Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 16
Mannvit er eitt stærsta fyrirtæki landsins en hjá fyrirtækinu starfa 350 manns, reyndir verk- fræðingar og tæknimenntað fólk með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verk- fræðiþjónustu. Forstjóri þess, Eyjólfur Árni Rafnsson, hefur hlotið þann heiður að vera kosinn maður ársins í íslensku atvinnulífi fyrir árangur við að virkja íslenskt hugvit í þágu atvinnulífsins, nýsköpun, athafna- og útsjónarsemi og fagmennsku í rekstri sem gert hefur Mannvit að framúrskar- andi fyrirtæki. „Ég er fæddur 21. apríl 1957 að Mosum við Kirkjubæjarklaustur. Foreldrar mínir, Halldóra og Rafn, bjuggu lengst af í Heið- arseli sem var síðasti bær í byggð á leið þeirra sem voru að fara inn að Lakagígum. Við bjuggum einnig að Holti á Síðu þar sem foreldrar mínir voru með sauðfjárbúskap. Ég á fjögur systkini, Jón, Sigrúnu, Björn Inga og Önnu. Við systkinin lékum okkur saman því ekki var öðrum börnum til að dreifa nema þá á sumrin þegar börn komu í sveit, yfirleitt einhver nákomin skyld- menni.“ Tóku dekkin undan barnavagninum „Við bræður dunduðum okkur við ýmsa hluti, þar á meðal að smíða kassabíla. Ein- hverju sinni brá svo við að okkur vantaði dekk undir einn bílinn og þá voru góð ráð dýr. Við redduðum okkur með því að taka dekkin undan barnavagni foreldra okkar. Það kom sérkennilegur svipur á móður okkar næst þegar hún ætlaði að nota vagn- inn sem stóð dekkjalaus fyrir utan húsið. Við systkinin vorum nokkuð uppátækja- söm og okkur leiddist aldrei, enda ekki kynnst því að eiga heima í þéttbýli með öllum þeim tækifærum sem þar gáfust.“ Lögðum net í vötn með afa „Það voru farnar ferðir á hestum um heiðarnar um leið og við gátum setið hest. Í Heið- arseli bjuggu einnig móðuramma okkar og afi. Nálægðin við fólk á öllum aldri var því skóli út af fyrir sig ekki síður en nálægðin við náttúruna og fjöllin. Við veiddum á stöng í á sem var við bæinn og lögðum net í vötn með afa. Á meðal margra minninga er auðvitað það skylduverk okkar á sumrin að sækja kýrnar í haga síðdegis, við vorum sem sagt kúasmalar allt sumarið.“ Hóf störf hjá Hönnun hf. „Ég gekk í Kirkjubæjarskóla og lauk landsprófi 1973. Leiðin lá síðan í Iðnskól- ann í Reykjavík og ég útskrifast 1976 úr húsasmíði. Tækniskóli Íslands varð síðan fyrir valinu en ég lauk byggingatæknifræði þaðan vorið 1984. Ég vann á sumrin á náms- árunum fyrir verktakafyrir- tæki Gunnars I. Birgissonar, Gunnar og Guðmund sf. en eftir útskrift hóf ég störf hjá Hönnun hf verkfræðistofu.“ Eyjólfur er giftur Egilínu S. Guðgeirsdótt- ur sem ávallt er kölluð Lína. Hún starfar hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Þau eiga fjóra syni, Rúnar Þór, Rafn, Reyni Inga og Róbert, tengdadætur og sjö barnabörn. Doktorspróf í verkfræði „Árið 1986 fór ég í nám til Bandaríkjanna í University of Missouri Rolla. Ég fór fyrst einn út en Lína kom svo með strákana okkar þrjá nokkrum mánuðum seinna. Fjölskyldan var of stór til að fá inni í stúd- entagarði þannig að við leigðum okkur hús í bænum. Það var talsvert átak að fara í nám með þetta stóran hóp, ég tala nú ekki um til Bandaríkjanna. Það hjálpaði hinsvegar mjög að ég fékk afar stóran styrk frá Rotary hreyfingunni sem kom okkur vel af stað. Ég útskrifaðist árið 1991 með doktors- prófi í byggingarverkfræði, með sérhæfingu í sveiflufræði í jarðvegi.“ Vann ýmis verkfræðistörf „Eftir heimkomu hóf ég aftur störf hjá Hönnun og vann við ýmis verkfræðistörf, var meðal annars staðarverkfræðingur fyrir Landsvirkjun, stýrði mati á umhverf- isáhrifum við undirbúning flestra stærri framkvæmda á árunum 1993-2002, vann einnig ýmis verkefni fyrir Vegagerðina og mörg sveitarfélög. Árið 2003 varð ég forstjóri Hönnunar, síðar Mannvits, en Mannvit verkfræðistofan var stofnuð 2008 við sameiningu Hönnunar, VGK og Rafhönnunar. Við leggjum áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu. Þjón- ustunni er skipt í þrjá kjarna, orku, iðnað og mannvirki. Ég ætla að láta af forstjórastarfinu núna í janúar 2015 og snúa mér að markaðsmálum fyrir fyrirtækið.