Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 25
Ertu geðveik/ur? Mörgum þykir kjörið tækifæri að gera róttækar breytingar í lífi sínu á nýju ári. Áramót eru alltaf ákveðin kafla- skipti hjá fólki sem keppist þá oft um að strengja áramótaheit (og stundum þau sömu ár eftir ár). Raunveruleik- inn er þó sá að nýtt ár og ný loforð breyta nákvæmlega engu ef hugar- farsbreyting á sér ekki stað hjá manni sjálfum. Skilgreiningin á geðveiki: Að gera það sama aftur og aftur en búast við annarri útkomu. Hvernig væri að sleppa bara ára- mótaheitunum og gera sér það frekar að markmiði að verða besta útgáfan af manni sjálfum? Þú mátt byrja HVE- NÆR sem er, það er aldrei of seint... og það besta við þetta er að markmið- inu lýkur aldrei! Þess vegna getur þér ekki mistekist og látið þér líða illa yfir því að hafa „fallið“. Þetta markmið er ferðalag sem fer niður djúpa dali og upp háar hæðir. Þetta getur reynt talsvert á, en svo lengi sem þú heldur áfram, þá ertu að læra og þroskast. Ef þú kýst þetta ferðalag er óhjá- kvæmilegt að læra að elska sjálfa/n sig á leiðinni. Allt annað sem þú þráir inn í líf þitt eða að breytist í þínu fari, líkamlega og andlega, mun koma í kjölfarið. Ástin er eldsneytið og vilja- styrkurinn er farartækið sem þarf að smyrja með jákvæðni. Ekki gleyma að þakka fyrir þig daglega. Þakklæti er algjört lykilatriði ef hjólin eiga að halda áfram að snúast! Auðvitað má setja sér önnur mark- mið á leiðinni, þau eru samt alltaf hluti af aðal-markmiðinu. Rétt eins og að skoðunarferð á ákveðnum stað er alltaf hluti af ferðalaginu í heild sinni. En hafðu það þá hugfast að gefa þér nægan tíma í það svo þú fáir sem allra mest út úr því. Orðatiltækið er gamalt en hárrétt: „Góðir hlutir gerast hægt.“ Það er margt sem maður vill vera, sjá og gera en um leið má ekki gleyma hinum sanna tilgangi lífsins! Hver er tilgangurinn með tilvist okkar? Svarið við þessari spurningu er að finna innra með hverjum og einum. Svarið getur breyst og er aldrei rangt! Tilgangur minn er að vera - vera hér - í núinu, hamingjusöm. Njóta augna- bliksins, elska og vera elskuð. Gefa og þiggja. Miðla reynslu og þekkingu, læra og kenna. Hjálpa. Vinna í sjálfri mér og þroskast. En þinn? smá auglýsingar Leiguhúsnæði óskast! Erum 5 manna fjölskylda með hund og kött. Í leit að húsnæði. Hogga & Kristján s: 845-9280 og hogga1@simnet.is Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga mosfellingur@mosfellingur.is Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð hundaeftirlitið í mosfellsbæ Það er alVeG sama hVað hundurinn Þinn er GÓður - ÓKunnuGt fÓlK Veit Það eKKi hundaeftirlitið í mosfellsbæ hundaeftirlit@mos.is Þjónustustöð s. 566 8450 Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06:30 - 08.00 og 15:00 - 21:00 Laugard. kl. 09:00-17:00 og sunnud. kl. 09:00-16:00 Skýja luktirnar fáSt í BymoS www.malbika.is - sími 864-1220 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapar r ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYOTA varahlutir íl r r f Gr numýri 3 | 270 Mosfellsb www.bilapartar.is Sí i: 587 7659 M osf ell ing ur á In sta gra m w w w .in st ag ra m .c om /m os fe lli ng ur hundaeftirlitið í mosfellsbæ lausaganga hunda er bönnuð handsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 25.350 kr. hundaeftirlitið í mosfellsbæ hundaeftirlit@mos.is Þjónustustöð s. 566 8450 www.bilaorri.is Íslenska ullin er einstök Sjá sölustaði á istex.is Vespu-, bifhjóla-, og bílpróf - s. 777-5200 - akamos@simnet.is Ökukennsla lárusar Þjónusta við Mosfellinga - 25

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.