Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 8
8 Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 Það voru 11 stjórnarfundir haldnir á þessu starfsári. Vinna við kjaramál á þessu ári hefur aðallega snúist um að reyna að koma 1.65% hækkun til útfærslu menntunarákvæðis inn í stofnanasamninga og endurskoða þá eftir föngum. Þessi vinna hefur gengið hægt þar sem ekki er samhljómur milli túlkunar LMFÍ og KMR (kjara- og mannauðssýslu ríkisins) og stofnanir hafa verið tregar til að ljúka stofnanasamningum. Þessari vinnu er þó lokið á fáeinum stöðum. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem nú er að minnsta kosti tveimur vikum seinna á ferð en búist var við. Það er ánægjulegt að segja frá því að félagið hefur nú greitt upp allar skuldir sínar vegna verkfalls 2015, miklu fyrr en áætlað var. Þetta hefur komið til bæði vegna talsverðrar hagræðingar í rekstri félagsins og einnig vegna þess að félagsgjöld eru nú innheimt af heildarlaunum í stað grunnlauna áður. Félagið hefur tekið þátt í NJF (Nordisk Jordmor Forbund) starfi nú sem endranær. Síðasti stjórnarfundur NJF var í Gautaborg í tengslum við ráðstefnu. LMFÍ átti nú í fyrsta sinn fulltrúa á fundi EMA (European Midwives Association) sem haldinn var í Sofia í Búlgaríu. Það var mjög upplýsandi og er það mat stjórnar að félagið eigi fyllilega heima á þessum vettvangi. Það sem hefur strax komið út úr þessu samstarfi er að félaginu bauðst að tilnefna fulltrúa í ritstjórn (editorial board) nýs rafræns ljósmæðratímarits sem fer að líta dagsins ljós. Félagið tilnefndi Helgu Gottfreðsdóttur prófessor og samþykkti hún að taka að sér verkefnið. Einnig hefur hollenska ljósmæðrafélagið (KNOV) lýst yfir áhuga á samstarfi við Ísland í „twinning“ verkefni. Hollendingar bjóða fulltrúum félagsins til Hollands nú í apríl til að ræða flöt á því og hvort það gæti hentað báðum löndum. Samstarf við ICM (International Confederation of Midwives) hefur verið með hefðbundnum hætti og sótti félagið fund Evrópudeildar ICM sem haldinn var í Sofia í Búlgaríu í kjölfar EMA fundar. Félagið tók einnig á móti hópi ljósmæðra og lækna frá Svíþjóð sem óskuðu eftir að koma til að kynna sér skipulag mæðraverndar á Íslandi. Ljósmæðradagar voru haldnir á Nauthóli í maí 2016 eins og hefð er orðin fyrir. Fengum við að þessu sinni til okkar ýmsa fyrirlesara auk erlendu gestanna Söru Wichham og Ank de Jonge. Sara Wickham var einnig með heilsdagsvinnustofu. Góður rómur var gerður að þessum dögum. Við fengum einnig aðra erlenda gesti sem töluðu við ljósmæður, má þar nefna Billie Hunter sem ræddi um efnið Caring for the carer, hin sænska Hjördís Högberg kom einnig og ræddi um áfengisneyslu á meðgöngu og hvað væri til ráða. Einnig bryddaði félagið uppá þeirri nýbreytni að bjóða í ljósmæðrakaffi annan miðvikudag í mánuði. Þangað geta allar ljósmæður mætt og sýnt sig og séð aðra. Engin formleg dagskrá er í ljósmæðrakaffinu heldur er leyfilegt að ræða allt milli himins og jarðar. Formaður fór og ræddi hugmyndir um víkkað starfssvið ljósmæðra bæði við landlækni, forsvarsmenn heilsugæslunnar og ráðherra. Var hugmyndunum vel tekið en lítið gerist í því að koma hugmyndum í framkvæmd hjá hinu opinbera. Í þessu sambandi var einnig rætt um lagabreytingar til að veita ljósmæðrum leyfi til að ávísa ákveðnum flokkum lyfja. Landlæknir studdi þær hugmyndir og sagði það á vefsíðu sinni. Ráðherra og velferðarnefnd hlustuðu á erindið en þar sem frumvarpið að lagabreytingunni komst ekki að og búið er að skipta um bæði ráðherra og velferðarnefnd þarf að ræða þetta allt að nýju. Á þessu ári komu tvö tölublöð út af Ljósmæðrablaðinu. Blaðið er nú aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Í sparnaðarskyni var Fylgjan gefin út til tveggja ára fyrir ári síðan. Engin Fylgja var því gefin út að þessu sinni. