Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 27

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 27
27Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 en börnin sem fengu hefðbundna meðferð. Tilgangur rannsóknarinnar var meðal annars að meta hvort mögulegt og öruggt væri að veita ljósameðferð við gulu með dagdeildar fyrirkomulagi (Sachdeva, Murki, Oleti og Kandraju, 2015). Mögulegt er að veita ljósameðferð án innlagnar á sjúkrahús ef meðferðin er veitt heima með kennslu og eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Yfirlitsgrein frá 2016 fór yfir allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á heima-ljósameðferð (Snook, 2016). Niðurstöður yfirlitsins voru þær að það eru ýmsir kostir við heima-ljósameðferð svo sem aukin ánægja foreldra, minni kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið, minna rask fyrir fjölskylduna og komist er hjá ókostum sem fylgja innlögn á sjúkrahús. Samkvæmt greininni voru rannsóknirnar ekki af nægilega miklum gæðum til að hægt væri að fullyrða að heima-ljósameðferð sé sambærileg við spítala-ljósameðferð eða nægilega örugg fyrir nýburann. Tekið er fram að heima-ljósameðferð myndi eingöngu henta fullburða börnum með meðal alvarlega gulu og að það þyrfti að meta það vel hvort foreldrarnir geti veitt og vilji veita þessa meðferð heima. Engin greinanna um rannsóknir á heima-ljósameðferð komust að þeirri niðurstöðu að heima-ljósmeðferð væri óörugg eða óæskileg. Vegna þess að það eru ekki til nægilega sterkar rannsóknir á meðferðinni þyrfti hver og ein starfseining að meta það hvort og hvernig væri öruggt að innleiða heima-ljósameðferð á þeirra svæði. HEIMILDASKRÁ Caffarelli, C., Santamaria, F., Di Mauro, D., Mastorilli C., Mirra, V. og Bernasconi, S. (2016). Progress in pediatrics in 2015: choices in allergy, endocrinology, gastroenterology, genetics, haematology, infectious diseases, neonatology, nephrology, neurology, nutrition, oncology and pulmonology. Italian Journal of Pediatrics, 42(75), 1-17. DOI: 10.1186/s13052-016-0288-x. Chen, J., Sadakata, M., Ishida, M., Sekizuka, N. og Sayama, M. (2011). Baby Massage Ameliorates Neonatal Jaundice in Full-Term Newborn Infants. Tohoku Journal of Experimental Medicine, 223, 97-102. Khaliq, A. (2016). Comparison of continuous with intermittent phototherapy in the treatment of neonatal jaundice. Journal of Postgraduate Medical Insitute, 30(2), 173-6. Sachdeva, M., Murki, S., Oleti, T.P. og Kandraju H. (2015). Intermittent versus continuous phototherapy for the treatment of neonatal non-hemolytic moderate hyperbilirubinemia in infants more than 34 weeks of gestational age: a randomized controlled trial. Europian Journal of Pediatrics, 174, 177–181. DOI: 10.1007/s00431-014-2373-8. Snook, J. (2016). Is home phototherapy in the term neonate with physiological jaundice a feasible practice? A systematic literature review. Journal of Neonatal Nursing. Fyrirfram rafræn birting. DOI: 10.1016/j.jnn.2016.08.001. FYRIR 1/2 TIL 2 ÁRASTOÐMJÓLK TILBÚIN TIL DRYKKJAR SAM H LIÐ A BRJÓ STAG JÖ F PRÓTEININNIHALD SNIÐIÐ AÐ BÖRNUM Nánari upplýsingar um Stoðmjólkina má finna á vefsíðunni: ms.is/heilsa/heilsuvorur/stodmjolk C-VÍTAMÍN ÖRVAR JÁRNUPPTÖKU FYRIR TENNUR & BEIN BARNA ÞÆ G ILEG AR U M BÚ Ð IR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Höfundur ásamt skólasystrum eftir málstofu 2017.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.