Velferð - 01.05.2018, Page 18

Velferð - 01.05.2018, Page 18
c ein. Skipulögð hreyfiúrræði má meðal annars finna á netinu á hreyfitorg.is. Aukastig fást fyrir að setja sér markmið. Hvort sem markmiðið er að komast á Esjuna næsta sumar eða að ganga 5000 skref á dag er hollt að setja sér raunhæf markmið og mæla árangurinn, t.d. með skrefamæli eða snjallúri, eða einfaldlega með því að merkja inn á dagatal. Þrjú lítil atriði um líðan 1. Svefn Of lítill eða óreglulegur svefntími hef- ur slæm áhrif á efnaskipti, holdafar og andlega líðan. Flestir fullorðnir þurfa 7-8 tíma svefn á nóttu, sem líkaminn notar í viðhalds- og viðgerðarstarf og heilinn notar til að vinna úr og ganga frá upplýsingum dagsins. Gott er að forðast hvítt og skært Ijós svo sem af snjalltækj- um eða sjónvarpi síðustu 1-2 klukku- stundirnar fyrir háttinn, en morgun- birta gegnir aftur á móti lykilhlutverki í að stilla dægursveifluna af. í skamm- deginu reynir sérstaklega mikið á þetta. Sú litla ákvörðun að sofna og vakna á reglulegum tímum og fá nægan svefn bætir heilsu og líðan þvert á alla aðra flokka og ætti að vera forgangsmál. 2. Streita Streita getur valdið líkamlegri og and- legri vanlíðan og aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Streita er í raun eðlilegt viðbragð líkamans við álagi eða hættu, en vinnuálag eða aðrar aðstæð- ur þar sem miklar kröfur eru gerðar en lítið er um bjargráð getur valdið streitu. Þurfum við endurnýja bílinn - og bíla- lánið með í hverjum mánuði? Getum við afþakkað aukavinnuna sem við vor- um beðin um? Færum öppin sem kalla á athygli af forsíðunni á snjallsímanum og yfir á blaðsíðu tvö. Verum óhædd við að draga úr álagi í daglega lífinu þegar þess þarf, með því að gefa frá okkur það sem við ráðum ekki við. Sú litla ákvörðun að losa sig undan óþægilegu álagi sem hægt er að komast hjá bætir heilsu og líðan. 3. Tengsl Mannskepnan er félagsvera og henni er eiginlegt að tengjast öðrum. Unga- börn þroskast ekki eðlilega ef félagsleg tengsl eru ekki til staðar og hjá full- orðnum hefur ítrekað verið sýnt fram á verri heilsu og styttri ævi þeirra sem búa við skert félagsleg gæði. Trúnaðar- sambönd, greiðasemi og aðstoð, þátt- taka í góðgerðarstarfi eða sjálfboðastarf eru allt dæmi um eflingu félagslegra tengsla. Sú litla ákvörðun að nota fleiri tækifæri til að tengjast öðrum eða gefa af sér hef- ur jákvæð áhrif líðan og heilsu til lengri tíma. Gangi ykkur vel! Guðmundur Löve FJalabyggð = 2018 — VELKOMIN TiL FIALLABYGGÐAR 20 100 ARA KAUPSTAÐARAFMÆLISHÁTÍÐ 52 SIGLUFJARÐAR 2Í SJÓMANNADAGS HÁTÍÐíólafsfirði 17 yi, JÚNÍ HÁTÍÐARHÖLD [ ÓLAFSFIRÐI *5 ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ »3 Á SIGLUFIRÐI 4-8 NORRÆNA STRAND- ;= MENNINGARHÁTÍÐIN ^ ÁSIGLUFIRÐI § TRILLUDAGAR '2 ÁSIGLUFIRÐI 10-11 S; 'Z3 O PÆJUMOTIÐ í FJALLABYGGÐ 15-19 KLASSÍSKA TÓNLISTARHÁTÍÐIN BERJADAGAR .53 í ÓLAFSFIRÐI CQ OQ SE'O HAUSTGLÆÐUR UÓÐAHÁTÍÐ 18 Málgagn Hjartaheilla

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.