“ Hefur komið víða við „Með verkfræðistörfunum sinnti ég fram- an af kennslu við Háskóla Íslands en einnig hef ég haft þá áráttu að vera að skipta mér af ýmsum hlutum sem hefur leitt til þess að ég var formaður stjórnar Orkustofnunar, sat í skipulags- og byggingarnefnd Mosfells- bæjar, varamaður í háskólaráði Háskóla Íslands og í stjórn skólans. Í stjórn Landmælinga Íslands, formaður stjórnar Kjördæmissambands Framskókn- arflokksins í Suðvesturkjördæmi. Í stjórn Viðskiptaráðs, Samtaka iðnaðarins og svo starfaði ég að félagsmálum fyrir frjáls- íþróttadeild UMFA hér á árum áður svo maður hefur komið víða við.“ Förum reglulega í hestaferðir „Lína mín hefur afborið mig í 39 ár sem er afrek,“ segir Eyjólfur brosandi. Við eigum mörg sameiginleg áhugamál, silungs- og laxveiðar og svo eigum við hesta og okkur finnst ekkert skemmtilegra en að vera á hestbaki með góðum vinum. Við erum í gönguhóp sem kallar sig Krummafætur. Hann telur 24 einstaklinga og höfum við gengið um landið þvert og endilangt frá því sumarið 1999 og þar af sex sinnum um Hornstrandir. Ég tek líka oft lagið með vinum mínum í tríói sem er nefnt Kóngsbakkatríóið, og höfum við meira að segja gefið út einn geisladisk okkur til gamans og öðrum til undrunar.“ Endalaus verkefni sem veita ánægju „Við fjölskyldan eigum sumarhús við Breiðafjörð, á Innri Kóngsbakka í Helga- fellssveit, sem stöðugt er verið að sinna. Endalaus verkefni sem veita ánægju, en svo koma auðvitað letistundir inn á milli. Ein hringferð á ári hefur verið nánast regla um margra ára skeið. Ég segi nú oft, bæði í gríni og alvöru, að ég verkfræðingurinn sem hef beint og óbeint tekið þátt í mörgum stærri virkjanaverkefnum landsins þekki landið mitt betur og hef meiri tilfinningu fyr- ir því heldur en margir þeirra sem eru á móti öllum framkvæmdum og vilja ekkert gera til að bæta lífsgæðin í þessu landi. Margir þeirra mættu kynna sér landið betur.“ MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Aftari röð: Andri Dagur, Rúnar Þór, Egill Ari, Hulda, Eyjólfur Árni, Lína, Rebekka, Reynir og Rafn. Fremri röð: Aron Máni, Róbert, Ólafur Árni og Sara Katrín. Á myndina vantar Debbý, Amelíu Laufey og Jasmín Bellu. - Mosfellingurinn Eyjólfur Árni Rafnsson16 Myndir: Raggi Óla og úr einkasafni. Verkfræði byggist á mannviti og þekkingu Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri Mannvits stjórnar einu stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni Við leggjum áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu. HIN HLIÐIN Besti drykkurinn? Köld mjólk. Tvö orð sem lýsa þér best? Vinnufíkill, vinamargur. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Varmá frá upptökum til sjávar. Áttu þér óuppfylltan draum? Já, að fara til norður Noregs og hjóla suður til Oslóar. Uppáhaldsfylgihlutur? Farsíminn minn. Hvaða freistingu stenst þú ekki? Brúntertu og kalda mjólk. Best fyrir líkama og sál? Að slaka á með fjölskyldunni. Hver kom þér síðast á óvart og hvern- ig? Fríða Rún, lítil stúlka sem er ættuð úr Mosfellsbæ en býr í Kaupmannahöfn. Hún ákvað að kalla mig afa sinn þegar við hjónin vorum í heimsókn hjá Reyni Inga syni okkar og hans fjölskyldu. En Lína var ekki amma en hún var hinsvegar konan hans afa. Með æskuvinunuM í hestaferð á snæfjallaströnd í Guðríðarkirkju sunnudaginn 11. janúar 2015, kl . 16.00. H R A U S T I R M E N N Einsöngur: Bjarni Arason Jóhannes Freyr Baldursson Ólafur M. Magnússon Sigurður Hansson Stjórnandi: Örlygur Atl i Guðmundsson Hljóðfæraleikarar: Jón Rafnsson Karl Olgeirsson Miðasala í forsölu og á karlakor@karlakor.is kr. 3.000-, við innganginn kr. 3.500- Bjarni Arason

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.