Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Síða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Síða 19
19Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 fólks á einfaldari hátt, en þessar aðferðir eiga það flestar sameiginlegt að krefjast lífsýnis og eru þær mælingar auk þess framkvæmdar á dýrum tækjabúnaði. Af þessum sökum má teljast ólíklegt að þessar aðferðir muni rata inn í klínískt starf á næstu árum. Skortur er í dag á gildismetnu skimunartæki sem á fljótlegan hátt getur metið hættu á ófullnægjandi mataræði, til dæmis meðal barnshafandi kvenna. Slíkt tæki er forsenda þess að hægt sé að innleiða markvissar íhlutanir í mæðravernd þar sem kröftum væri beint að þeim konum þar sem ófullnægjandi næring skapar heilsufarslega áhættu fyrir móður og barn. Mikill sparnaður gæti falist í því að „flokka“ barnshafandi konur inn í lífstílsíhlutanir í heilbrigðiskerfinu eftir niðurstöðum skimunar fyrir ófullnægjandi mataræði fremur en að gera ráð fyrir því að allar konur sem eru yfir kjörþyngd séu í aukinni hættu (Tryggvadóttir o.fl., 2016). Leitin að hagkvæmri næringarmeðferð á meðgöngu Sumarið 2015 fékk fyrirtækið Næring móður og barns ehf. styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís til rannsókna sem hafa verið unnar í nánu samstarfi við Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala, Kvennadeild Landspítala og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítala hefur einnig stutt við bakið á þeim vísindamönnum sem standa að baki rannsóknunum. Vísindalegt gildi rannsóknanna felst meðal annars í því að kanna hvort stuttur spurningalisti um fæðuval (skimunartæki) sem lagður er fyrir á fyrsta þriðjungi meðgöngu geti gefið vísbendingar um áhættu á alvarlegum fylgikvillum á meðgöngu til viðbótar við þær vísbendingar sem þekktir áhættuþættir á borð við aldur móður, þyngd og fjölskyldusögu geta gefið. Praktískt gildi rannsóknarinnar felst í því að skilgreina „hversu vont er vont?“ eða „hversu gott er gott?“. Breyting á mataræði getur valdið streitu og þar af leiðandi óþarfi að gera breytingar á mataræði á þessu viðkvæma tímabili ef ekki má vænta þess að breytingin skili ávinningi. Barnshafandi konum sem mættu í ómskoðun á kvennadeild Landspítala við 11.-14. viku meðgöngu á tímabilinu 1. október 2015 til 31. september 2016 var boðin þátttaka í rannsókninni. Reiknað var með um 80% þátttöku, sem gekk eftir, en alls svöruðu 2117 konur spurningalistanum á rannsóknatímabilinu. Fjöldi þátttakenda gefur nægt tölfræðilegt afl til að skoða tengsl milli fæðuvals og kvilla á meðgöngu á borð við meðgönguháþrýsting, meðgöngusykursýki og meðgöngueitrun (Elíasdóttir o.fl., 2010). Siðanefnd Landspítala samþykkti rannsóknaáætlunina (21/2015). Spurningalistinn byggir á norrænum (Nordic Nutrition Recommendations, 2012) og íslenskum ráðleggingum um næringarefni og fæðuval (Embætti landlæknis, 2014), upplýsingum um neysluvenjur íslenskra kvenna á barneignaaldri (Þorgeirsdóttir o.fl., 2011) sem og nýlegum rannsóknum á tengslum fæðuvals og næringargildi fæðu kvenna á meðgöngu við heilsu móður og barns (Gunnarsdóttir o.fl., 2013; Bath o.fl., 2013; Zhou o.fl., 20 til almennrar notkunar á joðbætiefnum meðal barnshafandi kvenna á Íslandi. Grein sem birtist nýlega í Læknablaðinu styður það að ekki sé æskilegt að ráðleggja öllum barnshafandi konum á Íslandi að taka inn joð sem bætiefni á meðgöngu, þar sem slíkt gæti aukið hættu á ofskömmtum hjá hluta þýðisins (Gunnarsdóttir o.fl., 2016). Eina raunhæfa leiðin virðist vera sú að þróa skimunartæki sem gæti gefið í skyn áhættu á joðskorti og í framhaldi af því að móta leiðbeinandi einstaklingsmiðaðar ráðleggingar fyrir þessar konur. Sú leið sem oftast er notuð til að skilgreina joðhag þjóða og einstakra hópa er að mæla styrk joðs í þvagprufum frá að minnsta kosti 100 einstaklingum. Reynist miðgildi joðstyrks í þvagi lægra en 150 µg/L í hópi barnshafandi kvenna bendir það til joðskorts í þýðinu (WHO/ UNICEF, 2007; WHO/UNICEF/ICCIDD 2007). Ein þvagprufa er ekki nægjanleg til að gefa til kynna joðhag einstaklinga en talið er að safna þurfi þvagi í allt að 7-14 daga til að niðurstöðurnar séu marktækar fyrir einstaklinginn. Nákvæmari, einstaklingsmiðaðar aðferðir eru í þróun. Dæmi um slíka aðferð eru mælingar á thyroglobulini í blóði eða serum (Völzke o.fl., 2016). Það má telja ólíklegt að slíkar aðferðir