Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Qupperneq 34

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Qupperneq 34
34 Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 Lausnir TM Software eru notaðar daglega af þúsundum heilbrigðisstarfs- manna á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins s.s. sjúkrahúsum, stofum sérfræðilækna, heilsugæslum, hjúkrunarheimilum auk apóteka. Við erum leiðandi í hugbúnaði fyrir heilbrigðiskerfið www.tmsoftware.is | Borgartúni 37, 105 Reykjavík | 545 3000 eftir fæðingu álitu 41% þeirra að ekki hefði verið eytt nægum tíma í slíka fræðslu í meðgönguvernd (Helga Gottfreðsdóttir o.fl., 2016). Klínískar leiðbeiningar um heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu gera ráð fyrir að frumbyrja mæti tíu sinnum í meðgönguvernd yfir meðgönguna og er þá meðtalin koma við 41. viku (Hildur Kristjánsdóttir o.fl., 2008). Gert er ráð fyrir að hver tími taki um hálftíma, utan fyrstu komu sem yfirleitt tekur um eina klukkustund. Frumbyrja er því hjá ljósmóður í samtals 5,5 klukkustundir yfir meðgönguna. Væri þessi sama frumbyrja í hópmeðgönguvernd er gert ráð fyrir að hún mæti tíu sinnum, í tvær klukkustundir í senn, utan fyrsta viðtals með ljósmóður sem tekur um klukkustund. Konan fær því 21 klukkustund í stað 5,5 klukkustunda með sinni ljósmóður á meðgöngutímanum. Vegna þess hve ríflegur tími gefst til fræðslu og umræðna er ekki talin þörf á að konur í hópmeðgönguvernd sæki sér sérstaklega fæðingarfræðslunámskeið (Andersson o.fl., 2013). Í hópmeðgönguvernd fá barnshafandi konur alla þá fræðslu sem þær þurfa á einum stað. Í hópum skapast andrúmsloft sem getur verið erfitt að skapa í samtali tveggja einstaklinga. Það að heyra aðrar konur tjá sínar tilfinningar, áhyggjur eða hugsanir getur verið hjálplegt til að viðurkenna sínar eigin tilfinningar og átta sig á að þær eru eðlilegar (Risisky o.fl., 2013; Andersson 2012). Nýleg hollensk rannsókn sýndi fram á að traust sem skapast í hópi kvenna í meðgönguvernd eykur félagslegan stuðning sem aftur eflir sjálfstraust þátttakenda (Kweekel, Gerrits, Rijnders og Brown, 2016). Konur eru líklegri til að spyrja og stofna til umræðna þekki þær hver aðra og þá ljósmóður sem sinnir fræðslunni. Auk þess þekkja ljósmæður betur fræðsluþarfir og óskir hópsins sem þær hitta ítrekað og fræðslan verður því hnitmiðaðri og líklegri til að skila árangri. Kostnaður er minni fyrir pör sem hefðu annars þurft að leita sér fræðslu utan meðgönguverndar og þá er jákvætt að í hópmeðgönguvernd koma saman konur úr sama hverfi sem auðveldar þeim að halda hópinn og veita hver annarri áframhaldandi stuðning eftir að börnin koma í heiminn. Viðhorf kvenna til hópmeðgönguverndar Rannsóknir sýna að konur í hópmeðgönguvernd eru ánægðar með fyrirkomulagið (C. Klima o.fl., 2009; Robertson o.fl., 2009). Konum finnst þær vel undirbúnar fyrir fæðinguna og foreldrahlutverkið og eru ánægðar með þá fræðslu og stuðning sem þær fá í hópmeðgönguverndinni (Ickovics o.fl., 2007). Að auki sýna rannsóknir að konur í hópmeðgönguvernd hafa meiri þekkingu á barneignarferlinu og að þekking þeirra eykst meira á meðgöngu samanborið