Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Síða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Síða 13
13Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 Legvatnsástungum fór stöðugt fjölgandi og árið 1997 voru þær orðnar 500, en hlutfall verðandi mæðra sem eru 35 ára og eldri hefur farið úr 5% 1978 í 21% árið 2016 (Hagstofa Íslands, 2017). Á síðasta áratug hefur verðandi foreldrum verið boðið samþætt líkindamat á fyrsta þriðjungi meðgöngu, sem leiðir til þess að inngripum eins og legástungum hefur fækkað. Lífefnaskimun Lífefnaskimun fyrir fósturgöllum er um 50 ára gömul og í fyrstu var markmiðið að leita að miðtaugakerfisgöllum með mælingum á alfa- fósturprótíni (AFP) í sermi eða legvatni. Fyrir tilviljun uppgötvaðist að lágt AFP í sermi móður sást oftar ef um var að ræða litningafrávik hjá fóstri og jukust þá rannsóknir á notkun lífefnamælinga í forburðarskimun. Í framhaldi af því voru þróuð fjölþátta próf með fleiri lífefnavísum, svonefnd tví-, þrí- og fjórpróf sem notuð voru á öðrum þriðjungi meðgöngu til að meta líkur á litningagöllum. Á tíunda áratug síðustu aldar var þróuð lífefnaskimun byggð á mælingum á PAPP-A (pregnancy associated plasma prótein A) og fríu β-hCG (free-human chorionic gonadotropin) í sermi móður við 11-13 vikna meðgöngu (Guðlaug Torfadóttir og Jón Jóhannes Jónsson, 2001). Hnakkaþykktarmæling Frá árinu 1990 birtust greinar í tímaritum um niðurstöður rannsókna þess efnis að hægt væri að mæla hnakkaþykkt fósturs við 10-14 vikna meðgöngu. Um var að ræða ómsnautt svæði á hnakka fósturs sem gat verið misjafnlega þykkt. Ef hnakkaþykktin var aukin reyndust vera meiri líkur á litningafráviki eða hjartagalla hjá fóstri (Cullen o.fl. 1990; Nicolaides, Azar, Byrne, Mansur og Marks, 1992; Szabo og Gellen, 1990). Sá sem þróaði aðferðina var grískur fæðingalæknir, Kypros Nicolaides. Hann ásamt samstarfsfólki sínu hjá Fetal Medicine Foundation í Bretlandi hannaði jafnframt tölvuforrit þar sem fleiri breytur voru teknar inn í útreikninga, svo sem aldur móður, meðgöngulengd, hnakkaþykktarmælingin og ef saga var um litningafrávik í fyrri meðgöngum (Finberg, 2004). Í desember árið 1998 hófust hnakkaþykktarmælingar hér á landi sem voru fyrst og fremst í boði fyrir konur sem voru 35 ára og eldri (María Jóna Hreinsdóttir og Ólafía Margrét Guðmundsdóttir, 2009). Samþætt líkindamat Kevin Spencer ásamt Kypros Nicolaides og samstarfsmönnum á Fetal Medicine Foundation lögðu síðan grunninn að samþættu líkindamati (Guðlaug Torfadóttir og Jón Jóhannes Jónsson, 2001). Í því fólst að fyrsta þriðjungs lífefnaskimun og hnakkaþykktarmæling voru framkvæmd á sama tíma á meðgöngu. Niðurstöðurnar voru færðar ásamt öðrum upplýsingum um móðurina inn í tölvuforritið og jafnframt var ákveðið að þrengja tímamörkin þannig að rannsóknin væri gerð við 11 til 14 vikna meðgöngu. Með þessu var næmi skimprófsins allt að 90%, en ef einungis hnakkaþykkt er notuð var næmið tæp 80%. Ef niðurstaða prófsins sýnir að líkur á þrístæðu 21 eru 1:100 eða meira og líkur á þrístæðu 18 eða 13 1:50 eða meira býðst konunni greiningarpróf, legástunga, ef hún óskar þess (Nicolaides o.fl., 1992). Líkur á litningafráviki aukast með hækkandi aldri móður. Aftur á móti finnast um 95% fósturgalla hjá konum sem eru með enga skilgreinda áhættuþætti. Ein skýring er sú að konur sem eru yngri en 35 ára eignast að jafnaði fleiri börn (María Hreinsdóttir, 2001; Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason, Gestur I. Pálsson og Eva Jónasdóttir, 2014). Árið 2006 var kynnt í dreifibréfi frá Landlæknisembættinu að bjóða ætti öllum barnshafandi konum/verðandi foreldrum upplýsingar um fósturskimun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og samkvæmt klínískum leiðbeiningum um meðgönguvernd á að bjóða öllum barnshafandi konum/verðandi foreldrum upplýsingar um fósturskimun (Hildur Kristjánsdóttir