Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 08.01.2015, Blaðsíða 24
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Steinunn Matthildur fæddist 25. mars 2014. Hún var 2780 g og 49 cm. Foreldrar hennar eru þau Hilmar Benediktsson og Freyja Rúnarsdóttir. Steinunn Matthildur á eina systur, Sonju Salín 2 ára. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Kolfinna Rósa fæddist 19. október. Hún var 3.752 g og 54 cm. Foreldrar hennar eru Elín Guðný Hlöðversdóttir og Sæmundur Maríel Gunnarsdóttir. Bróðir hennar heitir Hlöðver Gunnar og býr fjölskyldan í Leirvogstungu. Fyllt lambafille með sveppasósu Í eldhúsinu Finnur og Gugga voru ánægð með eldhús­ás­korunina og deila með okkur girnilegri upps­krift að lambafille og s­veppas­ós­u. Fyllt lambafille með sveppasósu fyrir tvo: • Tvö lambafille með fiturönd • 100 gr fetaos­tur • 1 poki s­pínat • 100 gr furuhnetur • 50 gr þurrkaðar aprikós­ur, s­mátt s­kornar. Steikið s­pínatið í ólífuolíu ás­amt furuhnet- unum, takið pönnuna af hellunni og blandið fetaos­ti og aprikós­um s­aman við. Setjið í s­kál og maukið vel s­aman með höndunum. Stingið trés­leif langs­um gegnum kjötið og myndið holrými fyrir fyllinguna. Setjið fyllinguna í, það getur verið pínku maus­ en vel þes­s­ virði. Kryddið aðeins­ með s­alti og pipar og grillið við háan hita í ca 2 mín á hverri hlið (4 hliðar). Sósa: • 1 box s­veppir s­mátt s­axaðir • 1 peli rjómi • 1/2 as­kja s­veppas­muros­tur • 1/2 búnt s­teins­elja s­mátt s­öxuð • 1 kjúklinga- teningur • 1 ms­k s­mjör til s­teikingar • s­má s­alt og pipar. Steikið s­veppina í potti og bætið s­vo öðru hráefni s­aman við, leyfið s­uðunni að koma upp s­vo os­turinn bráðni vel og rjóminn þykkni.  Verðiykkuraðgóðu.  FinnurogGugga hjá Finni og guggu Finnur og Gugga skora á vini þeirra, Ástu og Jóa, að koma með næstu uppskrift. Ertu geðveik/ur? Mörgum þykir kjörið tækifæri að gera róttækar breytingar í lífi sínu á nýju ári. Áramót eru alltaf ákveðin kafla- skipti hjá fólki sem keppist þá oft um að strengja áramótaheit (og stundum þau sömu ár eftir ár). Raunveruleik- inn er þó sá að nýtt ár og ný loforð breyta nákvæmlega engu ef hugar- farsbreyting á sér ekki stað hjá manni sjálfum. Skilgreiningin á geðveiki: Að gera það sama aftur og aftur en búast við annarri útkomu. Hvernig væri að sleppa bara ára- mótaheitunum og gera sér það frekar að markmiði að verða besta útgáfan af manni sjálfum? Þú mátt byrja HVE- NÆR sem er, það er aldrei of seint... og það besta við þetta er að markmið- inu lýkur aldrei! Þess vegna getur þér ekki mistekist og látið þér líða illa yfir því að hafa „fallið“. Þetta markmið er ferðalag sem fer niður djúpa dali og upp háar hæðir. Þetta getur reynt talsvert á, en svo lengi sem þú heldur áfram, þá ertu að læra og þroskast. Ef þú kýst þetta ferðalag er óhjá- kvæmilegt að læra að elska sjálfa/n sig á leiðinni. Allt annað sem þú þráir inn í líf þitt eða að breytist í þínu fari, líkamlega og andlega, mun koma í kjölfarið. Ástin er eldsneytið og vilja- styrkurinn er farartækið sem þarf að smyrja með jákvæðni. Ekki gleyma að þakka fyrir þig daglega. Þakklæti er algjört lykilatriði ef hjólin eiga að halda áfram að snúast! Auðvitað má setja sér önnur mark- mið á leiðinni, þau eru samt alltaf hluti af aðal-markmiðinu. Rétt eins og að skoðunarferð á ákveðnum stað er alltaf hluti af ferðalaginu í heild sinni. En hafðu það þá hugfast að gefa þér nægan tíma í það svo þú fáir sem allra mest út úr því. Orðatiltækið er gamalt en hárrétt: „Góðir hlutir gerast hægt.