Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 41

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Side 41
41Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 Í lok síðasta árs 2016, birtist eftirfarandi í auglýsingu frá Hjúkrunarfræðideild við Háskóla Íslands: Fimmtudaginn 15. desember ver Sigfríður Inga Karlsdóttir doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði sem ber heitið: Sársauki í fæðingu: Væntingar og reynsla kvenna. Pain in childbirth: Women’s Expectations and Experience. Umsjónarkennari og aðalleiðbeinandi var dr. Herdís Sveinsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Meðleiðbeinendur voru dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, og dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Billie Hunter, prófessor við Cardiff University, dr. Ingela Lundgren, prófessor við Háskólann í Gautaborg, og dr. Thor Aspelund, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Andmælendur eru dr. Soo Downe, prófessor við háskólann í Central Lancashire í Bretlandi, og dr. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Vörn Sigfríðar Ingu, dósents við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, fór afar vel fram og var okkur ljósmæðrum sem þar voru mikið gleðiefni. Fræðasamfélagi ljósmæðra á Íslandi vex fiskur um hrygg, en Sigfríður Inga er fjórða ljósmóðirin til að hljóta doktorsgráðu í ljósmóðurfræðum, sú þriðja frá Háskóla Íslands. Fyrsta doktorsvörnin fór fram fyrir 10 árum frá Thames Valley University í London árið 2006. Umföllunarefni doktorsrannsóknarinnar var sársauki og barneignarferlið, efni sem er eitt af mikilvægustu viðfangsefnun ljósmóðurfræðinnar. Mikilvægt til að geta unnið með margþætta þekkingu um þetta efni með konum á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu. Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á væntingum og reynslu kvenna af sársauka í fæðingu og greina hvaða þættir hafa forspárgildi varðandi jákvæða reynslu af sársauka í fæðingu og hvernig konur undirbúa sig fyrir sársaukann og hvað þær gera sjálfar til að takast á við hann. Helstu niðurstöður voru að þær að konur undirbúa sig og nota eigin aðferðir til að takast á við sársauka í fæðingu. Það sem hafði sterkasta forspárgildi fyrir jákvæða upplifun af sársauka í fæðingu var: jákvæð viðhorf til fæðingar á meðgöngu, stuðningur frá ljósmóður meðan á fæðingu stóð, notkun mænurótardeyfingar, menntun og lítill sársaukastyrkur í fæðingu. Doktor Sigfríður Inga bendir á, hvernig niðurstöður hennar ítreka mikilvægi þess að taka tillit til sjónarhorns kvenna þegar barneignarþjónusta er skipulögð og að leggja áherslu á salutogenesis eða heilsueflandi viðhorf sem hafa áhrif á jákvæða upplifun af sársauka í fæðingu. Ólöf Ásta Ólafsdóttir Ljósmæðrablaðið óskar Sigfríði Ingu til hamingju með doktorsnafnbótina Sigfríður Inga með andmælendum fyrir doktorsvörnina.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.