Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Síða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Síða 24
24 Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 var blóðgildið hærra en húðgildið. Þetta samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna sem gefa sambærilegar niðurstöður (Bratlid, Nakstad, og Hansen, 2011; Engle o.fl., 2014; Grohmann o.fl., 2006; Maisels o.fl., 2011; Simsek, Narter og Erguven, 2014; Taylor o.fl., 2015). Að blossamælirinn vanmeti raunverulegan styrk gallrauða við hærri gildi en 250 µmól/L er varasamt þar sem börn sem þurfa á meðferð að halda vegna mikillar gulu gætu farið á mis við hana. Vegna þessa er lagt til í norskum klínískum leiðbeiningum að séu húðmælingar gallrauða yfir 250 µmól/L eða < 50 µmól/L frá meðferðargildi skuli gera blóðmælingu áður en ákvörðun um meðferð er tekin (Bratlid o.fl., 2011). Nýlega hafa verið gefnar út leiðbeiningar á Landspítalanum um slíkt hið sama. Hluti barnanna í rannsókninni var ef erlendu bergi brotinn og sum þeirra því með dökkan húðlit. Þar sem ekki er venja að að skrá niður kynþátt barns á Landspítalanum og reyndist því ógerlegt að bera saman áhrif húðlitar á nákvæmni blossamæla í þessari rannsókn. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að húðlitur hafi ekki áhrif á áreiðanleika blossamæla (Afanetti, Trolli, Yousef, Jrad og Mokhtari, 2014; Samiee-Zafarghandy o.fl., 2014). Vel þekkt er að mikil nýburagula getur valdið kjarnagulu. Þá hafa nýrri rannsóknir einnig sýnt fram á tengsl milli nýburagulu og vægari taugaskaða á borð við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og letjandi áhrif á tal, skilvit og tungumálagetu (Good og Hou, 2015; Hou, Norcia, Madan og Good, 2014; Rose og Vassar, 2015; Seidman o.fl., 1991; Wusthoff og Loe, 2015). Því er mikilvægt að greina og meðhöndla gulu hjá nýburum tímanlega til að koma í veg fyrir taugaskaða hjá börnum. Blossamælar eru einfaldir í notkun og til lengri tíma ódýrari heldur en blóðmælingin. Kostir húðmælingar umfram blóðmælingu eru að hún er sársaukalaus og niðurstaða kemur samstundis. Á Landspítalanum er Dräger JM103 blossamælir notaður sem er handhægur þar sem ekki þarf að skipta um himnu á nemanum milli mælinga líkt og á fyrri tegund mæla. Alltaf ber að mæla styrk gallrauða verði gulu vart á fyrsta sólarhring eftir fæðingu. Í leiðbeiningum Landlæknisembættisins fyrir heimaþjónustu ljósmæðra er mælst til þess að mæla styrk gallrauða ef gula á húð barnsins nær niður fyrir bringubein og fer versnandi dag frá degi. Einnig að fylgjast skuli með slappleika, næringarinntöku, dökku þvagi og lélegum útskilnaði hægða hjá nýburanum (Hildur Sigurðardóttir, 2014). Vert er að varast að þótt börnin nærist vel og þyngist geta þau fengið alvarlega gulu vegna undirliggjandi þátta eins og blóðflokkamisræmis eða erfðagalla í rauðum blóðkornum sem er ógreint. Með því að hvetja ljósmæður í heimaþjónustu til að vera enn meira á varðbergi fyrir þessum einkennum sem og hafa lágan þröskuld til að blossamæla börn sem eru í heimaþjónustu getum við bætt eftirlit með gulu og minnkað líkurnar á því að nýburar hér á landi fái alvarlega gulu. HEIMILDASKRÁ: Afanetti, M., Trolli, S. E. D., Yousef, N., Jrad, I. og Mokhtari, M. (2014). Transcutaneous bilirubinometry is not influenced by term or skin color in neonates. Early Hum Dev, 90(8), 417-420. doi: 10.1016/j.earlhumdev.2014.05.009 Bratlid, D., Nakstad, B. og Hansen, T. W. (2011). National guidelines for treatment of jaundice in the newborn. Acta Paediatr, 100(4), 499-505. doi: 