Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 26

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 26
26 Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 Sem fyrr leitar Ljósmæðrablaðið í smiðju ljósmæðranemanna okkar eftir skemmtilegu og fræðandi efni. Nemarnir hafa ferska sýn á ljósmóðurfræðina, hafa augun opin fyrir nýjustu þekkingu og geta vakið okkur hin til umhugsunar ef við höfum fest í viðjum vanans í okkar daglegum störfum. Dagbókarverkefni Ástu Dan Ingibergsdóttur 2. árs nema fjallar um nýburagulu, sem er algengt viðfangsefni ljósmæðra í sængurlegu. Í verkefninu er því velt upp hvort veita megi ljósameðferð með öðrum hætti en gert er í dag og hvort viðbótarmeðferð samhliða ljósum geti bætt árangur af meðferðinni. Berglind Hálfdánsdóttir, lektor í ljósmóðurfræði Hluti af starfi meðgöngu- og sængurlegu- deildarinnar er að taka á móti nýburum og foreldrum þeirra í innlögn vegna nýburagulu. Þessar fjölskyldur eru oftast í heimaþjónustu hjá ljósmóður. Stundum greinast börnin í tengslum við útskriftarskoðun barnalækna en oftast er það ljósmóðir sem hefur tekið eftir einkennum um gulu hjá barninu og séð til þess að magn guluefnis sé metið með því að blossa barnið og/eða tekin úr því blóðprufa. Innlögn í ljósameðferð getur reynst foreldrunum erfið. Í verknáminu á meðgöngu- og sængurlegudeildinni tók ég á móti foreldrum fimm daga gamals barns sem var gult og hafði reynst vera með serum bilirubin yfir ljósamörkum. Foreldrarnir voru stressaðir og í uppnámi þegar þau komu á deildina. Þau voru ósátt við herbergið sem þau fengu og höfðu búist við að vera í herbergi með hjónarúmi eins og þau höfðu haft í sængurlegunni. Viðbrögð foreldranna vöktu mig til umhugsunar um það hvernig við veitum þessum börnum ljósameðferð og ákvað ég að skrifa dagbókarverkefni um þetta efni og fjalla um mismunandi aðferðir við ljósameðferð og viðbótarmeðferðir sem hægt er að nota með henni. Áhrif ungbarnanudds á serum bilirubin Í grein sem tók saman nýjungar sem komu fram á sviði barnalækninga árið 2015 er meðal annars fjallað um áhrif ungbarnanudds á serum bilirubin nýbura. Fram kemur að tvær klínískar rannsóknir bendi til þess að nudd á fyrstu dögunum geti dregið úr líkum á gulu, það er að segja að nuddhóparnir voru með lægra se-bilirubin en samanburðarhóparnir. Rannsakaðir voru nýburar sem ekki voru í ljósameðferð (Caffarelli o.fl., 2016). Í japanskri grein frá 2011 er einnig sagt frá niðurstöðum rannsóknar á áhrifum ungbarnanudds á se-bilirubin hjá nýburum sem ekki voru í ljósameðferð. Í þessari rannsókn var brjóstabörnum skipt í tvo hópa, annar fékk nudd en hinn ekki. Nudd eykur blóðflæði til húðarinnar sem eykur upptöku úrgangsefna í blóðrásina og seytingu þeirra úr líkamanum. Nuddið eykur mjólkurinntöku með því að auka hormón sem hefur áhrif á matarlyst og bætir meltinguna með því að auka seyti meltingarvökva í maga og brisi. Heilbrigðisstarfsfólk sem hafði fengið kennslu í ungbarnanuddi nuddaði börnin í 15-20 mínútur tvisvar sinnum á dag. Börnin sem fengu nudd höfðu oftar hægðir á fyrsta og öðrum degi en