Velferð - 01.05.2018, Page 22
Á Drangsnesi voru 36 mælingar og á Hólmavík
58. Að mælingum loknum var haldið heim og
voru þreyttir ferðalangar hvíldinni fegnir.
f þessari ferð voru Aldís Jónsdóttir og Guðný
Linda Óladóttir frá Samtökum lungnasjúklinga.
Frá SÍBS Stefanía Guðrún Kristinsdóttir og Jón-
ína Jóhannsdóttir. Frá Hjartaheillum Guðrún
Bergmann Franzdóttir, Valgerður Hermanns-
dóttir, Kjartan Birgisson og Ásgeir Þór Árnason.
Mælingar á Vestfjörðum - taka 2
Dagana 24. til 26. maí 2017 héldu mælingar
áfram á Vestfjörðum. Lagt var af stað á einum
bíl og flugu þrír þátttalœndur til ísafjarðar til að
mæla sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, en þeir
voru að þinga í Bolungarvílc. Þar sameinuðust
hóparnir og hófust þá mælingarnar af fullum
krafti. í Bolungarvík voru 100 einstaklingar
mældir og á Suðureyri fengu 33 mælingu.
Næsta dag var brunað í Hnífsdal en þar var mæl-
ing fyrir starfsmenn Hraðfrystihússins Gunnvör
hf. Hófust mælingarnar kl. 08:00 en þangað
mættu allir starfsmenn fyrirtækisins eða 72
einstaklingar.
<u>
VERKSÝN
^5
VÉLVÍK
www.velvik.is
■O’
TE& KAFFI
nettö
HÉÐINN =
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
22 Málgagn Hjartaheilla