Velferð - 01.05.2018, Page 12

Velferð - 01.05.2018, Page 12
Formannafundur SÍBS Formannafundur SlBS var haldinn að Reykjalundi föstu- daginn 27. október 2017. Auk formanna aðildarfélaga SÍBS, stjórnar, varamanna og félagsráðs, voru boðaðir á fundinn framkvæmdastjórar aðildarfélaga og rekstrareininga. Heiðursmerki SÍBS hlutu Sigurður Rúnar Sigurjónsson, Pétur Bjarnason, Frímann Sigurnýasson, Dagný Erla Lárusdóttir, Björn Ólafur Hallgrímsson og Auður Ólafsdóttir fyrir vel unnin störf í þágu SÍBS. Jólakortasala Jólakortasalan fór fram í nóvember og desember. Hringt var í alla félagsmenn Hjartaheilla - þeim boðin jólakort til kaups eða hvort viðkomandi vildi styrkja samtökin með frjálsum framlögum. Seld voru jólakort síðustu tveggja ára. Skoða þarf jólakortasölu samtakanna gaumgæfilega í ljósi þess að færri og færri eru að senda jólakort og trúlega er þetta síðasta árið sem við seljum jólakort. Jólabingó Mánudagskvöldið 7. desember 2017 hélt Hjartaheill í sam- starfi við Samtök lungnasjúklinga jólabingó í félagsaðstöðu sinni á 2. hæð í Síðumúla 6. Um 60 félagsmenn og velunnarar mættu og skemmtu sér vel. Spilaðar voru 21 umferðir og voru veglegir vinningar í boði. Reikningar og umræður Að lokinni skýrslu formanns, sem gerður var að góður róm- ur, skýrði Guðmundur R. Óskarsson reikning Hjartaheilla og Styrktarsjóðs hjartasjúklinga, sem voru síðan samþykktir. Að þessu loknu fóru fram umræður þar sem fundarmenn ræddu um starf Hjartaheilla, hlutverk þess í samfélaginu og nauðsyn slíkra félagasamtaka. Áhyggjur komu fram nú, eins og oft áður, af minnkandi þátttöku félagsmanna í starfinu og breyttri þjóðfélagsmynd. Hjartaheill verður að aðlagast þessu með breyttum starfsháttum. Megináherslur í starfinu nú er fræðsla og forvarnarstarf og hefur samstarf Hjartaheilla og SÍBS ásamt öðrum aðildarfélögum þess skilað mjög góðum árangri. í yfirferð um starf deilda kom fram að virkni er þar lítil og sífellt fleiri telja rétt að Hjartaheill yfirtaki starfsemina líkt og hófst með lagabreytingum árið 2010. Hjá nokkrum deildum er aðalstarfið umsjón með söfnunar- baukum en að öðru leyti sé þar lítið að gerast og sums staðar ekki neitt. Sigurður Aðalgeirsson Hjartaheill Þingeyjarsýslum sagði deildina starfa á hefðbundinn hátt eins og verið hefur, þar sé starfandi stjórn og aðal verkefni hennar sé að halda úti HL - stöðinni á Húsavík, en þar starfa tveir sjúkraþjálfarar. Fríða B. Arnardóttir hjá Neistanum sagði frá því að gott starf sé ávallt í gangi hjá félaginu ásamt því að Neistinn tekur virkan þátt í starfi GoRed og Alþjóðlega hjartadagsins. Þá fá öll börn sem fæðast með hjartagalla poka frá deildinni með ýmsum upplýsingum og bangsa með ör í hjarta. Fríða sagði dagatöl Neistans seljast vel - þar eru myndir af hjartveikum börnum og það er góð fjáröflun. Kjartan Birgisson sagði frá ferð sinni til Malaga á Spáni í sum- ar. Þar hafi hann tekið þátt í þriðju heimsleikum líffæraþega. Hann sagði Annað líf ennþá vera að berjast fyrir því að fá lögunum um líffæragjafir breytt í ætlað samþykki. Nú sé í gangi alheimsverkefni sem nefnist 1000 mílna ganga en fjórir íslenskir líffæraþegar taka þátt í þeirri keppni. Fundarslit Formaður Hjartaheilla, Sveinn Guðmundsson, þakkaði góð- an fund og sagði að rætt hafi verið í stjórn landssamtakanna hvernig við gætum eflt samtökin okkar og gert þeim hærra undir höfði þar sem hjartasjúkdómurinn slái fólk á öllum aldri. Fjölgun félagsmanna hafi gengið vel í svokölluðu „Hjartavina- verkefni". Frá upphafi samtakanna hafi verið mikið lagt mikið upp úr fræðslu- og forvarnarmálum og í því samhengi má segja að ein króna áttfaldi sig í höndum félagasamtaka eins og Hjartaheilla. Hann sagði einnig frá því að Hjartaheill og Neistinn hafi stað- ið vel við bakið á Hjartavernd í landssöfnun þeirra í nóvem- ber og mannað t.d. símaverið í sjónvarpsútsendingunni. í lokin sagði formaðurinn „Betra er heilt en vel gróið" og óskaði fundarmönnum gleðilegra jóla og farsældar á kom- andi ári. Að loknum fundi snæddu fundarmenn kvöldverð hjá Ham- borgarasmiðjunni í boði Hjartaheilla. echo HEILDVERSLUN VÍSIR /fl G/L-€E/nUR jonGGon HSN Heilbrigðisstofnun Norðurlands 12 Málgagn Hjartaheilla

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.