samanburðarhópurinn. Þau voru líka með lægri gildi blossamælinga á fjórða og fimmta degi og lægra serum bilirubin á fjórða degi. Börn sem urðu það gul að þau þurftu á ljósameðferð að halda duttu út úr rannsókninni, 55% þeirra sem hófu þátttöku í samanburðarhópnum þurftu að hætta í rannsókninni vegna ljósameðferðar en eingöngu 24% barna í nuddhópnum hættu í rannsókninni vegna ljósameðferðar. Dregin er sú ályktun í greininni að ungbarnanudd geti dregið úr líkunum á því að heilbrigð, fullbura ungabörn fái gulu (Chen, Sadakata, Ishida, Sekizuka og Sayama, 2011). Ein rannsókn hefur verið gerð á áhrifum ungbarnanudds á börn sem eru í ljósameðferð. Sú rannsókn bendir til þess að ungbarnanudd sé hjálplegt sem viðbót við ljósameðferð við gulu. Á þriðja degi ljósameðferðarinnar voru börnin í nuddhópnum með marktækt lægra serum bilirubin en börn í samanburðarhópnum og tíðni hægða var einnig meiri hjá þeim. (Lin, Yang, Cheng og Yen, 2015 eins og vísað er til í grein Caffarelli o.fl., 2016). Ljósameðferð við gulu Í grein eftir Khaliq (2016) er fjallað um rannsókn hans á tveimur mismunandi aðferðum við að veita ljósameðferð við gulu: samfellda meðferð og ósamfellda meðferð. Megin niðurstöður hans voru þær að ósamfelld ljósameðferð var jafn árangursrík og samfelld ljósameðferð með tilliti til lækkunar á serum bilirubin hjá börnunum. Samfelld (hefðbundin) ljósameðferð fólst í ljósum í tvo klukkutíma á móti 20 mínútum í hlé (samtals 20 klst í ljósum á sólarhring). Ósamfelld ljósameðferð fólst í einni klukkustund í ljósum á móti 30 mínútum í hlé (samtals 16 klst í ljósum á sólarhring). Ljósameðferðin var stytt um 4 klst á sólarhring án þess að það drægi úr lækkun serum bilirubins hjá barninu. Foreldrarnir höfðu því lengri tíma á dag í snertingu við barnið sem hefur jákvæð áhrif á brjóstagjöf og tengslamyndun (Khaliq, 2016). Hefðbundin ljósameðferð á sængurkvennadeildinni felst í þremur klukkutímum í ljósum á móti 30 mínútum í hlé sem er sambærilegt við samfelldu ljósameðferðina í rannsókninni (20 klst/sólarhring í ljósum). Grein frá árinu 2015 segir frá rannsókn á mismunandi aðferðum við ljósameðferð. Börnin voru heilbrigð, fædd eftir a.m.k. 34 vikna meðgöngu, gulan var meðalslæm, byrjaði ekki á fyrsta sólarhring og var ekki vegna hemolysu. Annar hópurinn fékk hefðbundna meðferð sem fólst í ljósameðferð allan sólarhringinn fyrir utan stutt hlé til að börnin gætu nærst (brjóst, peli eða bæði). Hinn hópurinn fékk ljósameðferð í 12 tíma og hlé í 12 tíma. Það kom í ljós að í hópnum þar sem börnin voru í ljósameðferð 12 tíma á dag lækkaði serum bilirubin hraðar og börnin þurftu styttri ljósameðferð N E M AV E R K E F N I Nýburagula og nýjungar í meðferð Ásta Dan Ingibergsdóttir, ljósmóðir á Landspítala FYRIR 1/2 TIL 2 ÁRASTOÐMJÓLK TILBÚIN TIL DRYKKJAR SAM H LIÐ A BRJÓ STAG JÖ F PRÓTEININNIHALD SNIÐIÐ AÐ BÖRNUM Nánari upplýsingar um Stoðmjólkina má finna á vefsíðunni: ms.is/heilsa/heilsuvorur/stodmjolk C-VÍTAMÍN ÖRVAR JÁRNUPPTÖKU FYRIR TENNUR & BEIN BARNA ÞÆ G ILEG AR U M BÚ Ð IR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.