Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 15
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014 Kynning á íþróttafólKinu sem tilnefnt er Kosning fer fram á www.mos.is Úrslit verða tilKynnt 22. janÚar akstursíþróttakona mosfellsbæjar 2014 Brynja Hlíf Hjaltadóttir er 16 ára gömul. Brynja Hlíf hefur stundað motocross síðan hún var 11 ára og alla tíð hjá MotoMos. Enduro: • Járnkonan á Klaustri: 1. sæti • 1. og 2. umferð Íslandsmótsins: 1. sæti • 3. og 4. umferð Íslandsmótsins: 3. sæti Mx: • 1. umferð: 1. sæti • 2. umferð: 3. sæti • 3. umferð: 2. sæti Eftir gott gengi sumarið 2013 ákvað Brynja Hlíf að setja allt í 4. gír og æfði 2-3 sinnum á dag alla daga ársins sem skilaði sér svo sannarlega þar sem hún vann sitt fyrsta Íslandsmót í flokki full- orðinna í sumar. Í lok sumarsins komst hún inn í Motocross skóla í Noregi og æfði þar í 3 mánuði við bestu aðstæður. Brynja Hlíf er keppnismanneskja út í gegn og mjög góð fyrirmynd bæði í keppni og utan brautar. Brynja Hlíf Hjaltadóttir akstursíþróttakona íþróttakona ársins hjá golfklúbbnum Kili 2014 Heiða Guðnadóttir er 26 ára gömul og hefur stundað golf frá barnsaldri en gekk til liðs við golfklúbbinn Kjöl árið 2009. Heiða er mikil og góð fyrirmynd innan vallar sem utan. Heiða er dugleg við æfingar, samviskusöm og metnaðar- gjarn kylfingur. Hún á eflaust eftir að uppskera mikið, en síðastliðið sumar náði hún m.a. í undanúrslit á íslands- mótinu í holukeppni, ásamt því að vera mikilvægur hlekkur í sveit Kjalar sem endaði í 3. sæti í sveitakeppni GSÍ 1. deild. Heiða á mikinn þátt í aukinni þátttöku stúlkna í golfi í Mosfellsbæ og ber að þakka henni fyrir það. Heiða guðnadóttir kylfingur Hér fyrir neðan er kynning á íþróttakonum sem tilnefndar eru vegna kjörs til íþróttakonu mosfellsbæjar 2014, og afrekum þeirra á árinu. skautaíþróttakona ársins 2014 Þuríður Björg er 17 ára Mosfellingur sem æfir hjá Skautafélaginu Björninn (listskautadeild). Þuríður Björg er í úrvalshópi Íslands 2014-2015 hjá ÍSS (Skautasambandi Íslands) eftir glæsta frammistöðu á Haustmóti ÍSS. Þar hreppti Þuríður 1. sæti og 3. sæti á bikar- og Íslandsmóti ÍSS. Hún keppir fyrir hönd Íslands í þriðja sinn á Norðurlandamóti 2015 sem fer fram í Stavanger í Noregi í febrúar. Þuríður hefur sýnt og sannað sig sem afreksefni til nokkurra ára og hefur skipað efstu sæti á mótum Skautasam- bands Íslands (ÍSS) frá því að hún hóf að keppa á skautum 8 ára gömul og keppt á alþjóðlegum mótum erlendis bæði fyrir ÍSS og ÍBR. þuríður Björg Björgvinsdóttir skautaíþróttakona

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.