“ Það er margt sem maður vill vera, sjá og gera en um leið má ekki gleyma hinum sanna tilgangi lífsins! Hver er tilgangurinn með tilvist okkar? Svarið við þessari spurningu er að finna innra með hverjum og einum. Svarið getur breyst og er aldrei rangt! Tilgangur minn er að vera - vera hér - í núinu, hamingjusöm. Njóta augna- bliksins, elska og vera elskuð. Gefa og þiggja. Miðla reynslu og þekkingu, læra og kenna. Hjálpa. Vinna í sjálfri mér og þroskast. En þinn? Svanhildur Heyrst Hefur... ...að Bubbi Morthens ætli að taka lagið með Dimmu á styrktartónleikum fyrir Brynju Hlíf í Hlégarði 13. janúar. ...að erfiðlega hafi gengið að kveikja í áramótabrennunni. ...að hljómsveitin Vio sé tilnefnd sem nýliðar ársins á hlustendaverðlaun- um X-ins. ...að Mosfellsbær sé í samningavið- ræðum við umboðsskrifstofuna Prime um að taka við rekstri Hlégarðs. ...að siggi Borgar sé orðinn fimmtugur. ...að Habbý og Jógvan séu í brúð- kaupsferð í Dubai. ...að þrettándagleði Mosfellsbæjar fari fram laugardaginn 10. janúar. ...að svala Árna hafi orðið sjötug í vikunni og farið í bíó í tilefni dagsins. ...að Guðbjörn sigvalda hafi verið sviptur réttindum til skötuáts með Gufufélagi Mosfellsbæjar þar sem hann óskaði eftir aukavakt á vinnustað sínum á Þorláksmessu. ...að Aggi og Hákon séu teknir við rekstrinum á Hvíta riddaranum. ...að flugeldasala Kyndils verði opin laugardaginn 10. jan. í tilefni þess að þrettándagleðin fer fram um kvöldið. ...að hljómsveitin Kaleo sé búin að skrifa undir plötusamning við Atlantic records í Bandaríkjunum. ...að hundabúðin í Háholti sé hætt. ...að steingrímur Walters sé nýr toppman uMfus. ...að Afturelding hafi tapað í vítakastskeppni eftir tvíframlengdan úrslitaleik í deildarbikarnum á milli hátíðanna. ...að jólasveinaútgerðin á aðfangadag hafi skilað yfir 100 þúsund krónum í styrktarsjóð Brynju Hlífar. ...að Héraðsskjala- og Bókasafnið ætli að velja konu mánaðarins allt árið í tilefni 100 ára afmælis kosningarétt- ar kvenna. ...að Bjarni Ara ætli að syngja með Karlakór Kjalnesinga á tónleikum í Guðríðarkirkju á sunnudaginn. ...að bygging fMOs sé tilnefnd til til arkitektúrsverðlauna evrópusam- bandsins fyrir árið 2015. ...að Aníta Páls hafi fengið bíl í jólagjöf. ...að knattspyrnumaðurinn sævar freyr sé genginn til liðs við Aftureldingu úr Leikni. ...að allt stefni í rituhöfða-brúðkaup þar sem Gilli fór á skeljarnar um áramótin. ...að hægt sé að kjósa hljómsveitina Kaleo fyrir hlustendaverðlaun flestra útvarpsstöðvanna. ...að fólk sé byrjað að hópa sig saman á borð fyrir Þorrablót Aftureldingar. ...að Völva Mosfellings spái því að líf færist í Kaupfélagshúsið á árinu. mosfellingur@mosfellingur.is - Heyrs­t hefur...24 Margir litir. Ítölsk gæði. Verð frá kr. 500.- Opið mánudaga -föstudaga kl. 11-17 Opið laugardaginn 10. janúar kl. 11-15 Mirella ehf Háholt 23, 270 Mosfellsbær Sími: 586 8050 / mirella@simnet.is RýMingaRsala! Mikið úrval af fallegum ullar/bómullarbolum og nærfötum fyrir dömur, herra og börn

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.