við konur í hefðbundinni meðgönguvernd (Baldwin, 2006). Konur nefna að þeim finnist gott að fá upplýsingar beint frá ljósmæðrum og upplýsingar í gegnum spurningar annarra kvenna í hópnum sem þær sjálfar hefðu ekki þorað að spyrja, ekki munað eftir að spyrja eða ekki áttað sig á að þær skorti svör við (McNeil o.fl., 2012). Rannsóknir hafa sýnt fram á ýmsa kosti hópmeðgönguverndar fyrir barnshafandi konur, fagfólk og samfélagið í heild. Helst ber að nefna jákvæð áhrif hópeflis og jafningjastuðnings sem myndast meðal kvenna sem sækja hópmeðgönguvernd, aukinn tíma sem konur fá með ljósmóður á meðgöngu og þar með aukin tækifæri til fræðslu og umræðna. Niðurstöður rannsókna benda einnig til að konur séu betur undirbúnar fyrir fæðingu og hafi betri þekkingu á barneignarferlinu í heild en þær konur sem fá hefðbundna meðgönguvernd (Carter o.fl., 2016). Konum þykir stuðningur frá öðrum konum í hópmeðgönguvernd mikilvægasti þáttur meðgönguverndarinnar. Þær finna til öryggis í hópnum til að ræða það sem þeim liggur á hjarta um líðan sína, áhyggjur og hugrenningar og uppskera skilning og stuðning annarra kvenna og ljósmæðra (Herrman, Rogers og Ehrenthal, 2012; Novick o.fl., 2011; Teate o.fl., 2011). Með þátttöku í hópmeðgönguvernd öðlast makar einnig meiri þekkingu á meðgöngunni, barneignarferlinu og líðan barnshafandi kvenna enda hafa rannsóknir sýnt að konur sem höfðu maka sinn með í hópmeðgönguvernd fundu fyrir meiri stuðningi heima fyrir en þær konur sem mættu einar (Baldwin, 2006; McNeil o.fl., 2012; Rising, 1998). Í hópnum hitta þeir aðra maka, fá tækifæri til að ræða upplifanir sínar og uppskera stuðning og skilning frá öðrum í sömu stöðu. Það má ekki gleymast að í flestum tilfellum eru tveir einstaklingar að eignast barn en ekki bara konan sem ber barnið undir belti. Báðir einstaklingar þurfa að undirbúa sig og sækja sér fræðslu jafnvel þó það krefjist fjarveru úr vinnu. Í flestum tilfellum má með örlitlum sveigjanleika og opnum huga gera slíkar breytingar á barneignaþjónustu til góðs fyrir verðandi foreldra og samfélagið í heild. Fæðingarorlof maka er dæmi um nýjung sem krafðist hugarfarsbreytingar líkt og oft er þegar nýjar aðferðir eru teknar upp. Sveigjanleiki vinnuveitenda eða jafnvel sveigjanleiki í heilsugæslu gæti gert hópmeðgönguvernd mögulega fyrir stærri hóp fólks. Sums staðar hefur verið brugðið á það ráð að bjóða uppá hópmeðgönguvernd utan hins hefðbundna skrifstofutíma. SAMANTEKT Konur hafa þörf fyrir fræðslu og upplýsingagjöf á meðgöngu en rannsóknir benda til þess að væntingar þeirra séu ekki uppfylltar. Vaxandi áhersla á hvers kyns skimanir og eftirlit með líkamlegri heilsu getur beint athygli frá því að meðgangan er ekki síður aðlögun og undirbúningur fyrir breytt hlutverk. Hópmeðgönguvernd er áhugaverður kostur til að auka enn frekar tækifæri til sjálfsstyrkingar og valdeflingar barnshafandi kvenna. Að auki býður hópmeðgönguvernd barnshafandi konum og mökum þeirra heilsuvernd, stuðning og fræðslu á skemmtilegan, hagkvæman og áhrifaríkan máta. HEIMILDIR: Andersson, E., Christensson, K. og Hildingsson, I. (2013). Mothers‘ satisfaction with group antenatal