Mosfellingur - 10.11.2016, Síða 16

Mosfellingur - 10.11.2016, Síða 16
 - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað16 Fjölgreindaleikar voru haldnir í Lágafells- skóla dagana 12. og 13. október fyrir nem- endur í 3.-7. bekk skólans. Markmið með leikunum er að brjóta upp hefðbundinn skóladag með hinum ýmsu stöðvum sem nemendur fara á og ætlaðar eru fyrst og fremst til leiks og skemmtunar. Boðið var upp á fjölbreyttar stöðvar þar sem allir fengu tækifæri til að spreyta sig og takast á við hin ýmsu verkefni með það í huga að sterkar hliðar hvers og eins fái að njóta sín einhvers staðar. Meðal þeirra stöðva sem í boði voru má nefna, myndlistarstöð, Disneystöð, skák og mát, Actionary, kaðlaklifur og trampólínstöð en alls fóru nemendur á 30 stöðvar þessa tvo daga. Allir fái jöfn tækifæri Nemendum var skipt í hópa þvert á árganga og fengu nemendur í 7. bekk það hlutverk að vera fyrirliðar í sínum hópi og höfðu þeir m.a. það hlutverk að bera ábyrgð á og passa sína liðsmenn auk þess að vera hvetjandi og passa upp á að allir fengju jöfn tækifæri. Stóðu nemendur 7. bekkjar sig af mikilli prýði í þessu hlutverki í ár. Á Höfðabergi voru haldnir Fjölgreinda- leikar hjá 5 ára deild, 1. bekk og 2. bekk. Þar var mikið líf og fjör og fóru börnin út um allt hús og gerðu alls konar þrautir á hverri stöð. 2. bekkur tók að sér að passa upp á yngri nemendurna og fylgja þeim á milli stöðva og húsa. Nemendur fóru á 18 stöðvar þessa 2 daga og voru stöðvarnar mjög fjölbreyttar. Má þar nefna, jóga, þrautabraut, smíðastöð, dans, bingó og margt fleira skemmtilegt. Vel heppnaðir Fjölgreinda­ leikar í Lágafellsskóla Mikið fjör í íþróttasalnuM krakkar á höfðabergi Geðorðin 10 Nr. 10 Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast! Það er öllum hollt að staldra við öðru hvoru, skoða hvað sé að breytast í kringum okkur og spá í hvort við séum að ná árangri í því sem við erum að sinna. En til þess að geta lagt mat á árangur okkar þurfum við að hafa markmið. Margir halda að það sé einkum í íþróttum eða vinnu sem menn setji sér markmið en þau er hægt að setja á fjölmörgum sviðum. Slík markmið geta t.d. tengst aukinni hreyfingu og bættri heilsu, nú eða fjölskyldutengdum þáttum eins og að fjölga samverustundum eða stefna á sumarfrí á spennandi slóðum. Fyrst og fremst er það hvetjandi og eykur líkur á árangri og ánægju að setja sér mark- mið. Horfum til framtíðar Ein mesta hindrun framþróunar eru stöðnuð viðhorf og það að hrífast með seiðandi söng vanans sem oftar en ekki hindrar okkur í að nýta þau tækifæri sem bjóðast. Vöxtur, þroski og þróun gera breytingar óumflýjanlegar og því er öllum hollt að horfa reglulega til framtíðar. Einnig er það þekkt stað- reynd að tímarnir breytast og við mennirnir með. Það er því eðlilegt að draumar okkar breytist eftir aldri og við þurf- um öll að vera opin fyrir því að setja okkur ný markmið, tengd draumum okkar á hverjum tíma. Þau geta t.d. tengst heilbrigði, hamingju eða hagsæld sem allt eru afleiðingar markmiðasetningar. Skráum markmiðin niður Mikilvægt er að skrá niður þau mark- mið sem við setjum okkur og hafa þau sýnileg þannig að við getum minnt okk- ur á þau. Einnig getur verið gott að segja öðrum frá þeim því það hvetur okkur einnig til dáða að ná þeim. Hvernig væri að setja niður á blað það sem okkar dreymir um að gera í fram- tíðinni og setja markmið um hvernig við ætlum að láta draumana rætast?  