Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 10
Nýárstónleikar og dansleikur í Iðnó Hljómsveitin Salon Islandus ásamt söngvurunum Hönnu Dóru Sturlu- dóttur og Davíð Ólafssyni heldur nýárstónleika í Iðnó föstudaginn 16. janúar kl. 20.00. Tónleikarnir standa fram að hléi en þá verður gólfið rutt og síðan dansað í rúman klukkutíma við þekkt lög sem allir kannast við. Boðið verður upp á freyðivínsglas á undan tónleikunum en einnig verður barinn opinn. Aðgöngumiðar fást í Iðnó og á midi. is og er miðaverð kr. 6.500. - Dreift frítt í Mosfellsbæ, á Kjalarnes og í Kjós10 Skjöl Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar eru mikill viskubrunnur um sögu og menningu héraðsins. Héraðsskjalasafnið varðveitir gögn frá stofnunum, félögum, fyrirtækjum og einstakl- ingum. Safnið óskar eftir að fá gögn afhent í stað þess að þeim sé eytt. Glötuð gögn er glötuð saga. Hér til hliðar má sjá mynd sem varðveitt er á safninu: Mikið og langt kirkjustríð var háð um gömlu kirkjuna að Mosfelli. Upphafið má rekja til bréfs sem sr. Böðvar Högnason prestur á Mosfelli skrifaði til Kristjáns VII Danakonungs á seinni hluta 18. aldar, þar sem hann fór fram á samein- ingu kirkjusóknanna að Gufunesi og Mosfelli. Það var samþykkt með konungsbréfi árið 1774. Hins vegar gerðist ekkert í þessum málum fyrr en árið 1884 þegar aftur var hreyft við því og biskup og landshöfðingi lögðu blessun sína yfir sameininguna. Reis upp mikil andstaða við niðurrif Mosfellskirkju í Mosfellssókn. Fremstir í flokki voru Gísli Gíslason bóndi og sýslunefndarmaður í Leirvogstungu, Þorlákur Jónsson bóndi í Varmadal á Kjalarnesi og Ólafur Magnússon bóndi á Hrísbrú. Þeir höfðu þó ekki erindi sem erfiði og í september 1888 var messað í kirkjunni í síðasta skipti og hún síðan rifin strax í kjölfarið. Á myndinni má sjá erlenda ferðamenn sem hafa fengið gistingu í kirkjunni. Myndin er tekin árið 1883 eða fimm árum áður en kirkjan var rifin. leyNIst fjársjóður í þíNum fórum? Mosfellskirkja eldriÁtak eða breyttur lífsstíll? „Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara þá skiptir engu máli hvaða leið þú velur.“ Það felst ótrúlega mikil speki í þessari setningu úr ævintýrinu um Lísu í Undra- landi. Mikilvægi markmiðssetning- ar er óumdeilt hvort sem um er að ræða fyrirtækjarekstur eða skipulag einstaklinga á sínum eigin lífsstíl. Það er talsvert ríkt í þjóðarsál- inni að allt þurfi að gerast strax og helst í gær. Sjálfsagt eru það leifar frá vinnu Íslendinga fyrr á tímum s.s. á vertíðum, akkorðsvinnu o.fl. í þeim dúr. Þegar kemur að heilsunni þá vill það brenna við að fólk gefist upp á því að koma sér í form eða fækka aukakílóunum. Ástæðan er sú að megrunarkúrar eða átak í hreyf- ingu eru ekki endilega ávísun á árangur til frambúðar. Við sjáum líkamsræktarstöðvarnar yfirfyllast í september og svo aftur í janúar. Stór hluti fólks gefst ítrekað upp á því að koma sér í það form sem það óskar sér. Ástæðan er í mínum huga einföld, þetta þarf að vera partur af breytingu á lífsstíl til frambúðar en ekki átak í ákveðinn tíma. Hver og einn þarf að setja sjálfan sig í forgang að þessu leyti, því það er okkur öllum nauðsynlegt að huga að eigin heilsu. Það tekur enginn ábyrgð á henni fyrir okkur. Setjum okkur raunhæf markmið og tökum frá tíma fyrir hreyfingu eða líkamsrækt flesta daga vikunnar, allt árið. Hreyfing þarf ekki að vera flókin, við hér í heilsubænum Mosfellsbæ erum svo einstaklega heppin að hafa frábæra göngu- og hjólastíga sem sjálfsagt er að nýta sér. Stóran hluta ársins er einnig hægt að nýta sér merktar gönguleiðir í næsta nágrenni bæjarins og á fellin okkar hér allt í kring. Í bænum eru líka frábærar sundlaugar og líkamsræktar- stöðvar og svo er heldur ekki langt að fara á skíði í Skálafelli eða Bláfjöllum. Allt er þetta gott í bland og um að gera að finna sér hreyfingu við sitt hæfi og fjölbreytnin gerir þetta enn skemmti- legra. Tileinkum okkur heilbrigðan lífs- stíl á árinu 2015.  