care versus individual antenatal care--a clinical trial. Sex Reprod Healthc, 4(3), 113-120. doi:10.1016/j.srhc.2013.08.002 Baldwin, K. A. (2006). Comparison of selected outcomes of CenteringPregnancy versus traditional prenatal care. J Midwifery Womens Health, 51(4), 266-272. doi:10.1016/j. jmwh.2005.11.011 Carter, E. B., Temming, L. A., Akin, J., Fowler, S., Macones, G. A., Colditz, G. A. og Tuuli, M. G. (2016). Group Prenatal Care Compared With Traditional Prenatal Care: A Systematic Review and Meta-analysis. Obstet Gynecol, 128(3), 551-561. doi:10.1097/ aog.0000000000001560 Herrman, J. W., Rogers, S. og Ehrenthal, D. B. (2012). Women‘s perceptions of centeringpregnancy: a focus group study. MCN Am J Matern Child Nurs, 37(1), 19-26. doi:10.1097/NMC.0b013e3182385204 Hildingsson, I. og Radestad, I. (2005). Swedish women‘s satisfaction with medical and emotional aspects of antenatal care. J Adv Nurs, 52(3), 239-249. doi:10.1111/j.1365- 2648.2005.03584.x Ickovics, J. R., Kershaw, T. S., Westdahl, C., Magriples, U., Massey, Z., Reynolds, H. og Rising, S. S. (2007). Group prenatal care and perinatal outcomes: a randomized controlled trial. Obstet Gynecol, 110(2 Pt 1), 330-339. doi:10.1097/01. aog.0000275284.24298.23 Klima, C., Norr, K., Vonderheid, S. og Handler, A. (2009). Introduction of CenteringPregnancy in a public health clinic. J Midwifery Womens Health, 54(1), 27-34. doi:10.1016/j.jmwh.2008.05.008 Klima, C. S. (2003). Centering pregnancy: a model for pregnant adolescents. J Midwifery Womens Health, 48(3), 220-225. Manant, A. og Dodgson, J. E. (2011). CenteringPregnancy: an integrative literature review. J Midwifery Womens Health, 56(2), 94-102. doi:10.1111/j.1542-2011.2010.00021.x McNeil, D. A., Vekved, M., Dolan, S. M., Siever, J., Horn, S. og Tough, S. C. (2012). Getting more than they realized they needed: a qualitative study of women‘s experience of group prenatal care. BMC Pregnancy Childbirth, 12, 17. doi:10.1186/1471-2393- 12-17 Novick, G., Sadler, L. S., Kennedy, H. P., Cohen, S. S., Groce, N. E. og Knafl, K. A. (2011). Women‘s experience of group prenatal care. Qual Health Res, 21(1), 97-116. doi:10.1177/1049732310378655 Rising, S. S. (1998). Centering pregnancy. An interdisciplinary model of empowerment. J Nurse Midwifery, 43(1), 46-54. Rising, S. S., Kennedy, H. P. og Klima, C. S. (2004). Redesigning prenatal care through CenteringPregnancy. J Midwifery Womens Health, 49(5), 398-404. doi:10.1016/j. jmwh.2004.04.018 Robertson, B., Aycock, D. M. og Darnell, L. A. (2009). Comparison of centering pregnancy to traditional care in Hispanic mothers. Matern Child Health J, 13(3), 407-414. doi:10.1007/s10995-008-0353-1 Teate, A., Leap, N., Rising, S. S. og Homer, C. S. (2011). Women‘s experiences of group antenatal care in Australia--the CenteringPregnancy Pilot Study. Midwifery, 27(2), 138-145. doi:10.1016/j.midw.2009.03.001 Wedin, K., Molin, J. og Crang Svalenius, E. L. (2010). Group antenatal care: new pedagogic method for antenatal care--a pilot study. Midwifery, 26(4), 389-393. doi:10.1016/j.midw.2008.10.010

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.