Velferð - 01.05.2018, Qupperneq 27

Velferð - 01.05.2018, Qupperneq 27
Ljósaverkið Hjarta Þetta fallega gagnvirka hjartaljósaverk var unnið fyrir GoRed samtökin á 9 ára afmæli þeirra til þess að vekja sérstaka athygli á hjartaheilsu kvenna. Það var birt á Hörpu á GoRed deginum 2018 sem hluti af ljósahátíð í Reykjavík. Verkið var unnið af ungum forriturum, Þórði Hans Baldurssyni og Halldóri Eldjárn. Verkið, sem ber nafnið Hjarta, er gagnvirkt ljósaverk sem stjórn- að er innan úr Hörpu. Stóru hring/hjartalaga formi er varpað á framhlið hjúpsins sem svo sendir frá sér mislitar ljósgárur í takt við hjartslátt fólks sem leggur fingur sína á þar til gerðar stöðvar sem eru staðsettar á 4. hæð, með útsýni yfir hjúpinn. Stöðvarnar eru þrjár talsins, merktar með mismunandi litum sem koma svo fram í gárunum sem birtast á hjúpnum. Þar með sjá notendur myndræna túlkun á eigin hjartslætti varpað yfir borgina. Fyrsta hjartaganga GoRed var farin 2. febrúar sl. frá Hallgríms- kirkju niður að Hörpu. Fjölmenni tók þátt í göngunni Sumir voru með blikkandi hjörtu í hendi og lýstu leiðina. Þegar komið var að Hörpu var kveikt á Ijósaverkinu. Þátttakend- ur gátu farið inn í Hörpu og snert nema á stjórntæki hjartans sem birti svo púls viðkomandi í mismunandi litum á ljósahjúpn- um. Aðsókn að verkinu var frábær og það vakti mikla lukku. Af vettva n g i • • / •_• _ f Oryrkjabandalags Islands - OBI Hjartaheill er sjálfstæður aðili að Öryrkjabandalagi ís- lands, ÖBÍ. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins var haldinn dagana 20. og 21. október 2017. Þuríður Harpa Sigurðardóttir var kjörin nýr formaður ÖBÍ á aðalfundinum. Þuríð- ur Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins síðustu tvö kjörtímabil eða frá 2013. Nýr formaður ÖBÍ Þuríður Harpa er með BA próf í grafískri hönnun frá Myndlistar- og handíðaskóla íslands. Hún lauk diplóma- námi í fötlunarfræðum frá Háskóla íslands 2015. Síð- ustu 13 ár hefur hún gegnt starfi framkvæmdastjóra prentsmiðju og auglýsingastofu á Sauðárkróki, og meðal annars gefið vikulega út svæðisfréttablað og dagskrárblað auk ýmissa prent- og hönnunarverkefna. Frá 2011 hefur Þuríður Harpa verið formaður Sjálfs- bjargar í Skagafirði og er í dag varaformaður Landssam- bands Sjálfsbjargar. Þá situr hún einnig í stjórn Sjálfs- bjargarheimilisins. Hún hefur starfað í vinnuhópum á vettvangi ÖBÍ þar sem fjallað hefur verið um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hefur Þuríður Harpa átt sæti í málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf, komið fram á ýmsum málþingum og ráðstefnum um málefnið og skrifað greinar í blöð. Fulltrúar Hjartaheilla á fundinum voru: Sveinn Guð- mundsson, Valgerður Hermannsdóttir, Valbjörg Jóns- dóttir, Elín Eiríksdóttir og Ellen Helga Steingrímsdóttir. Myndbandaverkefni ÖBÍ í tilefni af 55 ára afmæli ÖBÍ ákvað bandalagið að láta framleiða myndband um starf þess og aðildarfé- laga sinna. Myndböndin eru í senn kynningartæki og ímyndarherferð fyrir ÖBÍ og aðildarfélögin. Aðildarfé- lögin geta nýtt myndböndin til birtingar á heimasíðum sínum eða samskiptamiðlum s.s. Facebook. Þessu fram- taki fagna Hjartaheill innilega og þakka ÖBÍ hjartan- lega fyrir þetta framtak. Velferð 27

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.