Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 14
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014 Kynning á íþróttafólKinu sem tilnefnt er Kosning fer fram á www.mos.is Úrslit verða tilKynnt 22. janÚar Kosning fer fram á vef mosfellbæjar www.mos.is dagana 8. - 18. janúar. velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 22. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Kraftlyftingakona ársins hjá Kraftlyftingafélagi mosfellsbæjar Auður Linda Sonjudóttir hefur stundað kraftlyftingar í eitt ár með frábærum árangri Hún hefur æft 4 til 5 sinnum í viku. Á sínu fyrsta móti þann 7. september var hún stigahæst allra keppenda með 315,4 Wilks stig. Þar lyfti hún 100 kg í hnébeygjum, 50 kg í bekkpressu og 100 kg í réttstöðulyftu samanlagt 250 kg, Auður er þegar orðin ein af bestu kraftlyftingakonum Íslands og verður ánægjulegt að fylgjast með ferli hennar á komandi ári. Auður bætti sig um 25 kg í samanlögðu á Gamlársmóti Kraftlyft- ingafélags Mosfellsbæjar þegar hún lyfti 275 kg í samanlögðu í -52 kg flokki. Framtíð hennar er björt og ljóst er að hún verður í fremstu röð á Íslandsmót- inu sem fram fer í apríl Auður Linda Sonjudóttir kraftlyftingakona Íþróttakona Aftureldingar 2014 Zaharina byrjaði að stunda blak 12 ára gömul í Búlgaríu og hefur því stundað blak í 22 ár í Búlgaríu, Færeyjum og á Íslandi með Þrótti Nes, HK og nú Aftureldingu. Zaharina kom til liðs við blaklið Aftureldingar haustið 2011 þegar félagið steig sín fyrstu skref í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim þremur árum sem Zaharina hefur leikið með Aftur- eldingu hefur hún verið fyrirliði liðsins og einn okkar sterkasti leikmaður. Hún hefur verið stór hluti af þeirri heild sem lið Aftureldingar er og er vel liðin innan hópsins og utan hans. Zaharina hefur einnig spilað með lands- liði Íslands og hefur leikið alls 11 leiki fyrir Íslands hönd. Hún er í forvalshóp fyrir Íslenska blaklandsliðið sem tekur þátt í Smáþjóðaleikum í Reykjavík 2015. Sem einstaklingur er Zaharina metn- aðarfull og skipulögð þegar kemur að íþróttinni og í þeim verkefnum sem hún hefur tekið að sér. Zaharina átti drjúgan þátt í árangri liðsins veturinn 2013-2014 þegar liðið varð Íslands- og deildarmeistari 2014 í blaki kvenna. Zaharina filipova filipova blakkona Hestaíþróttakona Harðar 2014 Aðalheiður er fædd árið 1989 og hefur stundað hestamennsku frá unga aldri. Hún tileinkaði sér snemma agaða og fágaða reiðmennsku. Aðalheiður er meðal fremstu knapa Harðar í unglinga- og ungmennaflokki. Hún lauk tamningamanns- og reiðkennaraprófi frá Háskólanum á Hólum. Aðalheiður var á árinu valin af dóm- urum á World ranking mótum á lista yfir þá knapa sem sýnt hafa bestu reiðmennskuna á íslenska hestinum um heim allan. Hún stundar fágaða og létta reiðmennsku, fær það besta út úr hverjum hesti og er góð fyrirmynd þegar kemur að reiðstíl og ásetu. Aðalheiður keppti í Meistaradeild VÍS með góðum árangri. Hún tók þátt í öllum mótum hjá Herði, var alltaf í úrslitum og tók einnig þátt í öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi árið 2014, m.a. Landsmóti hestamanna þar sem hún var með með sex hross. Framúrskarandi árangur í sýningu kynbótahrossa. Hæst dæmda litförótta hross í heiminum frá upphafi . Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir hestaíþróttakona Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014. Skotfimikona ársins 2014 Íris Eva er skotíþróttakona úr Skotfélagi Reykjavíkur. Íris setti nýtt Íslandsmet á sterku alþjóðlegu móti í Hollandi 7. febrúar 2014 með fínu skori, 409,4 stig. Íris keppti á ofangreindu móti í Hollandi og endaði þar í 9. sæti af 31 keppanda. Hún var hársbreidd frá því að komast í úrslit á sínu fyrsta stórmóti en aðeins munaði 0,1 stig á henni og þeirri sem komst í úrslitin. Hún keppti einnig á heimsmeistaramót- inu í Granada á Spáni í september og hafnaði þar í 108. sæti af 130 keppendum. Íris sigraði á öllum innlendum mótum sem hún tók þátt í á árinu og er ríkjandi Íslandsmeistari í sinni grein, loftriffli. Hún náði meistaraflokksárangri á öllum þeim mótum sem hún tók þátt í á árinu en það skor miðast við Ólympíulág- markið (MQS 392,0 stig) í hennar grein. Íris er nú í lok árs númer 166 á styrk- leikalista Alþjóða skotsambandsins og númer 150 á lista Skotsambands Evrópu. Hún er fyrsta íslenska konan til að ná sæti á þessum listum frá upphafi. Íris Eva Einarsdóttir skotfimikona

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.