Velferð - 01.05.2018, Blaðsíða 3
Frá ritstjóra
Hjartadeild Landspítalans
Þegar Landssamtök hjartasjúklinga, sem nú heita Hjarta-
heill, voru stofnuð fyrir hálfum íjórða áratug var hjarta-
deild Landspítalans til staðar. Hún bjó að velmenntuðum
læknum en var afar illa búin tækjum. Allar stærri skurð-
aðgerðir voru gerðar erlendis, mest í Bretlandi en einnig í
Bandaríkjunum.
í upphafi varð það markmið Hjartaheilla að safna fé til
tækjakaupa og búnaðar til þess að fá hjartaskurðaðgerð-
irnar hingað heim, sem gerðist svo á næstu árum, þó sú
braut væri nokkuð þyrnum stráð. Þetta hefur allar götur
síðan verið á verkefnaskrá Hjartaheilla og hjartadeildin
hefur þróast í það að standast allan samanburð hvert sem
litið er. Enn er þó skortur á fjármagni til tækjakaupa og
endurnýjunar og hefur verið lengst af.
Nýlega kom út veglegt rit, Ársskýrsla Hjartadeildar
Landspítalans, sú fyrsta sem gefin hefur verið út. Þar er
að finna mikinn fróðleik um starfsemina og það umfangs-
mikla starf sem þar er unnið. Davíð O. Arnar yfirlæknir
og Bylgja Kærnested yfirhjúkrunarfræðingur ritstýra
ársskýrslunni. í skýrslunni segir m.a.: „Fé til tækjakaupa
er afar naumt skammtað á Landspítala en við höfum nýtt
okkur gjafafé til hins ítrasta til að uppfæra og endurnýja
mikilvæg tæki." Auðvitað ættu fjárveitingar alltaf að
uppfylla viðhalds- og endurnýjunarþörf svo ekki þurfi að
treysta á utanaðkomandi gjafafé. í Landspítalafréttum hér
í blaðinu er farið yfir nokkra þætti í starfi deildarinnar
og svo er þar samantekt um tölfræðina sem gefur ágæta
mynd af umfangi starfseminnar. Það eru ekki allir sem
gera sér grein fyrir hve margir koma að því að annast þá
sem þurfa að leita til hjartadeildarinnar.
Það hefur alltaf verið gott samstarf milli Velferðar,
þessa málgagns Hjartaheilla, og hjartadeildarinnar. Sér-
fræðingar þar hafa verið afar greiðviknir að skrifa í blaðið
og gefa lesendum þess hlutdeild í því sem þeir eru að gera
hverju sinni og segja frá nýjungum á sviði hjartalækninga.
Sá sem þetta skrifar vissi ekki betur en hann væri að
skrifa sitt síðasta Velferðarblað með hausteintakinu og
kvaddi því kurteislega. Atvikin höguðu því hins vegar
þannig að þetta breyttist skyndilega og nú hefur samist
svo að ég sjái um þetta blað og tvö í viðbót. Þar sem afar
skammur tími gafst fyrir þetta blað þurfti ég á aðstoð
margra að halda. Þar brást starfsfólk hjartadeildarinnar
vel við og aðstoðaði á allan hátt, ásamt reyndar mörgum
öðrum. Fyrir það er ég sérstaklega þakklátur
Pétur Bjarnason.
Efni blaðsins
3 Frá ritstjóra
4 Hamingja
5 Hjartaheill og fræðslumyndir
6 Skyndidauði hjá ungu fólki
8 Formannafundur Hjartaheilla 2017
13 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
14 f Skálanesi 1981
16 Litlar ákvarðanir- mikill ávinningur
19 Endu rnýjað samstarf við Artasan ehf
22 Forvarnaverkefni Hjartaheilla og SÍBS
25 Af vettvangi Landspítalans
26 Af vettvangi Öryrkjabandalags íslands - ÖBÍ
------------------------A'Vn
Velferð V
málgagn og fréttabréf Hjartaheilla.
Útgefandi: Hjartaheill, Síöumúla 6,
108 Reykjavík, sími: 552 5744.
Heimasíða Hjartaheilla: hjartaheill.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Pétur Bjarnason.
Ritnefnd: Ásgeir Þór Árnason,
Sveinn Guðmundsson
Prentun og umbrot: GuðjónÓ
Forsíðumynd: Hvað er í hjallinum?
Ljósmynd: Pétur Bjarnason
Upplag: 7.100
Aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda.
Velferð 3