Mosfellingur - 10.11.2016, Síða 10

Mosfellingur - 10.11.2016, Síða 10
 - Fréttir úr bæjarlífinu10 Um 40 hælisleitendur búa nú í Víðinesi en Útlendingastofnun hefur tekið húsnæðið á leigu tímabundið. Víðines er í eigu Reykja- víkurborgar en í sumar samþykkti borgar- ráð að veita 121 milljón króna í endurbætur á húsnæðinu. Húsnæðið er afskekkt, tæpan kílómetra frá urðunarstað Sorpu í Álfsnesi og um tveimur kílómetrum frá skotæfingsvæði Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Þeim hælisleitendum sem þarna búa er boðið upp á skutlferð að morgni inn í Mos- fellsbæ og til baka aftur síðdegis. Þjónustan er hugsuð til að tengja þá við strætósam- göngur. Á dögunum þurfti að rýma húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni vegna veggjalúsar og voru þeir hælisleitendur sem þar dvöldu fluttir í Víðines. Þetta er tímabundið úrræði en rætt hefur verið um að koma upp neyðaskýli fyrir hælisleit- endur í Víðinesi sem yrði fyrsti eða annar viðkomustaður þeirra hér á landi. Frístundaleið- beinendur óskast VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa við Frístundsel Lágafellsskóla. Þeir taka þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeina börnum í leik og starfi í samvinnu við samstarfsfólk. Um hlutastörf er að ræða og vinnutími frá kl. 13:00 – 17:00. Gæti hentað vel skólafólki sem vantar vinnu með skólanum nokkra daga í viku. Menntunar- og hæfnikröfur: • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. • Áhugi á að vinna með börnum. • Frumkvæði og sjálfstæði. • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Þolinmæði og þrautseigja Laun vegna auglýstra starfa eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Upplýsingar veitir Ágústa Andrésdóttir, forstöðumaður í síma 8991563. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið agusta@lagafellsskoli.is Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um. Þann 1. nóvember varð heiðurs- maðurinn Valdimar Tryggvason níræður. Valdimar er einn af fyrstu viðskiptavinum Arion banka í Mosfellsbæ, allt frá því að Búnaðar- bankinn opnaði í Markholti, þann 1. apríl 1971. Valdimar er með eigin rekstur og hefur verið með til fjölda ára, enda í fullu fjöri. Hann var loftskeyta- maður á skipinu Þorkeli Mána sem lenti í svaðilför á Nýfundalands- miðum árið 1959, um það er fjallað í bókinni Útkall í hamfarasjó, sem kom út fyrir síðustu jól. Þar sem Valdimar ætlaði að hafa daginn bara venjulegan og koma við í bankanum, var ákveðið að taka sérstaklega vel á móti honum með afmælisköku og kaffi. Mikil og góð stemning myndaðist í útibúinu eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. 90 ára afmæli í Arion banka Níræður í góðum félagsskap Vel tekið á móti Valdimari í baNkaNum Undirbúningur fyrir Þorrablót Aftureld- ingar 2017 stendur nú sem hæst en blótið verður sem fyrr haldið í Íþróttahúsinu að Varmá, laugardaginn 21. janúar. Þetta er í tíunda sinn sem blótið er hald- ið með þessu sniði en í fyrra voru um 700 manns á blótinu og komust færri að en vildu. „Stór hluti nefndarinnar hefur verið sá sami frá upphafi. Það hafa orðið einhverjar breytingar en það er svo gaman að standa í þessu að það vill engin hætta. Það hefur skapast ákveðin hefð fyrir góðri verkaskipt- ingu en mitt aðalhlutverk er að sjá til þess að miðasala og borðapantanir gangi vel,“ segir Anna Ólöf. Breytingar á fyrirkomulagi Búið er að ráða veislustjóra og hljóm- sveit, en einhverjar nýjungar verða á dag- skránni í tilefni 10 ára afmælis sem verða kynntar síðar. Breytingar verða á miðasölu en ekki mun fara fram forsala á blótið sjálft en þó verður hægt að kaupa miða á ballið í forsölu. „Nú í ár mun miðasala fara fram um leið og borðapantanirnar og einungis verður hægt að taka frá borð gegn keyptum miða. Í fyrra var uppselt og mikil aðsókn. Nú gildir bara fyrstir koma fyrstir fá. Nánari upplýsingar um hvar og hvenær miðasala mun fara fram verður vel auglýst síðar. Nú er um að gera fyrir fólk að fara að undirbúa sig og sína hópa en við búumst við að það verði fljótt uppselt.“ Þorrablót Aftureldingar fer fram 21. janúar 2017 Undirbúningur fyrir Þorrablótið á fullu miðasala Verður með breyttu sNiði gert Verður ráð fyrir 700 maNNs á blótið Hælisleitendur fluttir inn í Víðines VíðiNes á kjalarNesi er komið í NotkuN á Ný Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.