Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 10.03.2016, Blaðsíða 24
 - Aðsent efni24 Ég er meiddur... Ég bögglaði hnéð á mér fyrir nokkrum vikum. Meiðsli eru algengasta afsökun fólks fyrir því að hreyfa sig ekki. Afsökun fyrir því að leggjast í kör og borða meira. Ég fann þetta hjá sjálfum mér þegar ég lenti í hnémeiðslunum. Ég vorkenndi sjálfum mér ægilega mikið og hugs- aði um allt það sem ég gæti ekki gert en langaði mikið að gera. Ég leyfði mér að vera í þessu sjálfsvorkunnar- ástandi í 1-2 daga en reif mig svo upp úr því og minnti mig á það væri margt sem ég gæti gert þótt ég þyrfti að hvíla hnéð. Ég tók erfiðar styrktaræfingar fyrir efri hluta líkamans, léttar lið- leikaæfingar fyrir neðri hlutann. Fór í nudd, sjósund, rólega göngutúra og sitt hvað fleira. Hvíldi spretti, erfiðar styrktaræfingar fyrir neðri hluta líkamans og brasilíska jiu jitsuið. Hugsaði jákvætt, lét mig hlakka til að komast aftur í þessar æfingar og einbeitti mér að því að koma hnénu í lag. Mín meiðsli voru bara smá-vægileg, en samt datt inn hjá mér vælupúkinn sem vildi henda mér upp í sófa og láta mig hanga þar og vorkenna sjálfum mér alla daga og nætur. Við verðum að taka á vælupúkanum þegar hann birtist, hálfglottandi og sigurviss. Henda honum strax af öxlinni og sem lengst í burtu frá okkur. Lesa í staðinn fréttir af fólki sem virkilega þarf að takast á við áskoranir og notar það sem hvatningu. Ég las nýlega um Nikki Bradley. Hún er með sjaldgæft bein- krabbamein og þarf að nota hækjur alla daga. Lætur það ekki stoppa sig, langt því frá. Hún kom til Íslands í lok febrúar til að ganga á hækjum upp Hvannadalshnjúk. Ég hlakka til að lesa meira um það ævintýri. Tökum Nikki okkur til fyrirmyndar. Finn- um leiðir til þess að hreyfa okkur og njótum þess að vera fersk og lifandi. Heilsumolar gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is ími: 586 0 Segja má að líf okkar sé í raun sam- sett úr ótölulegum fjölda augna- blika sem við getum kallað núið. Ef við erum ekki í núinu má segja að við séum ekki til staðar í lífinu, gleymum að njóta líðandi stundar. Í hröðu samfélagi nútímans ein- kenna margskonar áreiti líf okkar flestra, við þurfum að takast á við alls kyns áskoranir, gegna mörgum hlut- verkum og svo mætti lengi telja. Slíkt ástand getur kallað fram streitu hjá einstaklingum og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO) þá er streita og andleg vanlíðan einn helsti heilsuvandi Vestur- landabúa um þessar mundir. Hvað er núvitund? Hugurinn hefur tilhneigingu til að fara með okkur á flakk um fortíð og framtíð auk þess sem hann er alltaf að meta, skilgreina, flokka og skipuleggja – bæði meðvitað en oftast ómeðvitað. Mörg okkar glíma einn- ig við sjálfsgagnrýni og neikvæð- ar hugsanir og mótast líðan okkar mjög af þessum þáttum. Á meðan líður lífið hjá án þess að við tök- um eftir öllum þeim stóru sem smáu ævintýrum sem eru í boði bæði innra með okkur og allt um kring. Núvitund (e. mindfulness) merkir í raun að vakna til meðvitundar um okkur sjálf og lífið á líðandi stundu, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt. Núvitund þýðir að við erum með hugsunum okkar á meðvitaðan hátt, tökum eftir þeim án þess að dæma og festa okkur í þeim - lærum að velja hvert og hvernig við beinum athygli okkar. Á þann hátt fáum við tækifæri til að losna undan valdi hugans og skynja okkur sjálf og lífið í vinsemd og sátt. Ávinningurinn Fjöldamargar rannsóknir hafa verið gerð- ar á núvitund síðustu ár og er niðurstaðan sú að þeir sem stunda núvitundaræfingar hafa betri skilning á tilfinningum sínum, eru hamingjusamari, eiga auðveldara með að setja sig í spor annarra, búa yfir meiri persónulegri hæfni, hafa meiri sjálfsvirð- ingu og eru sáttari í eigin skinni. Núvitund styrkir einnig ónæmiskerfið, getur dregið úr þrálátum verkjum, vinnur gegn þunglyndi og kvíða og getur jafnvel haft jákvæð áhrif á t.d. of háan blóðþrýst- ing og hjartavandamál. Samkvæmt rannsóknum er núvitund einfaldlega ein öflugasta leiðin sem við þekkjum í dag til að losna undan streitu og efla heilbrigði, vellíðan, sátt og jákvætt hugarfar. Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ Verum hér og nú Maður kom á bifvélaverkstæðið og hitti þar fyrir bifvélavirkjann. Get- ur þú gert við bílinn minn, sagði maðurinn. Já ekkert mál, sagði bif- vélavirkinn, en ég kemst ekki í það alveg strax af því að ég er að fara í fótaaðgerð. Ha, sagði hinn, ertu að fara í hvað? Nú ég er að fara í fótaaðgerð, svaraði bifvélavirkinn, þú veist þar sem að það er tekið siggið af hælunum, klipptar neglurnar og þær snyrtar og allt það. Fóta- aðgerð! Er þetta ekki bara ekki eitthvað bölvað pjatt? spurði viðskiptavinurinn. Upphersla á fótabúnaði Pjatt! Gall í bifvélavirkjanum. Þú verður að læra að hugsa um fæturna þína eins og bílinn þinn, sagði bifvélavirkinn. Þú ferð ekkert langt á lélegum dekkjum eða hvað? Líkami okkar er eins og vél í bíl þar sem fæturnir eru dekkin. Það er ekki nóg að bíllinn þinn líti voðalega út ef dekkin eru gatslitin. Fæturn- ir eru undirstaðan, þú veist. Við verðum að fara reglulega í upp- herslu á fótabúnaðinum okkar alveg eins og með bílinn. Hmm, sagði hinn og var hugsi, en bíddu eru það ekki bara einhverjar kjell- ingar sem fara í svona? Konur og menn Bifvélavirkinn starði með undrunarsvip á viðskiptavininn og sagði svo: Veistu bara ekkert um þetta maður? Nú skal ég segja þér hvernig þetta fer fram. Þetta er bara þannig að maður kemur þarna á stofuna til stelpnanna. Þú ferð í heitt og notalegt fótabað. Færð gott kaffi. Svo situr maður þarna og slappar af og spjallar við fótaað- gerðafræðinginn um daginn og veginn á meðan að fæturnir eru teknir í gegn. Svo eftir klukkutíma gengur þú út eins og nýr maður. Kemur svo heim og konan agalega kát þegar þú skríður upp í vegna þess að nú er ekkert hart sigg á hælunum sem að rispar leggina á henni. Þannig að kannski er þetta bara fyrir okkur bæði. Annars get ég sagt þér að það eru fleiri karlar en konur sem fara í fótaaðgerð ! Hmm er það, sagði mað- urinn verulega hissa. En hva afhverju talar enginn um þetta ? Íslenskir karlmenn fara í fótaaðgerð! Pantaðu þér tíma strax í dag! Jóna Björg Ólafsdóttir Fótaaðgerðafræðingur Líkami og sál s. 566-6307 Íslenskir karlmenn POWERtalk eru alþjóðleg samtök sem leggja áherslu á einstaklingsmiðaða þjálf- un í tjáningu sem skilar árangri. Samtökin virkja fólk til þátttöku í umræðum, bjóða leiðtogaþjálfun og auka færni fólks við kynningar og fundarstjórnun. Samtökin hafa engan fjárhagslegan ávinning. Ávinningurinn felst í því að fólk öðlist þá færni og sjálfstraust sem þarf til að flytja mál sitt af öryggi, hvort sem er í ræðu eða riti, við ýmis tækifæri. Starfsem- in byggir á einstaklingsmiðaðri jafningja- fræðslu sem hvetur fólk til dáða þar sem tjáskipta- og stjórnunarhæfileikar skipta sköpum til starfsframa og þátttöku á opin- berum vettvangi. Þann 5. mars 1986 var POWERtalk deild- in Korpa stofnuð í Mosfellsbæ. Korpa fagn- aði því 30 ára afmæli sínu s.l. helgi. Félag- ar deildarinnar blésu til afmælisfundar fimmtudaginn 3. mars 2016, í Safnaðar- heimili Lágafellssóknar. Fjölmargir gestir komu og fögnuðu afmælinu með félögum deildar- innar. Vel var gert við þá í mat og drykk, ásamt góðri hressingu fyrir sál- ina með skemmtilegri dagskrá. Heiðursgestur afmælisfundarins var einn af stofnfélögum deildarinnar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingiskona. Í ávarpi sínu sagði hún fundargestum frá mikilvægi þess fyrir sig að hafa fengið þjálfun í að undir- búa mál sitt og flytja það fyrir hóp af fólki. Einnig fjallaði hún um þann góða vinskap sem myndast innan deildarinnar og per- sónulega tengslanetið sem stækkar mikið er maður starfar í samtökunum. Á 30 árum hafa um 130 manns notið góðs af því starfi sem fer fram í POWER- talk deildinni Korpu. Fólk kemur úr öllum áttum og hefur mismunandi þekkingu og reynslu. Einstaklingurinn finnur fljótt að fátt eða ekkert er ómögulegt. Það virðist alltaf einhver hafa lausn eða þekkingu til að vinna þau mál sem þarf að leysa. Í Korpu er enginn eins en allir vinna saman og nýta tækifæri sín vel. POWERtalk-deildin Korpa er stað- sett í Mosfellsbæ og fundar annan hvern fimmtudag í Safnaðarheimili Lágafells- sóknar. Næsti fundur er fimmtudaginn 17. mars kl. 20:00. Það vill svo skemmtilega til að þá verða kappræður á milli tveggja deilda. Korpa keppir við POWERtalk deild- ina Hörpu frá Reykjavík. Korpa hefur feng- ið það hlutverk að leggja til að heilbrigðis- kerfið verði einkavætt. Kappræðulið Hörpu mótmælir tillögunni. Að sjálfsögðu ætlar Korpa að vinna þessa úrslitaviðureign og hampa bikarnum í lok kvöldsins. Kappræð- ur eru einstaklega líflegar og skemmtilegar á að horfa og því tilvalið að koma á fund hjá Korpu fimmtudaginn 17. mars kl 20:00 í Safnaðarheimilinu, Þverholti 3. Það eru allir velkomnir. Lóa Björk Kjartansdóttir POWERtalk deildin Korpa 30 ára

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.