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort útgáfunni verður hætt eða með hvaða hætti hún verður ef af verður. Félagið hefur staðið fyrir tveimur nálastungunámskeiðum á árinu. Leiðbeinandi var Guðlaug María Sigurðardóttir og hefur góður rómur verið gerður að námskeiðunum. Félagið réðst einnig í að fá danska fyrirtækið Gynzone til að koma hingað til lands og halda masterclass í saumaskap. Mikil aðsókn hefur verið á þessi námskeið og eru nú þegar þrjú fullbókuð námskeið í Reykjavík á döfinni og að minnsta kosti eitt fullbókað og annað hálfbókað á Akureyri. Smáforritið Ljósan – þegar von er á barni, er loksins í burðarliðnum og kemur út nú alveg á næstunni. Forritið er ætlað verðandi foreldrum og er gefið út í samvinnu við Sundhedsstyrelsen í Danmörku og danska ljósmæðrafélagið. Sem fyrr rekur félagið tvær vefsíður. Ljosmodir.is er mjög vel sótt síða og fjöldi fyrirspurna berst þangað í hverjum mánuði. Síðan er fjármögnuð með auglýsingum og hefur skilað okkur ágætum tekjum frá því að rekstri hennar var umturnað. Ljosmaedrafelag.is er ekki eins virk síða og stjórn hefði kosið. Það er á dagskrá að reyna að koma henni í nútímalegra og gagnlegra horf og nota hana meira. Allmörg einstaklingsmál hafa borist inn á borð félagsins og hafa þau verið mjög misjafnlega umfangsmikil og flókin. Vel hefur gengið að leysa flest það sem á borð félagsins hefur komið. Félagið hefur nú sem fyrr tekið þátt í öllu samstarfi sem verið hefur innan BHM á árinu. Félagsmenn eru duglegir að nýta sjóði félagsins sem er gott. Það sem er framundan er vinna við kjarasamninga, gerðardómur rennur út þann 31. ágúst 2017 og einnig er vinna framundan við að ljúka yfirferð á stofnanasamningum. Framundan er líka vinna við undirbúning útgáfu nýs ljósmæðratals og sögu félagsins frá 1979. Við erum þegar byrjuð að undirbúa ráðstefnu og afmæli árið 2019, einnig eru hugmyndir að námskeiðahaldi ef áhugi reynist nægur. Þó að það komi starfi félagsins ekki beint við er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á að á árinu hafa ljósmæður eignast tvo nýja doktora, þær Berglindi Hálfdánsdóttur og Sigfríði Ingu Karlsdóttur og eigum við þessi litla stétt nú samtals fjóra doktora. Síðast en ekki síst er nú fyrsti prófessorinn í röðum ljósmæðra orðinn að veruleika en það er Helga Gottfreðsdóttir. Stjórn félagsins þakkar öllum þeim ljósmæðrum og öðrum sem starfað hafa fyrir félagið á síðasta ári og einnig þeim sem hafa látið sig málefni félagsins varða, haft samband og komið með ábendingar. Skýrsla ritnefndar Í ritnefndinni árið 2016 voru Hrafnhildur Ólafsdóttir ritstjóri, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Berglind Hálfdánsdóttir, Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, Sigrún Ingvarsdóttir, Rut Guðmundsdóttir og Embla Ýr Guðmundsdóttir. Haldnir voru tveir ritnefndarfundir, einn fyrir hvort blað. Svo eru mikil samskipti hjá nefndinni með tölvupósti. Árið 2016 voru gefin út tvö blöð eins og undanfarin ár. Ekki hefur verið erfitt að fá efni í blaðið. Nokkrir fastir liðir eru í blaðinu eins og verkefni frá ljósmóðurnema og hugleiðingar ljósmóður. Ein ritrýnd grein var birt á síðasta ári og eru fleiri væntanlegar á þessu ári. Töluverður kostnaður hefur verið við útgáfu blaðsins, uppsetningu, prentun, auglýsingasöfnun, pökkun og dreifingu og í raun hefur þessi kostnaður hækkað á hverju ári. Dóra Stephensen sem sá um að safna Skýrsla stjórnar LMFÍ 2016-2017 F R É T T I R A F F É L A G S S TA R F I

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.