Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 23
Vegna mikillar umræðu og fjölda fyrirspurna frá foreldrum barna sem æfa og leika sér á gervigrasvöllum við Varmá og á gervigras- völlum við grunnskólana í Mosfellsbæ verður gripið til eftir- farandi ráðstafana á næstu dögum. Umhverfisstofnun mun taka sýni á mismunandi sparkvöllum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Mosfellsbæ, til að fá sýnishorn af mis- munandi gerðum og samsetningu af dekkjarkurli til rannsókna. Um er að ræða fleiri en eina gerð af gúmmíkurli á völlum með mismun- andi samsetningu. Markmið rannsóknanna er að kanna skaðsemi umrædds gúmmíkurls og gefa í framhaldinu sveitarfélögum og öðrum rekstraraðilum sparkvalla með gúmmíkurli leiðbeiningar varðandi þörf á endurnýjun þeirra. Skv. upplýsingum frá Umhverfisstofnun hafa sveitarfélög á hinum Norðurlöndunum ekki sett neinar takmarkanir á notkun þessa dekkjakurls á sparkvöllum sínum og telja ekki ástæðu til að láta fjar- lægja það. Nánari upplýsingar um niðurstöðu mælinganna og ákvarðanir í kjölfarið verða aðgengilegar á heimasíðu Mosfellsbæjar. Mosfellsbær Upplýsingar frá Mosfellsbæ um gúmmíkurl á gervigrasvöllum M yn d/ Ra gg iÓ la www.mosfellingur.is - 23 Afturelding!

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.