Velferð - 01.05.2018, Page 17
Sú litla ákvörðun að drekka aldrei sykur
er einfaldasta og öflugasta skrefið sem
hægt er að taka í átt að bættu mataræði.
Þrjú aukastig fyrir mataræði
Aukastig fást fyrir að vanda sig við
skammtastærðir, borða hægar og jafn-
vel nota minni matardiska, og passa
að snarl og sætmeti sé ekki í augsýn á
borðum heldur lokað inni í skáp.
Aukastig fást fyrir að sniðganga sykur
og sætmeti og líta ekki á slíkt sem hluta
af fæðunni heldur meira eins og kon-
íaksglas - sem best er neytt í miklu hófi
og á eftir alvöru mat.
Aukastig fást fyrir að gefa líkamanum
matarhlé í 12-16 klukkustundir á sól-
arhring frá því síðasti bitinn fer upp í
mann á kvöldin þar til sá fyrsti fer upp
í mann næsta dag. Þetta gefur líkaman-
um færi á að skipta yfir í fitubrennslu
eins og hann er skapaður fyrir (fólk með
efnaskiptavanda fylgi hér leiðbeining-
um læknis).
Þrjú Iftil atriði um hreyfingu
1. Byrja til þess að byrja
Öflugasta hvatningin til að byrja að
hreyfa sig er að byrja að hreyfa sig. Að
fara í raun og veru út og ganga götuna
á enda og aftur til baka er sjálfshvatning
sem í senn veldur sterkri ánægjutilfinn-
ingu með að hafa sigrast á verkefninu
og brýnir til dáða að halda áfram. Hér
dugir ekkert bara að hugsa, heldur gera!
Það er alveg sama hvar við erum á vegi
stödd í hreyfingu: Eitthvað er betra en
ekkert. Jafnvel þeir sem lítið geta hreyft
sig geta aukið getuna með viðeigandi
þjálfun, því með þjálfunninni lærir lík-
aminn að nýta betur þá orku sem er
fyrir hendi.
Sú litla ákvörðun að fara og gera eitt-
hvað er sterkasta hvatningin til að halda
áfram.
2. Nota tækifærin fyrir
aukahreyfingu
Hugsum um öll litlu tækifærin til að
vera á hreyfingu í stað þess að sitja eða
liggja. Við brennum 50% meiri orku
standandi heldur en sitjandi, og tvöfalt
meiri orku gangandi heldur en stand-
Skráargatið er opinbert hollustumerki.
Með því að taka ávallt skráargats-
merkta vörufram yfir aðra vöru í
sama flokki er tryggt að við séum
ávallt að velja betri kostinn
andi. Leggjum bílnum lengra í burtu.
Göngum um meðan við tölum í síma.
Breytum sjónvarpsstund í kvöldgöngu.
Uppsöfnuð hreyfing telur yfir daginn.
Sú litla ákvörðun að standa frekar en
sitja, og að ganga meira, þýðir að við
söfnum upp jákvæðum áhrifum.
3. Fara út fyrir þægindarammann
Ef það er óhætt vegna heilsunnar, þá
gefur álag út fyrir þægindarammann
mun hraðari bætingu á úthaldi og
styrk heldur en einungis róleg hreyfing.
Dæmi um þetta gæti verið að ganga
hratt upp brekku eða upp nokkrar hæð-
ir í húsi og ná hjartslættinum vel upp.
Hreyfingu á háu álagi þarf að stilla í hóf
og ná góðri endurheimt á milli með ró-
legri hreyfingu. Ein til þrjár háálagsæf-
ingar í viku gefa miklar framfarir.
Sú litla ákvörðun að fara stundum út
fyrir þægindarammann þýðir hraðari
framfarir og hægari afturför með aldr-
inum.
Þrjú aukastig fyrir hreyfingu
Aukastig fást með að gera hreyfinguna
reglulega. Ef það eru t.d. kvöldgöngur
eða annar æfingatími á föstum tíma
ákveðna daga og annað er skipulagt
kringum þetta, þá fækkar afsökunun-
um.
Aukastig fást með að gera hreyfinguna
félagslega. Það er hvetjandi og gefandi
að æfa í hópi og það hefur enn jákvæðari
áhrif á andlega líðan en hreyfingin
Ég lifði af
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoö
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
HeartSine
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Donna
Sími 555 3100 www.donna.
Velferð 17