Velferð - 01.05.1989, Síða 16
Frá stofnfundi fulltrúaráðsins 12.
des. 1988. Talið frá vinstri: Ingólfur
Viktorsson, Guðmutidur Steinbach,
Kalla Malmquist, Gissur Gottskálks-
son, Karl Friðrik Kristjánsson, Val-
gerður Gunnarsdóttir og Magnús B.
Einarsson, yfirlœknir endurhœf-
ingarstöðvarinnar. Á minni mynd-
inni er Stefán Júlíusson, formaður
fulltrúaráðsins.
ingu samkvæmt læknistilvísun, en
telja sig þurfa stuðning og eftirlit
og hafa því áhuga á að þjálfa í hóp.
— Þátttakendur greiða fyrir við-
haldsþjálfunina á sama hátt og um
heilsurækt væri að ræða.
Þettaerhópþjálfun(ca. 20íhóp),
með fullkomnum tækjakosti og
öryggisútbúnaði og undir stöðugu
eftirliti sjúkraþjálfara og læknis.
Þjálfunin hefst með áreynsluprófi
til að meta ástand og reikna út þjálf-
unarálag. Auk þess verður veitt ráð-
gjöf og upplýsingar og áformaðir
eru sameiginlegir fræðslufundir
a.m.k. hálfsmánaðarlega fyrir hóp-
ana.
Byrjað verður með 4 hópa og
seld mánaðarkort, sem kosta 4500
krónur. — Hver hópur þjálfar
klukkustund í senn þrisvar í viku
(þar af einu sinni utanhúss).
Þátttakendur geta valið sér hóp á
þeim tímum, sem henta þeim best.
Tímataflan verður fyrst um sinn
þessi.
HópurA: Mánudag kl. 18-19, mið-
vikudag kl. 18-19 og
föstudag kl. 18-19.
Hópur B: Mánudag kl. 19-20,
þriðjudag kl. 18-19 og
fimmtudag kl. 18-19.
HópurC: Mánudag kl. 19-20, mið-
vikudag kl. 19-20 og
föstudag kl. 19-20.
HópurD: Mánudag kl. 18-19, mið-
vikudag kl. 19-20 og
föstudag kl. 19-20.
Auk þess verða sameiginlegir
upplýsinga- og fræðslufundir fyrir
alla hópana að kvöldlagi eins og
fyrr segir.
Pantanir verða teknar milli kl. 13
- 16 virka daga í móttökunni hjá
Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
að Háaleitisbraut 11 - 13. Síminn
þar er 84999-
2) Endurhœfing hjartasjúklinga
Þetta er ætlað þeim, sem hafa
verið heima eftir sjúkrahúslegu
(t.d. 6 vikur) en þurfa að mati
hjartasérfræðinga á göngudeildar-
þjónustu að halda. Þjálfunarstig
þetta gæti einnig hentað þeim, sem
eftir útskrift á Landspítala eða
Borgarspítala hafa verið um skeið á
endurhæfingadeildum þar.
Þessi endurhæfing gæti komið í
staðinn fyrir 4-5 vikna dvöl á
Reykjalundi. Miðað væri þá við ca.
10 vikna þjálfunartímabil. Þrisvar í
viku væri sérstök meðferð undir
umsjá læknis og sjúkraþjálfara með
fullkomnustu hjálpartækjum og
auk þess reglubundin læknisskoð-
un og álagsprófun svo og fræðslu-
starfsemi og persónubundin þjálf-
unarfyrirmæli.
Þessi starfsemi verður væntan-
lega greidd af Tryggingastofnun
ríkisins, og er það mál nú á við-
ræðustigi. — Áformað er að taka
einn slíkan hóp í upphafi eftir til-
vísun lækna.
3) Endurhœfing lungnasjúklinga
Um hana gildir að mestu hið
sama og lið 2 hér að framan, en ætl-
unin er að hefja starfsemi t.d.
tveggja hópa, sem væru í meðferð
lungnalæknis og sjúkraþjálfara
tvisvar í viku auk útivistar og per-
sónubundinnar þjálfunar.
Með kveðju
H. Benediktsson hf.
Suðurlandsbraut 4 — Sími 38300
Gevalia
það er kaffið
Rydens-kaffi — Sími 43200