Mosfellingur - 04.04.2013, Page 4

Mosfellingur - 04.04.2013, Page 4
www.lagafellskirkja.is Sunnudagurinn 7. apríl Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30 og fermingarguðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 13:30 Báðir prestar Batamessa í Lágafellskirkju kl. 17:00 Sunnudagurinn 14. apríl Fermingarguðsþjónusta í Lága- fellskirkju kl. 10:30. Báðir prestar Sunnudagurinn 21. apríl Guðþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Skírnir Garðarsson kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Bæjarlistamaður býður á vortónleika Vorskemmtun Álafosskórsins fer fram í Bæjarleikhúsinu laugardag- inn 13. apríl kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er Magnús Kjartansson en á tónleikunum mun Samkór Mýramanna einnig heiðra samkom- una með nokkrum lögum. Þá mun Kynslóðabandið undir stjórn Hans Jenssonar leika nokkur létt lög í hléi og munu þeir Sigurður Hansson og Jón Magnús Jónsson syngja þar einsöng. Veitingasala verður á staðnum og hægt verður að eiga saman notalega kvöldstund. Páll Helgason bæjarlistamaður stjórnaði Álafosskórnum um árabil og hefur útsett fjölda laga fyrir kórinn. Frítt verður inn á tónleikana í boði bæjarlistamannsins. Vorið boðið velkomið í Bókasafninu Menningarvor í Mosfellsbæ verður nú haldið í fimmta sinn. Metnaðarfull tónlistar- og menn- ingardagskrá mun spila stóran sess þar sem mosfellskir listamenn koma fram ásamt góðum gestum. Menningardagskráin fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar og er aðgangur ókeypis. Dagskránni er skipt á næstu þrjú þriðjudagskvöld og hefjast viðburðirnir kl. 20. Fyrsta kvöldið er tileinkað tékkneskri tónlist og fer fram 9. apríl. Þá leika Arnhildur Valgarðsdóttir og Hjör- leifur Valsson auk þess sem lesið verður upp úr bókinni Góði dátinn Svejk. Þann 16. apríl verður franskt kvöld þar sem Sigríður Thorlacius söngkona er á meðal gesta. Loks er það íslenskt kvöld á afmælisdegi Halldórs Laxness þann 23. apríl. Þá verða persónur úr Íslendinga- sögunum sálgreindar auk þess sem sungin verða lög eftir nóbelsskáldið. Dagskráin hefst kl. 20 öll kvöldin og eru léttar veitingar í boði. HelgiHald næStu vikna w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsti sam- kvæmt skipulagslögum tillögu að aðal- skipulagi Mosfellsbæjar fyrir tímabilið 2011-2030. Fjallað var um tillöguna á kynningarfundi í Listasal Mosfellsbæjar fimmtudagskvöldið 21. mars. Þar flutti Haraldur Sverrisson bæjarstjóri inngang, en síðan lýsti Gylfi Guðjónsson arkitekt tillögunni og helstu breytingum miðað við gildandi skipulag, en teiknistofa hans hefur annast aðalskipulagsvinnu fyrir Mosfellsbæ um langt árabil. Í aðalskipulagi setur sveitarstjórn lögum samkvæmt fram stefnu sína um landnotk- un, byggðaþróun, byggðamynstur, sam- göngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu til minnst 12 ára. Stöðug fjölgun íbúa í Mosfellsbæ Við vinnu að aðalskipulagi þarf að taka mið af spám um íbúafjölda og íbúaþróun. Áætluð íbúðaþörf í Mosfellsbæ miðað við fyrirliggjandi spár eru um 140-200 íbúðir á ári. Stöðug fjölgun hefur verið í Mosfellsbæ síðustu ár en áhugavert er að fjöldi íbúa í bænum á aldrinum 0-54 ára er meiri en að meðaltali á landinu. Með öðrum orðum þá er Mosfellbær ungt, barnmargt