Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 8
 - Fréttir úr bæjarlífinu8 Páll Helgason, tónlistarmaður og kórstjóri, lést laugardaginn 5. mars, á sjötugasta og öðru aldursári. Páll var fæddur á Akureyri 23. október 1944. Foreldrar hans voru Helgi Pálsson, kaupmaður og bæjarfulltrúi, f. á Akureyri 14. ágúst 1896, d. 19. ágúst 1964, og Kristín Pétursdóttir húsmóðir, f. 8. janúar 1900 á Tjörn í Vindhælishreppi í Austur-Húna- vatnssýslu, d. 5. desember 1989. Páll spilaði á gítar og bassa m.a. með hljómsveit Ingimars Eydal á hótel KEA. Páll stundaði síðar nám við Tónlistarskóla Mosfellshrepps undir stjórn Ólafs Vignis Albertssonar og lauk þaðan 8. stigi í tón- fræðum. Hann kenndi ennfremur tónlist við Klébergsskóla og Ásgarðsskóla um árabil. Páll Helgason var valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012. Páll var afkastamikill í tónlistarlífi lands- ins, þó mest í Mosfellsbæ, með þekktum útsetningum fyrir kóra og kom að stofnun fjölda kóra. Þar má nefna Álafosskórinn, Mosfellskórinn, Vorboða – kór eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Landsvirkjunarkórinn og Karlakór Kjalnesinga auk endurvakningu kóra svo sem eins og Karlakórinn Svanir á Akranesi og Karlakór Stefnis í Mosfells- bæ. Einnig kom hann að fleiri kórum s.s. stjórnandi Strætókórsins áður en hann veiktist. Blómlegt söngstarf þrífst í öllum þessum kórum í dag. Páll söng í Karlakórnum Stefni undir stjórn Lárusar heitins Sveinssonar um nokkra hríð. Þá var hann organisti í Braut- arholtskirkju, Saurbæjarkirkju og Reyni- vallakirkju. Páll var félagi í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar. Eftirlifandi eiginkona Páls er Bjarney S. Einarsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn. Andlát: Páll Helgason tónlistarmaður og kórstjóri Kærleiksvikan í Mosfellsbæ var haldin um miðjan febrúar. Ýmislegt skemmtilegt var á dagskrá og bar þar hæst hátíðarstund í Kjarna. Þar var Skógræktarfélag Mosfellsbæjar heiðrað fyrir öll þeirra góðu verk í þágu bæjarbúa. Fékk félagið afhenta glæsilega gjöf frá handverkstæðinu Ásgarði. Hátíðarstund í Kjarna í tilefni Kærleiksvikunnar í Mosó Skógræktarfélagið heiðrað í Kærleiksviku glæsilegur gripur afhentur í Kjarna Fyrirtækið Himintjöld var stofnað í febrúar 2015 í kringum þá hugsjón að bjóða öllum sem vilja, upp á að ferðast á einfaldan, fljótlegan og umfram allt skemmtilegan máta um náttúru Íslands. Að fyrirtækinu standa Benedikt Þ. Sigur- jónsson, Björn H. Sveinsson og Herdís K. Sigurðardóttir. Lager og uppstillingar eru í bílskúrsbili í Mosfellsbæ og er stefnan tek- in á að fara í eigin húsnæði. „Það verður mjög stórt skref fyrir okkar litla fyrirtæki sem vonandi verður að veruleika fyrir sumarið 2017,“ segir Herdís sem rak áður hárgreiðslustofuna Sprey í Mosfellsbæ. „Við stofnun fyrirtækisins var sú ákvörð- un tekin að fá ekkert utanaðkomandi fjármagn heldur vinna fyrirtækið upp frá grunni, eitt skref í einu, á okkar eigin verð- leikum og dugnaði. Ásamt því að vera alltaf á höttunum eftir spennandi vörum sem gera ferðalög um Ísland auðveldari. Himintjöld flytur inn vörur frá Gordigear í Ástralíu og BioLite í Bandaríkjunum og er með þær til sölu og leigu. Þessi fyrirtæki sérhæfa sig í framúrstefnulegum og fram- úrskarandi ferðavörum. Nánari upplýsingar um Himintjöld og þeirra þjónustu og vörur er að finna á www. himintjold.com. Fyrirtækið Himintjöld vill bjóða upp á einfaldan ferðamáta Flytja inn vörur sem henta íslenskri náttúru BenediKt, herdís og Björn Starf við stuðning inn á heimili VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni í hluta- starf til að annast stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða stuðning við unga fatlaða stúlku og fjölskyldu hennar. Hlý, hress og drífandi manneskja óskast til að aðstoða með börn og bú. Við erum fjögurra manna fjölskylda og hundur sem búum í Mosfells- bæ. Eldri stelpan okkar er 6 ára og stundar hún nám í grunnskóla í Mosfellsbæ. Yngri stelpan okkar er í leikskóla í Reykjavík. Hún er greind með CP, samþætta sjón-og heyrnarskerðingu og þroska- ­hömlun.­Hún­þarf­aðstoð­við­flest­allar­athafnir­daglegs­lífs. Starfið­felst­í­því­að­sækja­í­leikskóla/skóla,­almenn­heimilisstörf­og­ liðveisla fyrir yngra barnið. Einnig væri frábært ef foreldrar gætu annað slagið brugðið sér af bæ og gert sér dagamun. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og bíl til umráða. Íslenskukunnátta er skilyrði. Fjöldi vinnustunda eru a.m.k. 80 klst. í mánuði. Mikilvægt er að viðkomandi­búi­yfir­lipurð­í­mannlegum­samskiptum,­sveigjanleika,­ stundvísi og áreiðanleika Á heimili okkar í Mosfellsbæ erum við með 80 m2 íbúð á neðri hæð sem er með sérinngangi og lokað er á milli hæða. Til greina kemur fyrir áhugasama að leigja þá íbúð á hagstæðum kjörum. Umsóknarfrestur er til 14.mars nk. Umsókn, ferilskrá og­listi­yfir­meðmælendur­(tveir­að­lágmarki)­ skal senda á karen@festi.is.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.