verði innleiddar í klínískt starf á næstunni og muni notkun aðferðanna væntanlega takmarkast við rannsóknir fyrst um sinn. Í ljósi þessa hefur umræða skapast meðal sérfræðinga á Norðurlöndum (Nyström o.fl., 2016) og í Evrópu (Völzke o.fl., 2016), hvort hægt sé að nota einfalda spurningalista um fæðuval til að meta hættu á joðskorti á meðgöngu. Þar sem helstu uppsprettur joðs í íslensku mataræði (og norsku) eru fyrst og fremst tvær, fiskur og mjólk, þá eru ákveðnar líkur á að þetta sé hægt hérlendis (Nyström o.fl., 2016). Fyrstu niðurstöður rannsókna okkar sem lýst hefur verið hér benda til þess að um 12% barnshafandi kvenna borði fisk <1x í viku og noti jafnframt <1 skammt af mjólkurvörum á dag (óbirtar niðurstöður sem byggja á svörum 700 kvenna á tímabilinu október 2015 til janúar 2016). Þessi hópur fær að öllum líkindum ekki nægt joð úr fæði eða vel innan við helming þess sem ráðlagt er. Miðað við þessar niðurstöður þá áætlum við að með því að safna þvagsýnum frá 1000 konum fengist nægur fjöldi sýna (n>100) frá konum sem gætu verið í hættu á joðskorti og unnt væri að bera joðstyrk í þvagi þeirra saman við skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á joðskorti á meðgöngu (miðgildi <150 µg/L) og kvenna sem fylgja ráðleggingum um fisk og mjólkurneyslu. Vísindasiðanefnd hefur samþykkt rannsóknaáætlun okkar (VSN-17-057-S1) og er áætlað að gagnasöfnun hefjist haustið 2017 á Kvennadeild Landspítala. Er rafræn einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf lausn? Næring móður og barns ehf. hefur einnig staðið fyrir forrannsókn í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri og Rannsóknastofu í næringarfræði með fjárhagslegum stuðningi frá Tækniþróunarsjóði. Markmið þeirrar rannsóknar er að kanna hvort rafræn, einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf sem beint er til barnshafandi kvenna gæti tengst bættu mataræði þeirra síðar á meðgöngunni og minni líkum á óhóflegri þyngdaraukningu á meðgöngu. Skimað var fyrir hugsanlegum þátttakendum (n=100) á Heilsugæslunni á Akureyri. Skilyrði fyrir þátttöku voru: Aldur ≥18 ár og ≤45 ár, líkamsþyngdarstuðull ≥25 kg/m2. Konur með undirliggjandi sjúkdóma (áhættumeðganga) og fjölbyrjur voru útilokaðar frá þátttöku. Þátttakendum var slembidreift í tilraunahóp (n=50) sem fékk aðgang að rafrænni, einstaklingmiðaðri næringarráðgjöf gegnum vefsíðuna Næring móður og barns (www.nmb.is) og viðmiðunarhóp (n=50) sem fékk hefðbundna mæðravernd, en tryggt var að allir í viðmiðunarhóp fengju viðeigandi bæklinga um fæðuval samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Munur á fæðuvali og næringargildi fæðu milli tilraunahóps og viðmiðunarhóps verður metið með sólarhrings upprifjunum á mataræði á öðrum (24.-26.viku) og þriðja þriðjungi meðgöngu (35.-38.viku). Næringarfræðingurinn sem tekur viðtölin hefur ekki upplýsingar um það hvorum hópnum þátttakendur tilheyra. Upplýsinga um fæðuval, hæð og þyngd fyrir þungun, félagslegan bakgrunn, reykingasögu, aldur, fjölda fyrri barna og viðhorf til næringarráðgjafar verður aflað með spurningalista. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í því að kanna fýsileika þess að nota rafræna, einstaklingsmiðaða næringarráðgjöf til að bæta fæðuval og minnka líkur á óhóflegri þyngdaraukningu kvenna á meðgöngu og fá vísbendingar um gagnsemi þess með tilliti til fæðuvals og þyngdaraukningar. Rannsóknin, sem lýkur í september 2017, mun gefa okkur vísbendingar um það hvort sjálfsskoðun kvenna á eigin mataræði og einstaklingsmiðaðar ráðleggingar út frá því hvernig mataræði konunnar er í dag skili sér í betra fæðuvali samanborið við almenna upplýsingagjöf. Framtíðarsýn Það getur verið flókið að breyta fæðuvenjum og er það einn megin tilgangur rannsókna okkar að hjálpa þeim sem sinna mæðravernd að forgangsraða þeim ráðleggingum á breytingum á fæðuvali sem líklega myndu skila mestum ávinningi til barnshafandi kvenna. Í drögum að tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 er gert ráð fyrir að næringarfræðingar veriði að störfum í um helmingi heilsugæslustöðva á landinu í lok árs 2022. Hlutverk næringarfræðinga er ekki skilgreint nákvæmlega í stefnunni, en sá hópur sem stendur að þessari grein er sammála um að aðkoma næringarfræðinga að mæðravernd (sem og ung- og smábarnavernd) sé ofarlega í

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.