Velferð - 01.05.2018, Síða 16
Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SIBS
Litlar ákvarðanir - mikill ávinningur
Það getur virst yfirþyrmandi verkefni
að takast á við lífsstílinn. Það hljómar
stundum eins og allir eigi að fara út að
hlaupa eða í ræktina og á okkur dynja
misvísandi skilaboð um hvað sé hollt og
hvað óhollt.
láta ofan í okkur. Það er mikill munur
á jarðarberjajógúrt með múslí þar sem
viðbættur sykur er í öllu, eða hreinni
AB-mjólk með haframjöli, hnetum og
rúsínum þar sem við sjáum hvaðan
sæta bragðið kemur.
Auk unninna matvara mega óunnar
vörur svo sem kjöt, fiskur, ávextir og
grænmeti langflestar bera skráargatíð
þótt í mörgum verslunum vanti upp á í
slíkum merkingum. Sjá meira um skrá-
argatið á skraargat.is.
Þegar betur er að gáð eru engar töfra-
lausnir til varðandi lífsstíl og áhrif hans
á langvinna sjúkdóma svo sem hjarta-
og æðasjúkdóma, sykursýki, sum
krabbamein og fleiri sjúkdóma. Þetta
felst allt í smáatriðunum.
Lífsstíll er ekkert annað en samsafn
lítilla ákvarðana sem við tökum á hverj-
um degi, og með því að bæta þessar
ákvarðanir mun mikið ávinnast hvað
varðar heilsu og líðan. Hér á eftir eru
sett fram þrjú atriði um þrjá grunnþætti
heilbrigðs lífsstíls til að hjálpa þeim af
stað, sem vilja bæta lífsstílinn.
Þrjú lítil atriði um mataræði
1. Matur án innihaldslýsinga
Reynum að kaupa mat sem er nálægt
upprunanum og sem minnst unninn.
Vörur án innihaldslýsinga ætti að taka
fram fyrir annað ef hægt er, eins og til
dæmis fisk og kjöt, hreinar mjólkurvör-
ur, hnetur, fræ, rúsínur, korn, ávexti og
grænmeti. Þetta er einföld regla sem
tryggir að við vitum hvað við erum að
Þegar við kaupum unna matvöru eins
og til dæmis brauð eða morgunkorn
þarf að skoða innihaldið og velja vörur
með sem minnstum viðbættum sykri
og sem mestu af trefjum. Þetta er strax
farið að verða svolítið snúið, en hér
getur skrárgatsmerkið komið okkur til
bjargar - meira um það hér á eftir.
Sú litla ákvörðun að taka ávallt mat í
upprunalegu formi fram yfir unna mat-
vöru tryggir að við séum ávallt að velja
betri kostinn.
2. Skráargatsmerktar vörur
Skráargatið er samnorrænt opinbert
hollustumerki sem hollustuvörurnar í
hverjum flokki mega bera. Skráargats-
merktar vörur innihalda minni sykur og
minna salt, meiri trefjar og heilkorn og
minna af óhollum fitum en aðrar vörur
í sama flokki. Skráargatið er fljótleg leið
til að finna hollari mjólkurvörur, hollara
morgunkorn, brauð, álegg og jafnvel til-
búna rétti.
Sú litla ákvörðun að taka ávallt skrá-
argatsmerkta vöru fram yfir aðra vöru í
sama flokki tryggir að við séum ávallt að
velja betri kostinn.
3. Sykraðir gosdrykkir
Fyrir utan tóbaksreykingar eru sykrað-
ir gosdrykkir um það bil það eina sem
allur almenningur ætti alfarið að taka
út úr neyslunni. Sykur í gosdrykkjum
er það sem kallast tómar hitaeiningar,
engum til gagns og öllum til ama, setj-
ur orkubrennsluna úr jafnvægi og er
stærsti einstaki áhættuþáttur slæms
mataræðis íslendinga. Mikilvægt er að
hafa í huga að ávaxtasafar innihalda
jafn mikinn sykur og gosdrykkir og því
verður að stilla neyslu þeirra mjög í hóf.
Einnig er ástæða til að minnast á að
gervisæta liggur undir vaxandi grun
um að brengla seddustjórnun og boð-
efnakerfi líkamans og stuðla þannig að
fitusöfnun. Því gæti verið ráð að forðast
einnig sykurlausa gosdrykki með gervi-
sætu og taka kolsýrt vatn fram yfir, eða
bara drekka kranavatnið!
16 Málgagn Hjartaheilla