BirgirGunnarsson  forstjóriáReykjalundi H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ gleðilegt ár Nú er allt að fara í gang aftur eftir jólafrí í Bæjarleikhúsinu. Aukasýn- ingar á söngleiknum Ronja Ræn- ingjadóttir hefjast 18. janúar. Allar nánari upplýsingar og miðapantanir fara fram í síma 566-7788. Sex vikna Leikgleði námskeið hefjast 16. janúar, en boðið verður upp á Stubbanámskeið fyrir 4-5 ára, 6-8 ára námskeið þar sem búið verður til nýtt leikverk, 9-12 ára námskeið þar sem lögð verður áhersla á brúðu- og skuggaleikhús og 13-16 ára námskeið þar sem settur verður upp söngleikurinn Litla hryllingsbúðin. Kennarar eru Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir. Allar nánari upplýsingar og skráning má finna á www.leikgledi.is Stundaskrá þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrum eldri borgarar, janúar-maí 2015 (1) Eirhamrar Handverkstofa (2) Lágafellslaug - byrjar 12. jan (3) Leikfimisalur Eirhamrar kjallari byrjar 15. jan (4) Ganga frá aðalinngangi Eirhamra (5) Safnaðarheimilið (6) 15., 29. jan. 12., 26. feb. 12., 26. mars. 9. apríl (7) Dagsetningar ekki komnar (8) Eirhamrar kjallari kl 19:00 (9) Eirhamrar kjallari byrjar 20. jan kl. 13:00 (10) Í borðsal Eirhömrum 9., 23. jan. 6., 20. feb. 6., 20. mars. 10., 24. ap. 8., 22. mai (11) Varmá íþróttasalur byrjar 15. jan (12) Eirhamrar borðsalur byrjar 7. jan (13) Eirhamrar borðasalur 7. jan, 4. feb, 4. mars, 1. april, 6. maí (14) Varmá íþróttasalur byrjar 13. jan (15) Eirhamrar kjallari byrjar 7. jan (16) Varmá íþróttasalur ##STUNDASKRÁ ÞESSI ER BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGA jólastund á leikskólanum Huldubergi Kveikt var á englakert- inu á aðventukrans- inum á leikskólanum föstudaginn fyrir jól. Veður var milt og gott og var ákeðið að eiga þessa stund saman úti. Fallegur jólasöngur ómaði um garðinn og eftir sönginn var boðið upp á kakó með rjóma. Allir skemmtu sér vel og var notalegt að eiga slíka kærleiksstund saman rétt fyrir jólin. Leikhúslífið aftur af stað leikgleðin hefst 16. janúar aukasýningar á ronju hefjast brátt Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 11:20 Vatnsleikfimi (2) 10:00 Boccia (14) 11:20 Vatnsleikfimi (2) 10:40 Ringó (11) 11:00 Ganga frá Eirhömrum (4) 11:00 Ganga frá Eirhömrum (4) 13:00-16:00 Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1) Leikfimi (3) 10:45 hópur 1 11:15 hópur 2 13:00-16:00 Handverkstofa opin án leiðbeinanda (1) 13:00-16:00 Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1) 13:00-16:00 Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1) 10:00 Kaffispjall með Guðjóni Eirhömrum 13:00-16:00 Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1) 13:00-16:00 Opin Glervinnustofa/bræðsla án leiðsögn (17) 13:00 Kóræfing hjá Vorboðum (5) 12:30 Badminton (16) 13:00-16:00 Opin Glervinnustofa / Bræðsla með leiðsögn (15) 13:30 Gaman saman (6) annan hvern fimmtud. 13:00 Félagsvist annan hvern föstudag (10) 13:00 Bókbandsnámskeið (9) 13:30 Bænastund/hugvekja annan hvern miðvikudag (12) 13:30 Kíkt fyrir hornið (7) 14:30 Vöfflukaffi fyrsta miðvikudag í mánuði (13) Laugardagur 11:00 Ganga frá Eirhömrum (4) 19:00-21:30 Tréútskurðarnámskeið (8)

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.