sveitarfélag. Hinsvegar mun fjöldi íbúa sem eru 75 ára og eldri fjórfaldast fram til ársins 2030 mið- að við þær spá sem verið er að vinna eftir. Meðaltalsfjölgun í sveitarfélaginu var 3,9% á árunum 1990-2008, en í aðalskipulaginu er gengið út frá árlegri fjölgun um 3,3% fram til 2030. nýtt hesthúsahverfi í landi Hrísbrúar Svo eitthvað sé nefnt þá lýtur helsta breytingin í tillögunni varðandi íbúðabyggð að fyrirhuguðu íbúðarhverfi í Lágafells- landi, sem er stækkað talsvert í tillögunni miðað við gildandi skipulag eða upp í það að rúma 740 íbúðir. Í kynningu Gylfa kom fram að mikill tími hafi farið í vinnu við að huga að „sambúð vegar og byggðar“ við Vesturlandsveg en sú vinna hafði í för með sér þá áherslubreytingu að mislæg- um gatnamótum er fækkað og ákveðið að kanna raunhæfni þess að Vesturlandsveg- urinn fari í stokk þar sem hann fer í gegn- um miðbæinn. Þá má nefna að í tillögunni er gert ráð fyrir nýju hesthúsahverfi í landi Hrísbrúar í Mosfellsdal. Kynningarfundur um aðalskipulag Mosfellsbæjar var haldinn í Listasalnum á dögunum Helstu breytingar á skipulagi Áhugasamir geta kynnt sér nýtt aðalskipulag á vefsíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is. Gylfi Guðjónsson arkitekt fer yfir helstu breytingar miðað við gildandi skipulag. Bjarni Benediktsson, Garðabæ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Mosfellsbæ Jón Gunnarsson, Kópavogi Vilhjálmur Bjarnason, Garðabæ Friðjón R. Friðjónsson, Garðabæ Árni Grétar Finnsson, Hafnarfirði Unnur Lára Bryde, Hafnarfirði Bryndís Loftsdóttir, Seltjarnarnesi Elín Hirst, Seltjarnarnesi Karen Elísabet Halldórsdóttir, Kópavogi Óli Björn Kárason, Seltjarnarnesi Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Valkosturinn er skýr. Við munum lækka skatta á heimili og fyrirtæki. Aðrir munu ekki gera það. › Lækkum tekjuskatt - aukum ráðstöfunartekjur › Lækkum gjöld á eldsneyti - lækkum verð á bensíni › Lækkum tolla - lækkum matvöruverð › Lækkum skatta - aukum hagvöxt Það er bara einn flokkur sem mun lækka skatta Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi NÁNAR Á 2013.XD.IS Varmárskóli í úrslit • Lágafellsskóli lenti í 3. sæti í riðlinum • Mikill stuðningur í stúkunni skólahreysti slær í gegn Varmárskóli og Lágafellsskóli tóku þátt í Skólahreysti MS á dögunum. Báðir skól- arnir stóðu sig frábærlega og hrepptu 2. og 3. sætið í sínum 14 skóla riðli. Lið Var- márskóla náði það góðum árangri að hann verður annar tveggja uppbótarskóla sem fer í úrslit í Skólahreysti MS 2013 í Laugar- dalshöll. Sjónvarpað verður frá úrslitunum í beinni útsendingu 2. maí kl. 20. Þar munu tólf skólar keppa til úrslita. Það var um talað hve stuðningsmenn skólanna úr Mosfellsbæ voru flottir og öflugir. Varmárskóli hefur ekki áður keppt til úrslita en það er einstök upplifun fyrir keppendur og stuðningsmenn að upplifa stemninguna sem fylgir slíkri keppni. Mosó riðillinn var sýndur á Rúv á þriðju- daginn. Á myndunum má sjá hrausta og glaða krakka úr grunnskólum bæjarins. Á baksíðu blaðsins má svo sjá lið Varmárskóla sem keppir í úrslitum Skólahreysti. flott innkoma hjá stuðningsmönnum varmárskóla krakkarnir í lágó styðja sitt lið lið lágafellsskóla áfram varmárskóli

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.