Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 26
 - Aðsent efni26 Áfram Ísland! Fátt er betra fyrir heilsuna en sam-vera með jákvæðu fólki. Á sama hátt og fátt er verra fyrir heilsuna en mikil samvera með leiðinlegu fólki. Ég fór í þriggja daga æfingaferð með frábæru fólki núna í júní. Það gaf mér mikið, bæði líkamlega og and- lega, og ég kom endurnærður heim. Þessi ferð var tilraunaferð. Hug-myndin var að tengja saman fjöl- breyttar æfingar, útiveru, gott veður (pantað með löngum fyrirvara), lifandi landslag, jákvætt fólk, góðan mat og hæfilegar áskoranir af ýmsu tagi. Mér fannst þetta takast frábær- lega og hlakka mikið til næstu ferðar. Íslendingar eru að upplagi jákvætt fólk. Okkur líður best þegar við getum sameinast um eitthvað skemmtilegt og spennandi. EM í fótbolta er skýrt dæmi. Stór hluti þjóðarinnar fór til Frakklands og all- ar fréttir af okkar fólki eru jákvæðar. Enginn með vesen, allir brosandi og kátir, að njóta þess að vera til. Þetta smitar út frá sér til okkar sem erum heima. Við samgleðjumst með þeim sem eru úti og fjarstyðjum strákana til dáða. Það hlustar enginn á Útvarp Sögu þessar vikurnar og enginn nennir að velta sér upp úr lúalegum kosningabrögðum, það tekur enginn eftir þeim þannig að menn geta al- veg eins hætt að reyna. Ég legg til að við höldum fast í þessa jákvæðni að EM loknu. Pössum okkur á að detta ekki í neikvæðu gildrurnar þegar þær laumast upp að okkur. Pössum okkur á neikvæða fólkinu. Þeim fáu sem þrífast best í eymd og volæði og engjast um eins og ormar á öngli þegar allir jákvæðu EM straumarnir fljóta á milli Íslendinga. Við höfum margt að vera þakk-látir fyrir, Íslendingar, landið, miðin, tækifærin, hvert annað. Því jákvæðari sem við erum í hugsun og samskiptum, því lengra komumst við í því sem við fáumst við í okkar daglega lífi. Og því betur líður okkur öllum. Heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is 2 fyrir 1 á ís alla þriðjudaga HÁHOLT 14 - 270 MOSFELLSBÆ - SÍMI 566 8043 HE IM ILIS MA TU R Í H ÁD EG INU AL LA VI RK A D AG A Eins og flestir bæjarbúar tóku eft- ir síðastliðið haust fór íþrótta- og tómstundanefnd af stað með flott verkefni og fengu okkur Árna til liðs við sig. Þetta voru tímar sem byggðu á samveru fjölskyldunnar í íþróttasalnum. Við vorum með fjölbreytta dagskrá, fengum til okkar flotta gesti og buðum upp á allar helstu íþróttagreinarnar svo sem fótbolta, körfubolta, handbolta, bandý, bad- minton og borðtennis. Við vorum einnig með leikjaþema þar sem all- ir léku saman börn og fullorðnir. Okkur fannst þetta frábært framtak og fannst jákvætt að sjá samveru fjölskyldunnar færast úr sjónvarpssófanum á laugardagsmorgni yfir í hreyfingu og skemmtun í íþróttasaln- um. Vegna anna í íþróttahúsinu vegna móta þurftum við nokkr- um sinnum að færa okkur til, og þá var meðal annars boðið upp á fjölskyldu skíðaferð í Skálafelli í frábæru veðri, farið í sund í Lága- fellslaug þar sem við lékum okkur í Wipeoutbrautinni, farið í ratleik um svæðið í kringum Varmá og farið í leiki í íþróttahúsinu við Lágafell. Það jákvæðasta við þetta var að það stóð öllum bæjarbúum til boða að kostnaðarlausu að taka þátt með okkur og einnig var frítt fyrir þátt- takendur í sund í Varmárlaug. Næsta haust byrjum við svo aftur eftir gott sumarfrí og hlökkum auð- vitað til að sjá ykkur öll aftur. Mbk. Tobba og Árni Samvera fjölskyldunnar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.