Velferð - 01.05.2018, Qupperneq 9

Velferð - 01.05.2018, Qupperneq 9
GoRed Febrúarmánuðurinn var tileinkaður GoRed átakinu á ýmsan máta. Árið 2009 fór ísland í samstarf með Alþjóðlegu hjartasamtökun- um og GoRed sem leggur megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hef- ur síðan þróast hjá okkur í gegnum árin. Að þessu sinni var allur febrúar mánuður- inn undir, efni fræðslunnar óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla. Rauði dagurinn var að þessu sinni föstudagurinn 3. febrú- ar með áherslu á að sem flestir sýndu lit og mættu í rauðu. Einnig voru nokkrar byggingar lýstar rauðar í tilefni af hjarta- mánuðinum. Hjartaheill hefur tekið virkan þátt í kynningar- starfi GoRed samtakanna ásamt Neistanum, Hjartavernd, Heilaheill og fleirum. Verslun SÍBS Verslun SÍBS er rekin án hagnaðarsjónarmiða, og allur arður af rekstrinum fer í að bæta þjónustu, auka vöruúrval og lækka vöruverð. Félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS, öryrkjar og elli- lífeyrisþegar fá 10% afslátt af öllum vörum í versluninni. Þrekhjól og styrkir 15. febrúar 2017 fór fram formleg afhending á tveimur þrek- hjólum til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík sem munu verða notuð af skjólstæðingum stofnunarinnar. Gef- endur voru Styrktarsjóður hjartasjúklinga og Hjartaheill Þingeyjarsýslum. Þá styrkti Hjartaheill íjóra hjúkrunarfræðinga af Reykjalundi til námsferðar í mars 2017 en þær skoðuðu m.a. endurhæf- ingarstöðvar í nágrenni Kölnar í Þýskalandi. Merkjasala Hjartaheilla Efnt var til merkjasölu dagana 7. til 21. apríl. Guðrún Berg- mann Franzdóttir annaðist að mestu merkjasöluna fyrir Hjartaheill. Notast var við tímalausa auglýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Hjartaheilla, s.s. Facebook, Instagram og fl. Söfnunin gekk mjög vel - hagnaður var fjórar milljónir og sex hundruð þúsund. Þeir peningar, sem og gott umtal sem Hjartaheill fékk á meðan salan átti sér stað, komu sér vel. Mælingar Hjartaheilla og SÍBS Eitt allra viðamesta og tímafrekasta verkefni ársins eins og oft áður voru mælingar þær sem Hjartaheill og SÍBS hafa staðið fyrir á undanförnum árum. Mældur hefur verið blóð- þrýstingur, blóðfita, blóðsykur, púls, súrefnismettun í blóði, gerð öndunarpróf, mittismál mælt og gripstyrkur mældur. Mælingar þessar hafa jafnan verið gerðar í nánu samstarfi við heilbrigðisstofnanir, framkvæmdar af heilbrigðisstarfsfólki og starfsmönnum Hjartaheilla og SÍBS, sem tileinkað hafa sér þekkingu og kunnáttu á þessu sviði undir handleiðslu fag- fólks. Mælingaverkefnið er óumdeilanlega hryggjarstykkið í fræðslu- og forvarnastarfi Hjartaheilla - þjóðinni sjálfri til heilla. Heilbrigðiskerfinu ætti að vera mikill fengur í slíkum microlirc Blóðþrýstingsmælar Microlife BP A2 - Vnr: 100099 • Sjálfvirkur mælir • Auðveldur í notkun • Minni fyrir 30 mælingar • Nemur hjartsláttaróreglu (PAD) • íslenskar leiðbeiningar Microlife BP A6 - Vnr: 100101 • Sjálfvirkur mælir • Stilling fyrir tvo notendur • Nemur gáttatif (AFIB) • Val um eina mælingu eða þrjár mælingar í röð (MAM) • íslenskar leiðbeiningar 500 kr. af hverjum mæli rennur til styrktar Hjartaheilla HjartaHeill Velferð 9

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.