10.1111/j.1651- 2227.2010.02104.x Engle, W. D., Jackson, G. L. og Engle, N. G. (2014). Transcutaneous bilirubinometry. Seminars in Perinatology, 38(7), 438-451. doi: 10.1053/j.semperi.2014.08.007 Good, W. V. og Hou, C. (2015). Visuocortical bilirubin-induced neurological dysfunction. Seminars in Fetal & Neonatal Medicine, 20(1), 37-41. doi: 10.1016/j.siny.2014.12.007 Grohmann, K., Roser, M., Rolinski, B., Kadow, I., Muller, C., Goerlach-Graw, A. og Kuster, H. (2006). Bilirubin measurement for neonates: Comparison of 9 frequently used methods. Pediatrics, 117(4), 1174-1183. doi: 10.1542/peds.2005-0590 Hildur Sigurðardóttir. (2014). Faglegar leiðbeiningar fyrir heimaþjónustu ljósmæðra 2014. Sótt 9. maí 2015 af http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item23146/Fagl-leid- bein-heima_ljosmaedur_2014_heildarskjal.pdf Hou, C., Norcia, A. M., Madan, A. og Good, W. V. (2014). Visuocortical function in infants with a history of neonatal jaundice. Invest Ophthalmol Vis Sci, 55(10), 6443-6449. doi: 10.1167/iovs.14-14261 Maisels, M. J., Engle, W. D., Wainer, S., Jackson, G., McManus, S. og Artinian, F. (2011). Transcutaneous bilirubin levels in an outpatient and office population. Journal of Peri- natology, 31(9), 621-624. doi: 10.1038/jp.2011.5 Maisels, M. J. og McDonagh, A. F. (2008). Phototherapy for neonatal jaundice. New England Journal of Medicine, 358(9), 920-928. doi: 10.1056/NEJMct0708376 Rose, J. og Vassar, R. (2015). Movement disorders due to bilirubin toxicity. Seminars in Fetal & Neonatal Medicine, 20(1), 20-25. doi: 10.1016/j.siny.2014.11.002 Samiee-Zafarghandy, S., Feberova, J., Williams, K., Yasseen, A. S., Perkins, S. L. og Lemyre, B. (2014). Influence of skin colour on diagnostic accuracy of the jaundice meter JM 103 in newborns. Archives of Disease in Childhood-Fetal and Neonatal Edition, 99(6), F480-F484. doi: 10.1136/archdischild-2013-305699 Seidman, D. S., Paz, I., Stevenson, D. K., Laor, A., Danon, Y. L. og Gale, R. (1991). Neonatal hyperbilirubinemia and physical and cognitive performance at 17 years of age. Pediatrics, 88(4), 828-833. Simsek, F. M., Narter, F. og Erguven, M. (2014). Comparison of transcutaneous and total serum bilirubin measurement in Turkish newborns. Turkish Journal of Pediatrics, 56(6), 612-617. Taylor, J. A., Burgos, A. E., Flaherman, V., Chung, E. K., Simpson, E. A., Goyal, N. K., Network, f. t. B. O. t. R. f. N. (2015). Discrepancies Between Transcutaneous and Serum Bilirubin Measurements. Pediatrics, 135(2), 224-231. doi: 10.1542/peds.2014- 1919 Wusthoff, C. J. og Loe, I. M. (2015). Impact of bilirubin-induced neurologic dysfunction on neurodevelopmental outcomes. Seminars in Fetal & Neonatal Medicine, 20(1), 52-57. doi: 10.1016/j.siny.2014.12.003 STAÐA VERKEFNASTJÓRA „Twinning“ verkefni með hollenska ljósmæðrafélaginu Ljósmæðrafélag Íslands hyggst taka þátt í „twinning“ verkefni með hollenska ljósmæðrafélaginu KNOV. Við óskum eftir því að ráða verkefnastjóra til að hafa umsjón með verkefninu ásamt verkefnastjóra frá Hollandi. Miðað er við 32 stunda vinnuframlag á mánuði og um tímabundna ráðingu er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í haust líkast til um miðjan september. Nauðsynlegt er að hafa gott vald á ensku og hafa möguleika á að ferðast. Almennar nánari upplýsingar um twinnig má finna í appi, twintowin sem aðgengilegt er í appstore/playstore. Drög að starfslýsingu liggja fyrir og fást hjá Áslaugu, formadur@ljosmodir.is. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.