Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 36
36 Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 Í blíðskaparveðri var hin árlega 5. maí ráðstefna í tilefni Alþjóðadags ljósmæðra haldin í Nauthólsvík í Reykjavík. Ráðstefnunefnd á vegum Ljósmæðrafélagsins, Þróunarstofu Heilsugæslunnar, mæðraverndar, Námsbrautar í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og fagráðs ljósmæðra við Landspítala, á þakkir skildar fyrir góðan undirbúning. Hugtökin salutogenesis og samskipti og hvernig þau endurspeglast í ljósmóðurfræðinni voru á margan hátt kjarninn í erindum dagsins. Salutogenesis er heilsuefling (og byggir á hugmyndum Antonovsky) sem fjallar meðal annars um uppruna heilsunnar; vellíðan og trú á eigin getu til að takast á við lífið á jákvæðan hátt og að erfið reynsla getur verið þroskandi og sjálfstyrkjandi. Samskipti ljósmóðurinnar felast meðal annars í að koma til móts við konu og fjölskyldu hennar, þar sem hún er stödd og að hún upplifi sig við stjórn – allt lífið. Gestafyrirlesari ráðstefnunnar var Lesley Page, hin þekkti leiðtogi ljósmæðra í Bretlandi og á alþjóðavísu. Lesley er okkur að góðu kunn, en hún hefur tvisvar áður komið til Íslands, og veitt innblástur við að móta kennslu í ljósmóðurfræði og barneignarþjónustu. Í fyrirlestrum sínum núna lagði hún áherslu á framtíð ljósmæðrahjálpar, hversu mikilvæg hún sé í að vernda hina eðlilegu fæðingu til að bjarga og þróa hágæða barneignarþjónustu, bæði í þróunarlöndum þar sem fátækt ríkir og í velmegun hins tæknilega vestræna heims. Tár sáust á hvarmi þegar Lesley sagði frá ferðalögum sínum og frá bágum aðstæðum kvenna og barna og hvernig mannréttindi eru víða brotin gagnvart barnshafandi konum. Víða vantar hina mannlegu nánd og ljósmæðraþekkingu til að styðja við eðlilegt barneignarferli. Margar okkar hafa eflaust hugsað hversu heppin við erum hér á Íslandi með okkar aðstæður og góðan árangur í barneignarþjónustunni. Hér heima má þó margt bæta og mörg aðkallandi verkefni eins og að bæta þjónustu við barnshafnandi konur af erlendum uppruna, flóttakonur og fjölskyldur þeirra. Í erindi um siðferðilegt viðmót í starfi fjallaði Salvör Norðdal forstöðumaður Siðfræðistofnunar við Háskóla Íslands um hvernig siðareglur geta verið hvetjandi í starfi. Hún ræddi meðal annars um hvernig dyggð og mannkostir skipta máli þegar við tökumst á við erfið verkefni, hvernig við þurfum að vera næm á tilfinningar og nota innsæi og dómgreind til að taka ákvarðanir. Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóður á Landspítala og doktorsnemi í ljósmóðurfræði sagði frá rannsókn sinni og annarra sem staðfesta hversu mikil áhrif stuðningur ljósmóður hefur á fæðingarreynslu. Hún benti einnig á salutogenesis niðurstöður sem sýna að þótt fæðingarreynsla sé erfið þarf hún ekki að vera neikvæð. Í áhrifamiklu erindi byggðu á doktorsrannsókn Sunnu Símonardóttur, mannfræðings um erfiða reynslu mæðra af brjóstagjöf kom fram hversu erfitt það er fyrir nýbakaðar mæður að upplifa valdleysi. Þetta minnti á þátt okkar ljósmæðra í valdeflingu kvenna svo þær geti borið ábyrgð og tekið sjálfstæða ákvörðun um brjóstagjöf: að á þær sé hlustað og þegar konan þarf að hætta með barn á brjósti upplifi hún sig „samt sem góða móður“. Auðbjörg Bjarnadóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur á Kirkjubæjarklaustri fór á kostum þegar hún sagði á léttan hátt frá samskipum sínum við samstarfsfólk í heilbrigðisgeiranum í Reykjavík, Alþjóðadagur ljósmæðra, 5. Maí 2017: Ljósmæður, mæður og fjölskyldur, í sambandi allt lífið okkar árlega ráðstefna

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.