Velferð - 01.05.1989, Page 18
Snorri Páll Snorrason er
prófessor í lœknisfrœði við
Háskóla íslands og starfar
jafnframt sem hjarta-
sérfrœðingur á Landspítala
íslands.
§
Snorri Páll Snorrason.
með hönnun hjarta-lungna vélar-
innar, sem gerði kleift að taka hjart-
að úr sambandi um stundarsakir,
meðan skurðaðgerðir voru fram-
kvæmdar. Reyndist það tæknileg
forsenda fyrir kransæðaaðgerðum
þeim sem nú hafa rutt sér svo mjög
til rúms og marka tímamót í sögu
hjartaskurðlækninga.
Á þessu árabili, allt frá 1960, og
til þessa dags hafa jafnframt átt sér
stað framfarir í greiningu og með-
ferð á háum blóðþrýstingi, hjarta-
kveisu, bráðri kransæðastíflu,
hjartsláttartruflunum, hjartabilun,
offitu í blóði, svo að nokkuö sé
nefnt. Þessar framfarir má þakka
tilkomu nýrrar rannsóknartækni
og nýrra lyfja.
Sem dæmi má nefna að vissar
hjartsláttartruflanir voru banvænar
fyrir tilkomu hjartagangráða, en nú
lifa menn góðu lífi með hjálp slíkra
tækja. Hjartaraflosttæki hafa bjarg-
að óteljandi mannslífum á sl. 30 ár-
um. Sérstakar hjartagæsludeildir á
sjúkrahúsum komu til sögunnar
upp úr 1960, aðal tilgangur þeirra
var að greina lífshættulegar hjart-
sláttartruflanir og ráða bót á þeim í
tæka tíð.
Árangur af öllu þessu hefur ekki
látið á sér standa. Sem dæmi má
nefna að á árum fyrr var dánartíðni
af völdum bráðrar kransæðastíflu
víða um 36% en nú 10-15%, og
eygja menn nú möguleika á að
lækka hana enn til muna.
Framþróun í læknisfræði heldur
áfram, um það bera vitni nýjustu
rannsóknartækin, svo sem tölvu-
sneiðmyndatæki, segulsneið-
myndatæki og ómsjá (hljóðbylgju-
tæki). Með þessum nýja tækja-
kosti hafa átt sér stað stórkostlegar
framfarir við greiningu á margvís-
legum sjúkdómum, jafnframt hafa
ýmsar eldri rannsóknaraðferðir
gengið sér til húðar.
Sá böggull fylgir þó skammrifi að
hin nýju tæki sum hver kosta him-
inháar upphæðir. Það reynist því
erfitt fyrir fámenna þjóð, eins og
okkur íslendinga, að kljúfa þann
kostnað sem nútímalæknisfræði
hefur í för með sér. Oft á tíðum hafa
því íslenskir læknar orðið að búa
við úfullkominn tækjakost og þar
af leiðandi ófullnægjandi lækn-
ingaaðstöðu. Af þessum sökum
hefur stundum orðið að vísa sjúkl-
ingum á stofnanir erlendis til rann-
sókna.
Það er því ánægjulegt að á und-
anförnum árum hafa félagssamtök
og einstaklingar í vaxandi mæli
hlaupið undir bagga með ríflegum
fjárframlögum til kaupa á rann-
sóknar- og lækningatækjum fyrir
sjúkrahús og aðrar heilbrigðis-
stofnanir. Hjartadeild Landspítal-
ans hefur í ríkum mæli notið góðs
af og er nú all vel búin tækjakosti.
Má það einkum þakka rausnarlegu
framlagi Landssamtaka hjartasjúkl-
inga, sem hefur gert hjartadeild-
inni kleift að endurnýja og bæta
gjörgæslubúnað sinn. Um er að
ræða tölvustýrðan hjartarafsjár-
búnað sem tengja má við 8 sjúkl-
inga samtímis og fylgjast þannig
með og skrá starfsemi hjartans.
Auk þessa gáfu Landssamtökin til
hjartarannsóknarstofu ómsjá af
nýjustu gerð til hjartarannsókna,
gersemi mikla. Með þessu sann-
kölluðu töfratæki rná meðal annars
skyggnast inn í hólf hjartans, mæla
vídd þeirra og fylgjast með sam-
drætti hjartavöðva, horfa beinlínis
á lokur hjartans að störfum, fylgj-
ast með blóðstreymi gegnum
hjartahólfin út í stóru slagæðar lík-
amans, svo að nokkuð sé nefnt.
Þannig hafa Landssamtökin allt
frá árinu 1984 fært Landspítalanum
hverja stórgjöfina af annarri til efl-
ingar rannsóknarstarfsemi og
læknisaðgerða í þágu hjartasjúkl-
inga. Og enn er ekki að sjá neinn
bilbug á þessum ágætu félagssam-
tökum.
Starfsfólk sjúkrahúsanna og ann-
arra heilbrigðisstofnana stendur í
mikilli þakkarskuld við þau fjöl-
mörgu félagssamtök og einstakl-
inga sem með framlögum sínum
vinna að efldri og bættri þjónustu í
þágu sjúklinganna.
S.P.S.
Hjartaómritari gefin af L.H.S.