Mosfellingur - 23.06.2016, Side 16

Mosfellingur - 23.06.2016, Side 16
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Lausar stöður í Krikaskóla Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skóla- stefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2016-2017 verða um 210 börn á aldrinum 2-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf. Skilyrði fyrir ráðningu í Krikaskóla er að viðkomandi hafi ánægju af börnum í öllum sínum fjölbreytileika, hafi ríka samskiptahæfni í hröðu og lifandi umhverfi skólastarfsins og eigi auðvelt með að taka ábyrgð á sjálfum sér. Starf íþróttakennara er laust til umsóknar: Íþróttakennari í Krikaskóla sinnir kennslu bæði á leik- og grunnskólastigi ásamt aðkomu að frístundastarfi með 6 til 9 ára börnum. Viðkomandi sér einnig um sundkennslu. Samkomulag er gert við íþróttakennara með heimild í kjarasamningi vegna 200 daga skólaárs og aldurssamsetningar skólans. Um 100% starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara. Starf aðstoðarmanns í eldhúsi er laust til umsóknar: Aðstoðarmaður í eldhúsi er matráði innan handar með hvað eina sem fellur til í eldhúsi skólans. Um 100% starf er að ræða. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2016. Áhugasömum er bent á að kynna sér heimasíðu skólans www.krikaskoli.is og senda má inn fyrirspurn og/eða umsókn um starf á netfangið krikaskoli@krikaskoli.is Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Krikaskóla, Þrúður Hjelm (thrudur@krikaskoli.is eða Ágústa Óladóttir sviðstjóri Krikaskóla (agusta@krikaskoli.is) í síma 578-3400. - Dreift frítt í Mosfellsbæ, á Kjalarnes og í Kjós16 Tjaldsvæðið að Mosskógum í Mosfellsdal hefur orðið æ vinsælla undanfarin ár. Í vor var aðstaðan öll endurbætt og meðal ann- ars reist gróðurhús sem hugsað er undir gistiaðstöðu. Boðið verður upp á það að tjalda innandyra. Á laugardaginn verður formleg opnun á Camping gróðurhúsa- gistingunni. Í gróðurhúsinu er ágætis eldhúsaðstaða sem öllum gestum tjaldsvæðisins stendur til boða auk grillaðstöðu og annarra huggu- legheita. Að sögn tjaldbænda fer sumarið vel af stað enda beri gestum saman um að þetta sé mest kósí tjaldsvæði landsins. Tjaldsvæðið Mosskógum vinsælla með hverju árinu • Nýjung í ferðaþjónustunni Bjóða uppá gróðurhúsagistingu Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 586 8080 Örugg og góð þjónusta Skytturnar þrjár úr Mosfellsbænum hafa haft í nógu að snúast að undanförnu. Þær gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeist- arar í 50m liggjandi riffli í liðakeppni. Skytturnar eru Margrét Linda Alfreðsdóttir, Bára Einarsdóttir og Guðrún Ragnhildur Hafberg. Þá varð Bára einnig Íslands- og bikar- meistari í einstaklingskeppni. Árangur á Landsmóti 50+ Skytturnar þrjár brugðu sér til Ísafjarðar á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fór helgina 10.-12. júní. Þar þurfti sú yngsta að láta sér nægja að vera þjálfari og liðsstjóri sökum aldurs. Árangurinn lét ekki á sér standa. Guðrún nældi í silfur í bogfimi, í skotfiminni varða Margrét í 1. sæti og Guðrún 2. sæti. Í frjáls- um íþróttum tók Guðrún brons í kringlu- kasti, kúlu og spjótkasti en hún var að prufa þessar greinar í fyrsta sinn. Loka- og aðalgreinin á mótinu var stíg- vélakast. Margrét var með forystuna lengi Skytturnar þrjár sigursælar Margrét Linda, Bára og guðrún HafBerg Hrein upplifun Íslenskar froðusápur sem sótthreinsa og mýkja húðina Miana handsápur fást í verslunum og apótekum um land allt

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.