o.fl., 2010; Landlæknisembættið, 2006). Hérlendis eru 75% til 80% kvenna sem fara í samþætt líkindamat (Ragnheiður I. Bjarnadóttir o.fl., 2014). Fósturskimun í móðurblóði (NIPT) Í þróun hefur verið ný tegund fósturskimunar sem felur í sér að tekin er blóðprufa úr móðurinni og utanfrumu erfðaefni fóstursins (e. cell- free DNA) skoðað í móðurblóði (Hill, Fisher, Chitty og Morris., 2012). Árið 1997 fannst erfðaefni fósturs í blóði verðandi mæðra. Þessi uppgötvun sýndi fram á að mögulegt var að framkvæma fósturgreiningu sem fæli ekki í sér aukna áhættu á fósturláti (Lo o.fl., 1997). Hægt er að greina erfðaefni fósturs við fjögurra til fimm vikna meðgöngu, en það hverfur fljótt úr blóðrás móður eftir fæðingu sem gerir það sértækt á meðgöngu. Þó hægt sé að greina erfðaefni fóstursins strax við fjögurra vikna meðgöngu sýna rannsóknir að greiningin er ekki áreiðanleg fyrr en við tíu vikna meðgöngu (Gil, Quezada, Revello, Akolekar og Nicolaides., 2015; Lo o.fl., 1997). Þetta próf getur gefið sterka vísbendingu um hvort fóstrið er með þrístæðu á litningi 21, 18 eða 13. Einnig er hægt að greina fleiri litningafrávik og genagalla með þessari aðferð en munurinn felst í mismunandi tegundum prófa sem eru í boði (Benn, 2014). Helsti annmarki þessarar skimunar er að lítill en marktækur hluti á niðurstöðum eru falskt jákvæðar og því þarf frekari greiningu með legástungu. Næmi NIPT fyrir þrístæðu á litningi 21 er yfir 99% við tíu vikna meðgöngu (sjá töflu 1) og tíðni falskt jákvæðra niðurstaðna er 0,1-1% (Ashoor, Syngelaki, Wagner, Birdir og Nicolaides., 2012; Bianchi o.fl., 2012; Gil o.fl., 2015; Iwarsson o.fl., 2017). NIPT var fyrst kynnt í Hong Kong í ágúst árið 2011 og fljótlega eftir það, eða í október sama ár, var verðandi foreldrum á einkastofum í Bandaríkjunum boðið upp á þessa skimun. Árið 2014 var NIPT í boði fyrir barnshafandi konur á einkastofum í yfir 60 löndum (Allyse o.fl., 2015). Fósturskimun í móðurblóði skimar fyrir ofangreindum litningafrávikum með mun meiri nákvæmni en núverandi aðferðir við fósturskimun og því verður minni þörf fyrir fósturgreiningu með legástungu sem felur í sér 1% hættu á fósturláti. Eins og staðan er í dag getur fósturskimun í móðurblóði ekki gefið sömu upplýsingar og fósturgreining með legástungu. Aðferðin er þó í stöðugri þróun og fjöldi gena- og litningafrávika sem hægt er að greina með aðferðinni er alltaf að aukast (Benn, 2014; Hill o.fl., 2012). Rannsóknir benda til að klínískur ávinningur af upptöku fósturskimunar í móðurblóði sé augljós þar sem aðferðin hefur enga hættu á fósturláti í för með sér og hægt er að nota þessa aðferð snemma á meðgöngu. Aftur á móti fást ekki jafn ítarlegar niðurstöður eins og þegar greining er fengin með legástungu, þar sem mögulegt er að skoða nákvæma litningagerð fóstursins og greina sjaldgæfari litningafrávik. Á ráðstefnu Fetal Medicine foundation sem haldin var í London í desember árið 2016 kynntu fimm þjóðir hvernig fyrirkomulag fósturskimunar í móðurblóði væri háttað hjá þeim. Frá apríl á þessu ári ætla Hollendingar að bjóða öllum konum að fara í NIPT blóðprufu við 11 vikna meðgöngu, Frakkar munu bjóða konum sem fá líkur yfir 1:1000 úr samþættu líkindamati og konum sem eru í áhættuhóp. Þá breyttu Danir viðmiðunum sínum í janúar á þessu ári þannig að öllum konum sem fá líkur yfir 1:300 og konum í áhættuhóp er boðið að velja milli blóðprufu eða legástungu. Auk þess eru tilmæli um að bjóða þeim konum sem fá yfir 1:1000 einnig upp á skimun. Á Spáni er mælt með blóðprufu til þeirra kvenna sem fá líkur yfir 1:250 en legástungu ef líkur eru yfir 1:10. Ofangreind viðmið eru í opinbera kerfinu en í einkageiranum, sem er mjög almennur á Spáni býðst Næmi Falskt jákvæð svör Þrístæða 21 99,8% 0,05% Þrístæða 18 97,7% 0,05% Þrístæða 13 97,5% 0,04% Tafla 1. (Iwarsson o.fl., 2017)

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.