Mosfellingur - 10.11.2016, Síða 8

Mosfellingur - 10.11.2016, Síða 8
 - Fréttir úr Mosfellsbæ8 Fjölskyldutímar í boði í allan vetur Alla laugardaga í vetur milli kl. 10:30 - 12:00 er boðið upp á fjölskyldutíma í íþróttahúsinu að Varmá ætlaða börnum á grunn- skólaaldri og allri fjölskyldunni. Eftir tímann fær fjöl- skyldan svo frítt í sund. Fjölskyldu- tímarnir hófu göngu sína í fyrra og byggjast á samveru fjölskyldunnar. Leiðbeinendur eru íþróttafræðing- arnir Þorbjörg Sólbjartsdóttir og Árni Freyr Einarsson. Sjá sölustaði á istex.is Gefðu hlýja jólagjöf Ábreiða úr hinni einstöku íslensku ull gerir hverja stund hlýja og notalega... Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu í Hlaðgerðarkoti, meðferðar- heimili Samhjálpar, var tekin miðvikudaginn 26. október. Bæjar- stjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Vörður Leví Trausta- son framkvæmdastjóri Samhjálpar tóku skóflustunguna. Tæpt ár er liðið frá því Samhjálp og 365 ehf. stóðu fyrir lands- söfnun á Stöð 2 fyrir þessu verki. Þá söfnuðust um 85 milljónir í gjöfum og loforðum þegar framkvæmdir hefjast. Áætlað er að loka húsinu um eða upp úr næstu áramótum. Nýja húsið, sem er fyrsti áfangi af þremur, verður 170 m2 að stærð og tengir tvö núverandi hús saman. Framkvæmdir hafnar við nýtt hús Samhjálpar í Dalnum • Byggt fyrir ágóða landssöfnunar Stór dagur í Hlaðgerðarkoti fyrsta skóflu­stu­ngan tekin í mosfellsdal Árlegir styrktartónleikar kirkjukórs Lága- fellssóknar, Jólaljós, verða haldnir í Guð- ríðarkirkju sunnudaginn 13. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og eru undir stjórn Jónasar Þóris Þórissonar og kynnir er Örn Árnason. Fjölmargir listamenn koma fram, m.a. Egill Ólafsson, Diddú, Birgir Haraldsson og Bergþór Pálsson. Allir þátttakendur í Jólaljósi gefa vinnuna sína og rennur allur ágóðinn óskiptur til styrkþega. Styrkurinn rennur til Fyrstu tengsla Að þessu sinni rennur styrkurinn til MFB eða Fyrstu tengsla sem er miðstöð foreldra og barna þar sem unnið er með forvarnir og meðferð gegn þunglyndi og kvíða í eitt ár eftir fæðingu barns. MFB hóf starfsemi sína á Reykjalundi fyrir átta árum með velvilja SÍBS en er nú í húsnæði þeirra að Síðumúla 6. Það voru þær Anna María Jónsdóttir geðlæknir, Helga Hinriksdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Stefanía B. Arnardóttir sérfræðingur í fjölskylduhjúkrun og Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir sem stofnuðu MFB. Þær hafa langa reynslu af að vinna með þunglyndi, kvíða og áföll. Hjálpa við að mynda tilfinningatengsl „Það vita allir foreldrar hvað það að eign- ast barn kallar á miklar breytingar í lífinu og aukið álag. Þeir foreldrar sem hafa orð- ið fyrir áföllum eða eiga erfiða reynslu úr barnæsku upplifa gjarnan vanmátt og ótta gagnvart fæðingu og foreldrahlutverkinu. Einnig ef þeir eru ungir eða njóta lítils stuðnings fjölskyldu. Meðferðin beinist að því að draga úr kvíða og vanlíðan og að foreldrar finni til gleði og njóti samvista við barnið sitt,“ segir Helga Hinriksdóttir. Er þakklát fyrir stuðninginn „Við viljum stöðva hið svokallaða milli- kynslóðasmit þar sem neikvæð mynstur færast á milli kynslóða. Ef móðurinni líður illa á meðgöngu eða eftir fæðingu getur það haft áhrif á tengsl hennar við barnið. Ef ekkert er gert getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir andlega, líkamlega og fé- lagslega heilsu og velferð barnsins og þar með samfélagsins. Rannsóknir hafa sýnt mikilvægi þess að börn nái góðu tilfinningasambandi við nánasta umönnunaraðila sem oftast er móðirin. Þess vegna er svo mikilvægt að barn/móðir/faðir fái viðeigandi aðstoð á réttum tíma,“ segir Helga sem er þakklát þessum stuðningi en frekari upplýsingar um MFB er hægt að fá á heimasíðunni www.fyrstutengsl.is. Árlegir styrktartónleika kirkjukórsins haldnir í Guðríðarkirkju sunnudaginn 13. nóvember JólalJóS til Styrktar MFB Helga Hinriksdóttir ljósmóðir og Hjúkru­narfræðingu­r Opnuðu fjöldahjálpar­ stöð í Þverholtinu 27 manns komu til aðhlynningar í hús Rauða krossins í Mosfellsbæ þriðjudaginn 25. október þegar rútuslys varð á Mosfellsheiði. 42 voru um borð í rútunni sem fór á hliðina við Skálafellsafleggjarann. Læknar frá Heilsugæslunni skoðuðu fólkið auk þess sem lögregla og hjálparsveitarfólk ásamt starfs- mönnum og sjálfboðaliðum Rauða krossins hlúðu að fólkinu. Sam- kvæmt starfsfólki Rauða krossins var aðdáunarvert að sjá hversu vel allir unnu saman til þess að aðstoða. Meðal annars voru þrjár konur úr prjónahópnum Föt sem framlag sem höfðu upphaflega mætt á opið hús til þess að horfa á myndasýn- ingu og gæða sér á kjúklingasúpu. Þær stóðu vaktina ásamt hinum, færðu fólkinu te, kaffi, brauð og súpu af miklum myndarskap. Sigrún Ólöf hlýtur Skúlaverðlaunin Glerlistakonan Sigrún Ólöf Einars- dóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016 á sýningunni Handverk og hönnun sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi. Verðlaunin hlaut hún fyrir lampaseríuna „Ljóma“. Tæplega 20 tillögur bárust um besta nýja hlutinn. Skilyrðin voru að hluturinn mátti hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna. Sigrún er ein af fremstu glerlistamönnum Íslands og hefur rekið glerblástursvinnustofuna Gler í Bergvík á Kjalarnesi í 36 ár. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frum- kvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.