Velferð - 01.05.2018, Blaðsíða 25

Velferð - 01.05.2018, Blaðsíða 25
Af vettvangi Landspítalans S-merkt lyf færast til LSH Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að færa fjárhagslega ábyrgð og umsýslu vegna S-merktra og leyfisskyldra lyíja frá Sjúkratryggingum íslands til Landspít- ala. Horft er til þess að fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á inn- leiðingu og notkun nýrra og dýrra lyfja í landinu fari betur saman með þessu móti. S-merkt lyf eru m.a. sérhæfð, dýr og vandmeðfarin lyf, not- uð á sjúkrahúsum eða í tengslum við þau vegna sérhæfðr- ar meðferðar og er ávísun þeirra háð ströngum skilyrðum. Leyfisskyld lyf eru lyf sem eingöngu eru notuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar og eru að jafnaði kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Landspítala hefur verið falið að hefja undirbúning að þessari yfirfærslu í samráði við Sjúkratryggingar fslands og heil- brigðisstofnanir. Þegar áætlun um verkefnið liggur fyrir mun ráðuneytið tilkynna frá hvaða tíma Landspítalinn tek- ur við umsýslu S-merktra og leyfisskyldra lyfja. stórefla tækifæri til vísindarannsókna. Þetta skapar einnig áhugaverða möguleika á gagnkvæmum vistaskiptum lækna og hjúkrunarfræðinga til skemmri tíma sem geti nýst mjög vel til að efla starfsþróun. Samkomulag við Karolinska Hjartadeild Landspítala og svið hjartalækninga á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi gera samkomulag um víðtækt samstarf. Davíð O. Arnar yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala og Frieder Braunschweig yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska sjúkrahúsinu undirrituðu í janúar s.l. samkomu- lag um víðtækt samstarf. Samkomulagið var kynnt á fundi sem var liður í heimsókn forseta íslands á Karolinska sjúkra- húsið í Stokkhólmi að viðstöddum forsetahjónunum og Sænsku konungshjónunum í Wallenbergsal Nóbelshússins. Að sögn Davíðs felur samkomulagið í sér möguleika á fjöl- þættu samstarfi hvað varðar framhaldsmenntun, vísinda- rannsóknir og klíníska þjónustu. Davíð segir að þetta gæti orðið góður samningur fyrir báða aðila og auðveldar til að mynda aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum á Karolinska sjúkrahúsinu auk þess að Frystiaðgerðir vegna gáttatifs Hjartsláttartruflunin gáttatif er eitt af stærstu viðfangsefn- um hjartadeildar. Frysting umhverfis lungnabláæðar í vinstri gáttinni með sérhönnuðum legg sem komið er fyr- ir í bláæð í nára er nýr valkostur sem meðferð við þessari hjartsláttaróreglu. Með þessu er markmiðið að einangra vef í Iungnabláæðum raffræðilega frá vinstri gáttinni og koma þannig í veg fyrir að gáttatif geti komið upp. Kristján Guð- mundsson og Sigfús Gizurarson hafa haft veg og vanda af því að innleiða þessa starfsemi hérlendis. Micra gangráður Landspítali er eitt af völdum sjúkrahúsum sem hafa fengið að taka í notkun nýja tegund af hjartagangráð frá fyrirtæk- inu Medtronic. Gangráðurinn er agnarsmár, mun minni en hefðbundnir gangráðar og settur inn með þræðingartækni gegnum nára en ekki skurðaðgerð eins og vanalegt er. Raf- hlaða gangráðsins dugar í tólf til fimmtán ár. Velferð 25

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.