjálfarar. Til viðbótar við tækjakost þann, sem fyrir er á Háaleitisbrautinni hafa verið keypt fullkomnustu tæki til starfrækslu endurhæfingastöðv- arinnar að upphæð um 5 milljónir króna. Hafa Landssamtök hjarta- sjúklinga gefið til tækjakaupanna 2 milljónir króna og lánað auk þess 1 milljón króna. Guðmundur Bjarnason heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra hefur með bréfi dagsettu 27. febrú- ar sl. að fengnum meðmælum land- læknis og héraðslæknisins í Reykja- vík veitt frá 1. mars 1989 starfsleyfi og heimild til reksturs endurhæf- ingastöðvarinnar skv. lögum nr. 59/1983. í bréfi ráðuneytisins segir: „Gert er ráð fyrir að endurhæfingastöðin veiti hjarta- og lungnasjúklingum þríþætta þjónustu: Endurhæfingu í framhaldi af dvöl á sjúkrastofnun. Aðstöðu til viðhaldsþjálfunar. Ráðgjöf, upplýsingar og fræðslu.“ Starfsemin hefst 1. apríl 1989 Áformað er að hefja starfrækslu endurhæfingastöðvarinnar 1. aprfl n.k. og verði starfið fyrst um sinn þríþætt. 1) Viöhaldsþjálfnn fyrrverandi sjúklinga. Þetta er ætlað þeim, sem eru að fullu útskrifaðir af sjúkrahúsi, svo og þeim, sem lokið hafa endurhæf-

x

Velferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.