Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 11

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 11
11Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 Opnun fæðingastofu Bjarkarinnar Það eru þess vegna miklar gleðifréttir í fæðingarþjónustu á Íslandi að langþráður draumur hefur nú ræst: Björkin hefur skotið rótum, er farin að blómstra og ný afkvæmi spretta fram. Ásetningur Bjarkarljósmæðra hefur frá upphafi verið að auka valmöguleika í fæðingaþjónustu við barnshafandi konur á Íslandi, fyrst með því að bætast í hóp fámennra, öflugra ljósmæðra sem ruddu brautina síðustu tvo áratugi með fjölgun heimafæðinga sem nú er um 2% fæðinga, frá því að vera í lágmarki fyrir árið 1995, og nú með stofnun ljósmóðurrekins fæðingarstaðar, Fæðingastofu Bjarkarinnar (Halfdansdottir, Smarason, Olafsdottir, Hildingsson og Sveinsdottir, 2015). Frá því að Fæðingarheimili Reykjavíkur var endanlega lokað árið 1995 held ég að það megi fullyrða að flestir útskriftarárgangar ljósmæðra hafi átt sér þann draum að endurvekja og bjóða konum á höfuðborgarsvæðinu frekari valmöguleika á fæðingarstað, einhvers konar fæðingarheimili utan spítalaumhverfis. Raddir um nauðsyn þess að auka valmöguleika kvenna og fjölskyldna þeirra á fæðingarstað urðu líklega háværari þegar Hreiðrið var lagt niður árið 2014 og það sameinaðist Fæðingardeild í eina sameiginlega Fæðingarvakt á Landspítalanum. Þróun síðustu áratuga hérlendis hefur auk þess verið fækkun fæðingarstaða á landsbyggðinni og konur utan af landi hafa í auknum mæli þurft að fara langan veg til Reykjavíkur að fæða. Björkin hefur einmitt tiltekið að þeirra þjónusta sé einnig viðbót fyrir konur utan af landi. Þær hafa oft á tíðum ekki val um heimafæðingu þar eð þær eru fjarri heimilum sínum og langt í næsta sjúkrahús ef á þyrfti að halda í fæðingunni. Fyrir þó nokkru síðan átti ég eftirminnilegt samtal við konu sem fæddi yngri börnin sín tvö heima. Þá var búið að loka Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu, en þar höfðu eldri börnin hennar tvö fæðst. Hún gat ekki hugsað sér að fæða á spítala. Þessi kona var mjög spennt fyrir undirbúningi heimafæðingarinnar og vildi svo gjarnan að eldri börnin tækju þátt í undirbúningnum. Þetta var fyrir tíma YouTube, en hún hafði orðið sér úti um hollensk fæðingarmyndbönd sem áttu að undirbúa eldri börnin við að taka þátt í fæðingunni. Skemmst er frá því að segja að börnin tvö höfðu lítinn áhuga á að sjá þessar ókunnugu hollensku konur fæða börn. Og strákurinn hennar, þá líklega um 11 ára, sagði við hana „Veistu mamma, ég hef alveg áhuga á að sjá systkini mín fæðast, en ég get ekki gert mér upp löngun til að hafa áhuga á þessum ókunnugu konum í fæðingum.“ Mér segir svo hugur að þeir Halli minn séu sammála. Heimafæðingar þessarar konu gengu hins vegar vel. Ég veit líka að í dag fagnar þessi kona með okkur áhugafólki um verndun eðlilegra fæðinga tilkomu Fæðingastofu Bjarkarinnar. Það kæmi mér ekki á óvart ef sonur hennar fagnaði líka, þrátt fyrir takmarkaðan áhuga á hollenskum myndböndum. Opnun slíkrar stofu er nefnilega ekki bara áfangi fyrir barnshafandi konur heldur fjölskyldur þeirra líka, verðandi feður, systkini og samfélagið í heild. Með Þori, Getu og Vilja hafa þessar hugrökku Bjarkarljósmæður nú náð settu markmiði. Til hamingju og megi starfsemin vaxa og dafna barnshafandi konum og fjölskyldum þeirra til gæfu. HEIMILDASKRÁ Brocklehurst, P., Hardy, P., Hollowell, J., Linsell, L., Macfarlane, A., McCourt, C. McCourt, N. Marlow, A. Miller, M. Newburn, S. Petrou, D., Puddicombe, M. Redshaw, R. Rowe, J. Sandall, L. Silverton og M. Stewart. (2011). Perinatal and maternal outcomes by planned place of birth for healthy women with low risk pregnancies: the Birthplace in England national prospective cohort study. British Medical Journal 343. doi:10.1136/bmj.d7400 Halfdansdottir, B., Smarason, A. K., Olafsdottir, O. A., Hildingsson, I., and Sveinsdottir, H. (2015). Outcome of planned home and hospital births among low-risk women in Iceland in 2005–2009: a retrospective cohort study. Birth, 42, 16-26. doi: 10.1111/ birt.12150 Hunter, M. Berg, I. Lundgren, O. A. Ólafsdóttir, og M. Kirkham. (2008). Relationships: the hidden threads in the tapestry of maternity care, Midwifery, 24 (2)32–137. doi: 10.1016/j.midw.2008.02.003 Keating, A. og Fleming, V. (2009). Midwives – experiences of facilitating normal birth in an obstetric-led unit: a feminist perspective, Midwifery, 25 (5), 518-527. doi:10.1016/j. midw.2007.08.009 Kennedy, H.P., Grant, J. Walton, C., Shaw-Battista, J. og Sandall, J. (2010). Normalizing birth in England: a qualitative study, Journar Midwifery Health, 55(3), 262-9 doi: 10.1016/j.jmwh.2010.01.006 Reed, B. og Walton, C. (2009). The Albany Midwifery Practice. Í Davies-Floyd, R., Barclay, L., Daviss, B. og Tritten, J. (ritstjórar). Birth models that work: England: University of California Press. Reed, B. (2016). Birth in Focus: London: Pinter and Martin. Sandall, J., Soltani, H., Gates, S., Shennan, A. og Devane, D. (2013) Midwife-led continuity models versus other models of care for childbearing women. Cochrane Database of Systematic Reviews 2013, Issue 8. Art. No.: CD004667. doi: 10.1002/14651858. CD004667.pub3

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.