SævarKristinsson Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið JÓLAKORT PERSÓNULEG ÞÍN MYND OG ÞINN TEXTI AUÐVELT AÐ PANTA Á JOLA.IS ARTPRO Prentþjónusta / Jóla.is I Háholti 14 I Mosfellsbæ I S. 520 3200 I artpro@artpro.is I www.artpro.is I www.jola.is VIÐ ERUM AÐ HÁHOLTI 14 JÓLIN HEFJAST Í MOSFELLSBÆ 60+ GERÐIR Í BOÐI Hinn 1. október 1966 var að tilhlutan Tónlistarfélags Mosfellshrepps stofnaður tónlistarskóli undir nafninu Tónlistarskóli Mosfellshrepps. Aðdragandi stofnunarinnar var sá að starfsemi skólahljómsveitar undir stjórn Birgis D. Sveinssonar hófst í Varmárskóla 1963 með kennslu á blásturshljóðfæri og slagverk fyrir drengi. Haustið 1964 hófst gítarkennsla undir handleiðslu Gunnars H. Jónssonar fyrir stúlkur. Ólafur Vignir Albertsson hóf svo kennslu í píanóleik í Varmárskóla haustið 1965 og leiddi það til stofnunar tónlistarskóla. Fyrstu kennarar skólans voru auk skóla- stjórans, Ólafs Vignis Albertssonar, þeir Birgir D. Sveinsson, sem kenndi á málm- blásturshljóðfæri, Gunnar H. Jónsson, gít- arkennari og Jósef Magnússon, sem kenndi á blokkflautu og tónfræði. Miklar breytingar um aldamótin Tónlistarfélag Mosfellshrepps, stofnað 1966, var fyrsti rekstraraðili skólans og hafði auk þess það markmið að standa fyrir tónleikum í Mosfellssveit. Árið 1978 tók Mosfellshreppur við rekstri skólans og sérstök skólanefnd var skipuð af hálfu hreppsins, sem tók við af Tónlistar- félaginu. Þegar bæjarfélagið stækkaði og Mosfellshreppur varð að Mosfellsbæ árið 1987, varð heiti skólans að sjálfsögðu Tón- listarskóli Mosfellsbæjar. Fyrstu árin hafði skólinn aðsetur í Varmárskóla og síðan í Brúarlandshúsinu. Á þessum árum hafði skólinn auk þess tvö útibú, í Kjósarhreppi fram til ársins 1988 og á Kjalarnesi fram til 1995. Miklar breytingar urðu á starfsemi skólans árið 2000 þegar Mosfellsbær tók á leigu húsnæði í Háholti 14 fyrir starfsemi skólans. Ólafur Vignir Albertsson gegndi starfi skólastjóra í 27 ár, en árið 1993 tók Her- dís H. Oddsdóttir við starfi skólastjóra og gegndi því til ársins 2004. Listaskóli Mosfellsbæjar stofnaður Hinn 1. febrúar 2006 var gerð sú breyting á starfsemi tónlistarskólans að stofnaður var Listaskóli Mosfellsbæjar. Við það varð Tónlistarskóli Mosfellsbæjar að Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild og auk þess var stofnuð fjöllistadeild. Gerðir voru samstarfssamningar við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Leikfélag Mosfellssveitar og Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Þessir aðilar eru leiðandi í lista- og menningarstarfi í sveitarfélaginu og halda uppi öflugri listkennslu. Skólastjóri Lista- skóla Mosfellsbæjar er Atli Guðlaugsson. Afmælistónleikar haldnir Í tilefni af afmælinu verður efnt til nokk- urra tónleika. Mánudaginn 14. nóvember, fimmtudaginn 17. nóvember og föstudag- inn 18. nóvember leika nemendur tónlist- ardeildar Listaskólans frá kl. 15.00 – 18.00 á torginu í Kjarna, framan við bókasafnið. Fimmtudaginn 17. nóvember verða svo sérstakir afmælistónleikar í Bókasafninu. Þar koma fram kennarar við Listaskólann og verða með sannkallaða tónlistarveislu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og eru all- ir hjartanlega velkomnir. Aðgangur er ókeypis. 50 ár frá stofnun tónlistarskóla í Mosfellsbæ Miklar breytingar í áranna rás • Efnt til afmælistónleika skólahljóMsveitin leikur á 17. júní 1970 efnilegir neMendur

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.